Leita í fréttum mbl.is

Desert Springs

Eini völlur Evrópu sem er staðsettur í eyðimörk og er algjört möst að heimsækja ef þú ert í þriggja klst radíus og finnst gaman að spila golf.

Ég fann staðinn nokkuð auðveldlega og féll næstum í stafi þegar ég sá brautirnar koma í ljós á milli stórra kaktusa og runna sem fuku hjá eins og í gömlum vestra. Heimkoman að vellinum er kúl.

Það var óbærilegur hiti, ég var nánst einn á vellinum sem var frábært. Ég ákvað að taka bara kerru í stað buggy bíls og sé ekki eftir því. Mér finnst alltaf skemmtilegra að labba velli, maður fær meiri tilfinningu fyrir sál vallarins. Svo langaði mig líka til að labba nýju skónna mína aðeins til.

Eftir fyrsta upphafshöggið var ég strax orðinn sár þyrstur og sveittur sem selur. Á endanum drakk ég 4 lítra af vatni á þessum 4 tímum sem það tók mig að rölta völlinn. Ég hefði getað drukkið meira en þurfti að spara soldið á síðustu 3 brautunum.

Brautirnar voru mjög mjóar og eyðimörk beggja vegna sem gefur kannski í skyn að boltar séu auðfundnir. Fjarri lagi, það borgaði sig að vera á braut því allskonar jurtir og vesen leyndist utan brautar. Spilamennskan var ágæt en ekkert merkileg, upphafshöggin tóku sér frí í dag og sögðust ætla að koma til vinnu á mánudaginn aftur.

Á heildina litið voru þessar 100€ vel þess virði fyrir að spila þennan einstaka völl sem er yfirburðar kúl. Ég ætlaði líka að kíkjá Valle del Este sem sumir íslendingar virðast ekki halda vatni yfir en varð frá að hverfa sökum tímaskorts. Á hann bara inni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband