Leita í fréttum mbl.is

Bíórýni

Horfðum talsvert á arineldinn(sjónvarpið) yfir jólin. Miðað við venjulega allavega. Sáum nokkrar myndir.

Curious case of Benjamin Button:
Frábær mynd. Reyndar búinn að sjá hana áður en ég og Beta grenjuðum samt sitthvorumegin í sófanum. Þessi fær hæstu einkun frá mér. 5 af 5.

Fanboyz:
Ágæt roadtrip mynd þar sem feiti leikarinn heldur myndinni uppi. Eins og svo oft áður. Brainless afþreying sem fær 3 af 5.

Aviator:
Hef séð hana tvisvar áður en lagði samt á mig að vaka til 3:30 eina nóttina og klára þetta kvikindi. Hún er helvíti góð. ,,The way of the future". Hún fær 4,5 af 5.

Cloudy with a chance of meatballs:
Frábær mynd sem Beta, ég og Sebas höfðum mjög gaman af. Mjög kvik og hnyttin. Og þegar þú skartar Mr. T í einu hlutverkinu þá veistu að þú getur ekki gert neitt rangt. 4,7 af 5.

Le Petit Nicolas:
Ágæt mynd. Aðeins of barnaleg fyrir mig en fullkomin fyrir Betu. DJÓK! Það var allavega ég sem ráfaði um íbúðina á meðan Beta sat og horfði. Mynd sem ég nennti ekki alveg að horfa á alla. 3 af 5.

Raggi Bjarna með hangandi hendi:
Mjög skemmtileg innsýn inn í hans líf og þennan gamla tíma. Beta sá einhverja sem hún þekkti í myndinni, enda mun eldri en ég. DJÓK! Shitt, ég verð lamin þegar hún kemur heim á eftir. 4 af 5.

Þáttur um Pál Óskar:
Ég ber svo mikla virðingu fyrir þessum performer. Hann er alltaf jákvæður og hress. Enda by definition...gay. Hann er natural....og gordjöss náttúrulega. 4 af 5.

Up in the air:
Jorge Clooney er góður í þessari fínu mynd. Ágæt tilbreyting frá öðru stöffi. Mæli með henni. 3,9 af 5.

Man ekki eftir fleiri myndum, en í download möppunni eru enn ,,The informant" með Matt Damon ,,The Rocker" með Office gæjanum og ,,Megamind" myndin sem er í bíó. Jólin eru enn ung. Aldrei að vita nema ég skelli mér ekki í Íslenska drauminn líka. Kominn tími á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

betz (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband