Leita í fréttum mbl.is

Vinur

Árið 1924 fékk prófessor í landbúnaðarfræði í Tokyo sér hund sem gæludýr. Hundinn skírði hann Hachikó.

Milli þeirra skapaðist samstundis mikill vinskapur og urðu þeir óaðskiljanlegir.

Þeir voru alltaf með sömu rútínuna, Hachikó fylgdi eiganda sínum út um dyrnar á morgnanna þegar prófessorinn fór til vinnu. Svo var hann mættur í lok dags á brautarpallinn þar sem prófessorinn snéri til baka úr vinnunni.

Þetta gekk svona fram til maí 1925 þegar einn dag að prófessorinn lét ekki sjá sig á brautarpallinum.

Hann hafði hnigið niður og dáið úr heilablóðfalli í háskólanum og snéri því aldrei aftur til vinar síns sem beið og beið.

Eftir andlát prófessorsins fékk Hachikó nýjan eiganda og nýtt umhverfi. Það stoppaði hann samt ekki í því að bíða eftir vini sínum því á hverjum degi flúði Hachikó á brautarpallinn en sneri því miður alltaf tómhentur aftur heim.

Fólk hafði vanist komu prófessorsins og hundsins á lestarstöðina og tók því eftir því þegar Hachikó hélt áfram að koma á brautarpallinn í von um að eigandi sinn myndi láta sjá sig.

Þetta gerði hann á hverjum degi samfleytt næstu níu árin!!!

Hachikó var af Akita tegund sem á þessum tíma var orðin mjög sjaldgæf í heiminum.

Svo vildi til að sérfræðingur í þessari hundategund sá Hachikó þarna á brautarpallinum eitt árið, bíðandi eftir eiganda sínum, og elti hann í lok dags til síns nýja eiganda.

Þar fékk hann að heyra sögu Hachikó.

Þessi sérfræðingur var svo heillaður af þessari tryggð að hann birti greinar um hann í blöðum í Tókyo. Hundurinn varð frægur og fólk byrjaði að heimsækja hann á brautarpallinn.

Tryggð Hachikó við eiganda sinn hafði víðtæk áhrif á japönsku þjóðina og í kjölfarið óx vegur Akita tegundarinnar.

Það voru gerðar myndir um hann, þættir, bækur og útvarpsþættir. Jafnvel tölvuleikir!

Árið 1934 var stytta reist á brautarpallinum, hundinum til heiðurs.

Hachikó sjálfan má svo sjá enn þann dag í dag, bíðandi eftir eiganda sínum, uppstoppaðan í tíma og rúmi, á safni í Tókyo því hann lést árið 1935.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 153179

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband