Leita í fréttum mbl.is

Draw

Æfði í dag þessa nýju sveiflu og gékk upp og ofan. Ásinn er erfitt að temja með svona drastískum breytingum en járnin eru auðveldari. Gef þessu ágætan tíma og sé svo til, bara verst að það eru þrjú mót framundan og lítill sem enginn tími til að venjast þessu. Hef morgundaginn og svo mánudaginn frían til að æfa, hinir dagarnir eru mótadagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki spurning um að þrauka, þrjú mót skipta ekki máli til lengri tíma.

 Nema þú aðhyllist spekina in the long run we are all dead.

Pétur (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Reyndar er ég soldið þannig að ég met ánægju mína í dag meira heldur en á morgun (því hann gæti kannski ekki komið). En ég ætla nú samt að þrauka með þessa nýju sveiflu. Með járnin (sem voru að fúnkera brilliant) ætla ég að nota 80% gömlu sveifluna og 20% nýju. Ásinn fær kannski 60% gömlu og 40% nýju. Ég fór náttúrulega í kennslu bara til að láta kíkja á upphafshöggin sem voru smá að bögga mig, ætlaði ekki að umturna öllu, sem var að virka ágætlega.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 28.8.2008 kl. 19:15

3 identicon

Já þetta eru umskipti að fara frá draw í fade. Var í sömu hugleiðingum og þú fyrir tveimur árum en ákvað að fara aftur í fade-ið í járnunum. Mér fannst lengdarstjórnun erfiðari (átti það til að fá kannski 10 metra í viðbót að óvörum) og minna spin á grínum.

Gott í vindi hins vegar.

Binni Bjarka (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Það sem ég dreg frá þessari kennslu er allavegana öruggari draw þegar ég vill. Er orðinn meiri konsistant í því heldur en áður. Ætla að æfa þetta meðfram gömlu sveiflunni í bili án þess að spila með þetta því það gengur ekki eins og er að spila með svona óæfða sveiflu, ekkert konfidans. Fór aftur í gömlu sveifluna í dag og allt var þráðbeint og helv. gott fyrir utan ásinn sem er með sirka 3-10% fade.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 29.8.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 153428

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband