Leita í fréttum mbl.is

Börn með byssur sem drepa

Það viðbjóðslegasta sem ég sé eru lítil börn að leika sér úti með M16 byssur, haglara eða önnur skotvopn. Ég bara skil ekki hvaða heilvita maður sé bara sáttur við að leyfa barninu sínu að leika sér með byssur.

Ertu ekki að kidda mig! byssur eru til þess að drepa! Ég nenni ekki að leyfa barninu mínu að ganga um með eitthvað sem ætlað er til morðs. Kommón. Mér finnst það bara sick. Það sama á við um sverð, hnífa og bara allt sem er framleitt til að meiða eða drepa.

Ég á í stökustu vandræðum með þetta núna þar sem það er allt morandi af svona greyjum með M16 hríðskotara. Sebas finnst þetta náttla smá spennandi sem er eðlilegt þar sem allir stóru strákarnir leika sér með þetta. Hann er samt á því núna að þetta er ekkert sniðugt. En er samt spenntur.

Veit ekki alveg hvað skal gera. Maður verður að dansa línuna með þetta. Maður verður að passa sig að fara ekki alveg í baklás því þá verður þetta bara meira og meira spennandi.

Ég reyni bara að ýja að því að þetta sé ekkert sniðugt. Leika sér frekar með bíla eða eitthvað annað stöff.

Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru extreme skoðanir en ef maður pælir aðeins í þessu þá er allt annað bara rugl.

Þetta hefur náttla verið svona í gegnum tíðina og er bara normið. Ég veit það, en hver segir að þetta sé málið. Er það bara þannig útaf því að þetta hefur alltaf verið svona. Fusk dat.

Þetta verður svipað og með nammið. Maður reynir bara að ota þessu ekkert að honum og passa sig að halda þessu þá bara í lágmarki ef hann dettur inn í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÆL

-R

Ragnar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 14:01

2 identicon

Algjörlega sammála þér Siggi minn! Þetta er ótrúlega sjúkt að láta börnin sín leika sér með morðvopn. Finnst reyndar líka fáránlegt að klæða börnin sín í föt í kamóflas (kann ekki að skrifa á útlensku;ég veit ég var á málabraut...) en mér finnst reyndar mjög margt asnalegt sem fólk gerir

Anna Þorbjörg (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 19:26

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

já, hlýtur eiginlega að vera að flestir séu okkur sammála ef það myndi aðeins pæla í þessu.

Fólk nennir örugglega bara ekkert að taka á þessu.

Allavega, gaman að fá smá stuðnings komment :)

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 29.4.2010 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband