31.7.2010 | 17:43
ílla talsettar myndir
Við fórum í bústað sem var frábært. Fundum stein nálægt ánni sem leit út eins og Elvis. Snérum honum á hvolf þá leit hann út eins og Jay Leno. Powerful stöff.
Grilluðum hamborgara með nýju fabrikku sósunni frá Jóa og Simma. Fundum engan mun. Sáum svo að þetta var bara sósa frá Eika Feita ekki hamborgarafabrikkunni. Beta fékk þá instantlí mínus 11 þúsund rokkstig fyrir að hafa gripið ranga sósu úr hillunni.
Pungurinn horfði soldið á Shrek og Cars. Alveg merkilegt hve þessar myndir eru ílla talsettar á íslensku. Ótrúlega ófyndið og vandræðalega samansettar setningar.
Eitthvað svo óeðlilegur talsmáti. Skil þetta ekki. Ég myndi rúla yfir þessum markaði ef ég fengi að talsetja svona mynd. Ekkert kjaftæði heldur bara venjuleg íslenska (með smá dashi af sérvisku íslandsmeistarans að sjálfsögðu).
Í kjölfarið á þessari umræðu við Betu þá ákvað ég að taka einn dag í að tala eins og ílla talsett teiknimynd. Það gekk ágætlega. maður þarf samt soldið að leggja sig fram.
Þetta er kannski ágætis hugmynd að góðum og áhugaverðum kúrs í menntaskóla!
Listin að tala eins og ílla talsett teiknimynd 101
Kennari: Sigursteinn Íslandsmeistari Rúnarsson, a.k.a. "strákurinn"
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 153450
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...hmm gleymir að taka fram að ég vann rokkstigin aftur og vel það með því að vita hvaða hljómborðsleikari spilaði á einni Maus plötunni
betz (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 20:40
jiii þið eruð með nákvæmlega sama húmorinn þið tvö!!! Sjaldfundnir hvítir mávar (talandi um lélega íslensku...)
;)
Erla
Erla Sigurdarðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.