Leita í fréttum mbl.is

Samnýting

Við erum að ganga inn í svokallaða ,,cloud" menningu í heiminum á næstu árum.

Það er svo mikið til af fólki, drasli og allskonar dóti í heiminum og pláss er af skornum skammti.

Þess vegna er þessi tilhneyging núna að samnýta hluti.

Þetta byrjaði í tölvum þar sem manni býðst að geyma hluti á internetinu eins og á dropbox.com

Þægilegt, aðgengilegt og gríðarlega sniðugt. Þá geta aðrir notað hlutinn líka. Samnýting.

Svo eru síður að poppa upp þar sem fólk getur skráð hlutina sína, eins og verkfæri og slíkt, og leigt út þegar maður er ekki að nota þá.

Því hlutir eins og borvél og slíkt eru bara í notkun kannski í mesta lagi 3-5% líftímans. Ef maður gæti bara farið á síðu og séð borvél til leigu í næstu götu þá þyrfti maður ekkert að kaupa alla hluti. Samnýting.

Svo er jafnvel farið að tala um samnýtingu bíla. Bíllinn þinn stendur ónotaður 90% tímans og er ekki bara málið að leigja hann út á meðan? Þannig vegur þú upp á móti bensínkostnaði og léttir öðrum lífið í leiðinni.

Það er verið að þróa bíla sem eru í raun bara tölvur með hjólum. Þannig að þegar þú leigir bíl þá bara færðu kóða eða eitthvað slíkt og getur opnað hann og ræst með honum. Þarft aldrei að tala við eigandann.

Sniðugt

Líst vel á þessa þróun

Þetta eru bara dauðir hlutir. Af hverju þykir fólki svona vænt um hlutina sína?

SAMNÝTA ÞÁ PÍPÓL!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 153195

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband