27.4.2010 | 16:29
Hola í höggi? Næstum því.
Fór til Þorlákshafnar í morgun og spilaði 18 holur. Það var frekar mikill vindur en sæmilegur hiti. Mjög mikið stuð. Ég endaði á +10 þar sem ég fæ 4 högg plús 3 í uppskölun sökum aðstæðna. Þrem höggum of mikið í dag og það skrifast alfarið á pútterinn sem kostaði mig um 4 högg.
Mér finnst eins og ég hafi verið í bloddí mótvind í allan dag. Mjög erfið yfirferð í dag á þessum velli. Ég var móður og másandi í þessum vindi. Svipað og að spila golf hlaupandi.
Svo hef ég aldrei verið jafn nálægt því að fara holu í höggi. Það var á þriðju braut þar sem ég átti 165mtr í meðvindi í pinna. Ég tók fallega áttu sem var algjör pinseeker. Ég sá holuna ekki alveg þó ég sæi um 95% af stönginni. Kúlan flaug í holuna og skoppaði beint upp í loftið og hvarf svo.
Ég fékk öran hjartslátt. Labbaði af stað og ekki fyrr en eftir um 20 mtr labb þá kom kúlan í ljós nokkrum cm frá holunni. Hún hafði þá hoppað upp úr holunni.
Ég var mjög svekktur. Ég fann ekkert boltafar þannig að helvítið hefur farið bara beint í holuna. hún fór ekki í stöngina því hún hreyfðist frekar lítið. Pínu þó.
Allavega. Þetta var rush.
Slátturinn var mjög góður. Vippin öll að koma en púttin pínku off í dag. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er alltaf eitthvað sem ekki er fullkomið. Ef það væri ekki þá væri ég að fara fullkomna hringi tvist og bast, sem er ekki normið. Það er alltaf eitthvað segi ég og skrifa. Bara spurning um að lámarka skaðann sem þetta eitthvað gerir.
Ég lagði áherslu á að detta ekki aftur niður í einbeitingarleysi eins og um daginn. Því slakaði ég þrem Euroshopper orkudrykkjum í fésið á mér ásamt þrem corny orkubörum á hringnum. Þokkalega hyper. Það kom mér í gegnum hringinn en að sjálfsögðu ekki besti kosturinn á golfvellinum. Nennti bara ekki að smyrja mér drasl og eitthvað.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.