Leita í fréttum mbl.is

RIP

Var mikið á range-inu í dag og hitti marga félaga. Þeir höfðu ýmislegt að segja frá.

Opna Spænska fer fram í Sevilla 1.maí og voru Simon Dyson og Allistair Haig við æfingar á range-inu okkar við undirbúning fyrir mótið. Akkurat þegar ég var í Guadix. dem. Missti af þeim. Félagarnir sögðu að Haig hafði nelgt ásnum um 350 metra yfir allt range-ið og yfir 4.grínið á par 3 vellinum. Högglangur pilturinn.

Önnur fréttin var öllu dramatískari og sorglegri.

Á fimmtudeginum var ég á range-inu og tók eftir því að það voru málarar að vinna við að mála íbúðirnar fyrir aftan okkur. Þeir töluðu óþarflega hátt og voru almennt mjög pirrandi. Þeir voru að tala um Man-Barca leikinn sem hafði farið fram daginn áður. Ég man eftir því að ég óskaði mér að þeir myndu hverfa og hætta að trufla okkur.

Kemur á daginn að á föstudeginum varð slys. Einn málarinn var í krana að mála og var kominn upp undir húsþak, hann gerði einhver mistök og ýtti krananum aðeins of mikið upp á við og klemmdi hausinn á sér á milli veggsins og kranans. Þar sat hann fastur og við það að kafna, Ian, írskur vinur minn, sá þetta og heyrði í vinum málarans hrópandi eitthvað (Ian skilur ekki spænsku). Málarinn byrjaði að gráta og virtist fara í flog eða eitthvað. Það kom sjúkraþyrla og lenti á reinginu og honum var bjargað úr þessari aðstæðu. En greinilega of seint.

Þessi strákur er nú dáinn. Hann lést á sjúkrahúsinu daginn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En óhuggulegt að upplifa svona atburð.....  Það kennir manni að læra að láta ekki umhverfið trufla sig.  Fara í hugleiðslu og útiloka allt.  Ég segi þetta vegna fyrri ummæla sonur sæll

Móðir golfarans (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:01

2 identicon

hroðalegt fæ alveg gæsahúð, maður veit ALREI

Kata (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:26

3 identicon

úbbs ýtti á vitlausan takk, en það sem ég var að segja, við vitum aldrei hvenæar við förum héðan, en það er samt svo fjarlagt manni, ég meina ég er ekkert að fara að deyja og ekki þú eða þið, en hvað vitum við um það. Þess vegna tek ég ofan fyrir þér Siggi minn að láta drauminn rætast og hafa gaman af lífinu, ég er á fullu í að gera það sama, og sé ekki eftir neinu. Ef maður er óánægður með eitthvað... þá áttu að gera eitthvað í því því það gerir það enginn annar fyrir þig. Aðeins þú sjálfur lifir þínu lífi. Og lifðu því þá.Halló.

 kv  Kata

kata (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 153136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband