19.1.2008 | 18:00
Hedgehog
Maður getur ekki annað en komið heim í góðu skapi eftir svona meðferð. Klippingin sem slík er ágæt en greiðslan sem daman sendi mig út á götu með er efni í skáldsögu. Ég stóðst ekki mátið og hreyfði ekki við henni og leyfði dömunni alveg að ráða, kom svo heim og þurfti að rjúka strax uppá bráðamóttöku með Maríu eftir að það leið yfir hana sökum fegurðar eiginmanns hennar.
Að öllu gamni sleppti þá var þetta ágætis lífsreynsla, þetta svokallaða Caracala spa sem er partur af La Cala er mjög flott. Ekki ósvipað andrúmsloft og Laugar spa, sama tónlistin, sama lyktin. Hárgreiðslustofan er á sama stað og Caracala spa og býður góðan þokka af sér. Ég held að ég fari aftur þangað, bara næst ætla ég að afþakka gelið og greiðsluna.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottur ... næst er það svo permó
Perla (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.