Leita í fréttum mbl.is

Stóra stundin okkar

Hvað er málið með sum lögin á þessum dvd söngvadiskum fyrir börn. Sebastian situr límdur fyrir framan þessa diska sem Kata lánaði okkur og hefur mikla skemmtun af. En ef maður hlustar á textan á sumum af þessum lögum þá kemur ýmislegt í ljós.

Eitt lagið fjallar um tölvuleik og heitir drepum og drepum. Textinn er m.a. "Þetta var leikurinn drepum og drepum, drepum án miskunar" ég meina kommón, er þetta það sem manni langar að kenna barninu sínu. Jú að sjálfsögðu er því komið til skila alveg í blálokin að það er ekkert sniðugt að vera í tölvunni allan tímann, en ég held að það sé ekki eitthvað sem barnið grípur.

Svo er annað lag sem sveppi syngur og er um flóka trúð eða eitthvað álíka. Textinn segir frá því er trúðurinn er í vinnunni við að tralla og grínast en segir svo frá því að þegar trúðurinn kemur heim úr vinnunni þá LEMUR hann börnin sín og semur döpur ljóð. Haaalllúúú.

Að öðru leyti finnst okkur þetta bara helv. fínir diskar sem eru annars skemmtilegir.

Fór hring á Lauro á meðan maría fór í mat til tengdó. Spilaði nokkuð solid hring með 17 pör og einn skolla. Það vildi bara ekkert pútt oní hjá mér. En ég var nú bara sáttur með öll þessi pör. Á góðum degi hefðu nú allavegana 3-5 fuglapútt dottið, en ekki í dag.

ps. minni fólk á að í gær vann Liverpool sigur á Manuver. bara sona.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband