Leita í fréttum mbl.is

1.stigamótið gert upp

Fyrsta stigamótið búið og ég lenti í 38.sæti. Sem eru vonbrigði. Fyrri hringurinn var fínn þar sem ég spilaði stabílt golf. Engin vandræði en samt engin móment of brilliance. Þetta flæddi bara ágætlega og mér leið vel.

Á seinni deginum leið mér bara vel fyrir hringinn og reiðubúinn að slátra vellinum. Leið mjög svipað en allt var öðruvísi einhvern vegin. Ég reyndi að hugsa um sömu hlutina, ekkert gekk. Ég reyndi að fara í sama mómentið og fyrri daginn, ekkert gekk. Ég reyndi þá að hugsa um ekki neitt og bara slá kúluna, ekkert gekk.

Skil ekki af hverju þessi hringur spilaðist svona öðruvísi.

Ég rýndi í tölfræðina og hún segir mér að ég notaði þrem púttum meira seinni deginum. Fékk tvö víti á seinni deginum versus ekkert á fyrri. Var með 50% up&down á fyrri deginum en 16% up&down á seinni. Var með 100% sand save, eða 2 af 2 á fyrri deginum en 0 af einu á seinni.

En af hverju?

Ásinn var jafn góður, járnin aðeins síðri, púttin svipuð en vippin miklu verri.

Góður dagur og slæmur dagur. Svona er lífið. Ég held bara áfram að æfa og næsta mót er á heimavelli um þar næstu helgi. Leiknar verða 36 holur fyrri daginn en 18 seinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband