21.5.2010 | 15:09
+5 í dag
Spilaði 18 á gkg í morgun sem er ekki frásögu færandi nema hvað.....
Ég spilaði einn en ekki leið á löngu þar til ég náði holli með fjórum rosknum karlmönnum. Þeir buðu mér að taka frammúr á sjöttu en þeir höfðu þegar slegið upphafshöggið.
Ég sló mitt vinstra megin út í röff. Þeir sögðust bara ætla að spila með mér þessa braut og svo fengi ég að spítast áfram.
Þeir slógu nokkur högg áður en kom að mér. Ég átti 150mtr eftir í pinna og þurfti að fara yfir vinstri grínbönkerinn. Yfir hann voru 147mtr þannig að þetta var helvíti erfitt högg. Að láta hann stoppa á þessu gríni er ekkert spes.
147 er fínt fyrir sjöuna þannig að ég tók sexuna og miðaði vinstra megin og feidaði hann inn til að lyfta honum betur upp þannig að hann myndi stöðvast fyrr.
Fullkomið högg og sennilega högg sumarsins því kúlan stoppaði handarbakslengd frá holunni. Friggin osom.
Gömlu köllunum fannst nú ekki mikið til koma og enginn sagði neitt. Ekki fyrr en við komum aðeins nær og við sáum boltann betur. Þá sagði einhver ,,hver á kúluna upp við pinnann?", ,,ég" sagði ég, sigri hrósandi og bíðandi eftir heillaóskum og slíku. Ekkert meira var sagt. Og gæjinn meira að segja nánast fúll að þetta hafi ekki verið kúlan hans.
Svo sló einhver af þeim högg frá sirka 80mtr og fokkin fór ofan í holuna! Örugglega sjötta höggið hans eða eitthvað álíka, en samt. Enn heyrðist ekkert frá hinum köllunum. Ég bara ,,whuuuuuut!!!" Ætlar enginn að segja neitt, hugsaði ég.
Loks þegar við gengum inn á grínið þá segir einn gamall við mig rétt í þann mund sem hinn gamli pikkar upp kúluna sína ,,þessi er á níræðisaldri". Og horfði sposkur á mig.
Þessir gömlu hafa klárlega séð flest yfir ævina. Þeir voru ekkert að kippa sér upp við svona spilamennsku. Núna skil ég líka af hverju enginn fagnaði mínu höggi. það fór ekki einu sinni ofan í holuna.
Svo tók ég frammúr þeim og spilaði meirihlutann af hringnum með tveim gæjum sem höfðu byrjað í golfi fyrir tæpu ári. Sæll, annar þeirra var álíka högglangur og ég!!! reyndar hann frá gulum og ég hvítum, en samt. Ég bara trúði ekki hversu sveiflan hans var góð miðað þennan stutta tíma sem hann hafði spilað. Ótrúlegt.
Þar sem ég stóð upp á sextánda teignum hvíta þá labbaði holl frammhjá mér spilandi þrettándu brautina. Ég var aðeins að draga andann eftir þetta mikla labb upp á teiginn og heilsaði fólkinu. Þá skyndilega óskaði einn maðurinn mér innilega til hamingju með sigurinn á mótinu úti á Spáni!
,,whuuuuuut" hugsaði ég en þakkaði kærlega fyrir. Var hann að ruglast á mér og öðrum eða. Nei, nei, hann var að meina mótið sem ég vann í La Cala árið 2008. Þegar ég varð klúbbmeistari.
Þessi gæji er klárlega snillingur og fór instantlí í góðu bókina hjá mér. Mun kannski jafnvel senda honum jólagjöf. Veit bara ekki hvað hann heitir.
Svo fylgdist allt hollið með mér slá upphafshöggið. Engin pressa. Vildu bara sjá klúbbmeistarann slá fullkomið teighögg. Engin pressa. Til allrar hamingju þá stóðst ég væntingar því ég smurði kúluna eftir miðri brautinni, eitt það besta í dag. Og fékk að launum heillaóskir með höggið og ég labbaði með bros á vör niður brekkuna og hugsaði með mér ,,djöfull er þessi hringur orðinn eitthvað súrrealískur".
Viðburðaríkur hringur þar sem ég lék á forgjöfinni með 31 pútt, 7/12 brautir og 11 hitt grín. Ekkert spes tölfræði og þessi hringur var hálfgert skrambúl. En skemmtilegur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.