30.12.2010 | 13:01
Jónsi í gær
Fórum á Jónsa í gær. Þvílíkt góðir tónleikar.
,,Brassgat í bala" hitaði upp og mér hefur ekki leiðst eins mikið og þegar Ghostdigital hitaði upp fyrir Pixies. Ótrúlega óspennandi stöff.
Jónsi byrjaði svo sirka 21:10 og við búin að bíða í 70 mín eftir honum. Fólk var farið að klappa og blístra til að fá hann á svið. En það gerði það bara þeim mun betra þegar hann loksins steig á svið.
Þetta var sem töfrum líkast.
Eftir þrjú lög var ég búinn að klökkna einu sinni plús HEILT LAG. Þegar hann tók ,,Kolniður" átti ég erfitt með mig, svo áhrifaríkt var það fyrir mig.
Svo komu hress lög og það var unun að fylgjast með finnska trommaranum. Hann var ótrúlega flottur.
Ég óskaði þess svo heitt að Sebas væri hjá mér þegar hann tók drekalagið (Sticks and stones). Eitt af uppáhaldslögum pungsins og hann hefði apeshittað.
Lokalagið var svo rosalegt að ég átti erfitt með að hemja mig. Gæjinn við hliðiná mér hélt örugglega að ég væri spasstískur. Ég var búinn að vera rugga með og berja taktinn alla tónleikana en þegar lokalagið kom missti ég mig.
Epic endir á Epic tónleikum.
Einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Allavega besta lokalagið. By far.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 11
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 153532
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.