28.4.2008 | 17:54
La Virgen de la Cabeza
Það var athyglisvert að hlusta á Antonio tala um Meyjuna þeirra í Exfiliana. Mér var sagt að þetta hafi verið hefð í 800 ár en það voru greinilega smá ýkjur.
Ég las mig til um þetta og kemur á daginn að til eru tvær mismunandi sögur um uppruna hátíðarinnar
Fólkið frá Jerez segir að fyrir ca 300 til 400 árum þá voru 3 smalar með kindurnar sínar á vappi. Einn var frá Jerez og hinir frá Exfiliana. Meyju ímynd birtist þeim og sagði þeim að byggja kirkju á þessum stað sem þeir og gerðu. Eftir þetta var ávallt farið í göngu henni til heiðurs síðasta sunnudag Aprílmánaðar, annars vegar frá Exfiliana til kirkjunar og hins vegar frá Jerez til kirkjunar.
Hin sagan kemur frá Exfiliana og segir að fyrir 300 til 400 árum hafi smali frá Jerez verið á ferð og séð litla styttu af meyju útí náttútunni og fundist hún falleg. Hann ákvað að taka hana með sér og gefa dóttur sinni. Þegar hann ætlaði að gefa dóttur sinni styttuna var hún horfin. Hann fór því daginn eftir á sama stað í þeirri von um að hún væri þar og það reyndist vera. Hann tók hana því aftur og vafði henni inn í dúk og var viss um að í þetta sinn fengi dóttir hans þessa fallegu styttu að gjöf. Aftur var styttan horfin þegar að afhendingu kom og maðurinn orðinn mjög hissa. Hann fer því þriðja daginn á sama staðinn og sér styttuna á ný. Hann spyr styttuna hver hún sé og hvað hún vilji. Hún segir honun að hún sé La Virgen de la Cabeza og hún vill að hann byggi kirkju á þessum stað.
Hann gerir það en staðsetur kirkjuna skamman spöl frá þessum stað þar sem hann sá styttuna af meyjunni. Kirkjan hrynur tvisvar áður en þeir ákveða að byggja hana uppá nýtt nákvæmlega þar sem hún hafði birst manninum. Hún stendur enn þann dag í dag.
Þessi stytta hefur svo verið í vörslu hjá þessari fjölskyldu alveg síðan.
Mér finnst nú síðari sagan skemmtilegri.
Maður fylltist lotningu að sjá heimasætu þessarar sömu fjölskyldu koma labbandi með þessa sömu styttu í gegnum mannþröngina þar sem allir vildu fá að snerta hana og kyssa. Flestir sem snertu styttuna komu frá henni með tár í auga og allavegana djúpt snortnir. Það sama átti við um Antonio,Gabi og Maríu.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 153468
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmmmm athygliverð saga eða sögur. man bara að það var mjög gaman að taka þátt í þessu þarna fyrir 4 árum....
Móðir golfarans (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.