30.1.2011 | 08:24
Draumur
Mig dreymdi að ég væri aftur kominn í Grunnskóla Blönduósar og þetta var næst síðasti dagur ársins. Góðu fílíngur í loftinu og allir í stuði.
Það var eitt fag sem ég var aldrei búinn að mæta í þar sem Jay Leno kenndi og maður alltaf garanteraður með 10.
Ákvað samt að kíkja svona rétt til að sína lit í tilefni dagsins.
Nei, nei þá hafði þessu verið breytt og einhver rauðhærð lessa að kenna nýtt fag. Þetta fag var Vistfræði! Hún hafði sérstaka ánægju að sjá mig engjast um þar sem hún fór yfir efni vetrarins á hundavaði og ég skildi ekkert í neinu.
Eitt af efninu var eitthvað í sambandi við lofthraða. Maður er að keyra og þá er lofthraðinn eitthvað ákveðið miðað við hraða bílsins og vindáttar. Svo keyrir maður framhjá fossi og þá breytist allt sökum flæðis á loftinu yfir fossinum og slíkt. Reiknið út vindinn á mismunandi stöðum!
Hvaða fokkt öpp operation var þetta!
Var þegar farinn að pæla í upptökuprófunum. Var ánægður þegar ég vaknaði og fattaði að þetta var bara draumur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.