24.6.2011 | 20:59
3.stigamót 1.hringur
1.Par5.Fínt fyrsta högg með ás vinstra megin á í semí. Fínn 19° og skildi eftir 84mtr. 54° með kúlu fyrir neðan fætur fer pínku yfir grín. Flott vipp og pútt. Par
2.Par4.Ás hægra megin. Fínt lendingarsvæði fyrir ás. Skil ekki af hverju menn leggja þarna upp. Blokkaður 54° til vinstri og þ.a.l. of langur. Þurfti að vippa tilbaka en það var pínu of stutt. 3m pútt klikkaði. Skolli
3.Par4.Fullkominn ás pin high vinstra megin. Reyndar var þetta pínu snúið vipp eftir þó stutt væri. Mistókst vippið með áttu sem ég ætlaði að pútta í raun upp. Skildi eftir 3mtr pútt sem klikkaði. Par
4.Par3.159mtr þar sem ég tók sexu. BEM. 2mtr sem ég missti um 2 cm. Par
5.Par4.Fyrsti ásinn af nokkrum sem mistókst. Fade-aði hann í hraun. Náði að skondra honum með pw pínu áfram. 100mtr eftir og 54° málið. Frábært högg en skildi eftir 2 metra sem ekki vildu inn. Skolli
6.Par3.Blokkaði níu til vinstri og næstu út í hraun. Brilliant vipp með 60° nokkra cm frá holu. Par
7.Par5.Annar lélegur ás vinstra megin í hraun. Taldi mig samt geta náð honum áfram með blendingnum. Rangt. Hann skondraðist beint yfir í hraunið hinu megin. Nokkra cm frá víti því hann var í hrauni en ég rétt náði að sveifla kylfu að kúlunni. 144mtr frá og ég tók sjöu. Þurfti að lyfta honum strax upp útaf hrauninu. Tókst. Endaði hálfan meter frá gríni og púttaði um 5mtr pútti í fyrir fugli. Einn skásti fuglinn sem litið hefur dagsins ljós í sumar. Fugl
8.Par4.Aftur lélegur ás en í þetta skiptið fór hann vinstra megin en ekki út í hraun. 115mtr í pinna og blint högg. Var pínu skakkur með níu en pin high og átti erfitt vipp eftir. Ágætlega gert en skildi erfitt pútt eftir. Strákurinn plammaði því í og fyrsta friggin púttið sem dettur veruleiki. Par
9.Par4.Aftur lélegur ás vinstra megin. Nokkra cm frá OB. Var í sanddrasli og tók 3 tré. Tók of mikinn sand og fór bara um 40mtr áfram. 153m í pinna yfir vatnið. Tók sexu en blokkaði hana til vinstri uppí röffið. Brilliant 60° í fallegum boga og skildi bara eftir meter. Erfitt vipp en tókst. Púttið beint í. Skolli
+2 eftir fyrri níu og ég að ná að bjarga mér ágætlega eftir nokkur leiðinleg upphafshögg. Veit ekki alveg hvað var að gerast með ásinn.
10.Par3.194mtr í pinna sem var aftast uppi. Mótvindur. Fade-aði hann hægra megin við stíginn. Glompa á milli mín og pinna. Fullkomið lobb með 60° en samt rúllaði kúlan 9mtr niður grínið. Ég áttaði mig ekki á því að grínin á seinni eru mun hraðari og ég nelgdi púttið 2 mtr yfir. Púttið tilbaka fór aftur um meter yfir og ég klikkaði svo á þriðja púttinu. Tribble.
11.Par4.Var að reyna að vinna í þessum blessaða ás sem ekki var að virka. Púll fade inn á miðja braut! Langt síðan ég hef séð þannig feril. Oftast fer hann til vinstri hjá mér eða beint púsh til hægri. Tók níu þaðan inná mitt grín og átti langt og hallandi pútt eftir. Framkvæmt nánast fullkomlega. Par
12.Par4.Flottur ás og átti bara pínu eftir. Skaut með bushnell kíkinum og fékk 84 mtr. Ég pældi ekkert meira í því en eftir á að hyggja þá var ég pottþétt að skjóta í draslið fyrir aftan. Þetta var mun styttra en 84mtr því ég þaut yfir grínið og uppá næsta teig. Þurfti að lobba aftur inn og tvípúttaði. Skolli.
13.Par4. Flottur ás á miðja braut. Allt að koma með ásnum. Átti 156mtr eftir í mótvindi og tók sexu og ákvað að fade-a hann inn til að vinna á móti hallanum á gríninu. Fínt högg en of stutt. Púttaði samt fínt langt pútt. Rétt missti. Par.
14.Par4.Ásinn fínn en soldið til hægri. Frábært 132mtr högg með pw. Maður lendir bara vel fyrir framan og lætur hann skoppa inn hallann. Rétt missti fuglinn. Par
15.Par5.Fullkominn blendingur í beygjuna vinstra megin. Fullkomið 3 tré sem skildi eftir 84 mtr. Fullkominn 54° sem skildi eftir einn og hálfan metra. Fullkomlega framkvætt pútt en ég mislas brotið. Par
16.Par3.Mótvindur og sexa tekin. Laus og fade-uð. 60° lobb yfir glompu. Skildi eftir 3mtr sem rétt fór ekki í. Skolli.
17.Par4.Fullkominn ás vel vinstra megin. Þar sem best er að vera á þennan pinna. 60° sem skildi eftir 2mtr niðurhalla pútt með beygju. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er sautjánda grínið vissjuslí erfitt þegar það er hratt. Rétt andaði á holuna og hún hitti ekki. 2 mtr framhjá. En náði því pútti rétt í. Par
18.Par4.Dúndur ás sem skildi eftir 132mtr. Tók níu sem fór í steinana vinstra megin og skoppaði beint á húsið. stoppaði samt nokkra cm frá stígnum og því ekki OB. Þvílík heppni. Náði að skondra honum inná grín en um 2-3 mtr frá holu. Klíndi því í. Jei...bara tvö pútt oní á öllum hringnum. Par
+5 á seinni með tribble. Bara nokkuð ágætlega leikinn hringur fyrir utan tíundu.
Hlakka til að fara út á morgun.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.