Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

1. hringur búinn

1. hringur búinn hjá Birgi Leif og niðurstaðan +1 sem er stórfínt miðað við að þeir sem fóru seinna út fengu mun meiri vind.

Á morgun á hann teig ca 9:30 og vonandi fær hann að njóta þess að byrja snemma.

Ég ætla að reyna að vakna 7 og vera mættur kl 8 til að sjá stjörnuhollið Olazábal/Jimenez/Kaymer og kíki svo á Birgi.


FartTækni

Tækni sem sýnir hvernig eigi að forðast sitt eigið fart (eða dreifa því sem mest). You decide.

Ég get ekki sagt að ég mæli með þessari tækni. En þetta er áhugavert fyrir þann sem þarf að sleppa einu og komast upp með það. Í lok myndbandsins sést hvernig þetta væri gert í daglegu lífi, mjög fyndið.

Smellið á neðangreindan link til að hlaða myndbandið.

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=5806

 


Það sem er þó virkilega fyndið er eftirfarandi:

Jæja, nú er mótið langþráða byrjað af krafti og ég er hér að skrifa færslu á blogginu. Einmitt. Ég er sæmilega slappur og ætla jafnvel að fórna þessum degi til að geta farið hina þrjá með sæmilega líðan. Sargasti durgur frá BíííííííííííííííííííííííííP.

Við fórum í gær til að hitta bigga útaf miðanum góða. Við biðum í anderi ónefnds hótels og sáum gæjann koma skokkandi til okkar ásamt honum stefáni má sem er með þeim hjónum í ferðalaginu. Hann Stefán býr hjá þeim í Lux í kjallaranum og er einnig að reyna fyrir sér í atvinnumennsku í golfi.

Ég reyndi að anda sem minnst á meðan við töluðum við þá félaga í ótta við að smita þá af kvefi. Segi svona.

En allavegana þá er ég núna með passa á alla 4 dagana


Fyndið

Humorous Pictures
see more crazy cat pics

Símtal

Lagði mig áðan til að reyna að láta þetta líða úr mér. Var steinsofandi og örugglega hrjótandi þegar síminn hringdi. Ég starði á símann og blótaði hverjum þeim sem dirfðist að vekja kallinn á slíkum tímapunkti.

hmmm....þetta númer sem ég sá kannaðist ég engan vegin við. Erlent númer með landsnúmer 35.

Haldiði ekki að sjálfur Biggi Leifur hafi verið á hinum enda línunnar. Hann hafði náð að redda mér miða inná Aloha svæðið á morgun og er ég mjög spenntur fyrir því.

Ætlum að hitta hann þar sem hann og fjölskylda halda til yfir mótsdagana til að nálgast miðann. Þetta er ca. í 40 mín fjarlægð frá okkur en nákvæma staðsetningu get ég ekki gefið upp hér af öryggisástæðum. Segi svona. Hann er nú einu sinni frægur golfari á Evrópska túrnum er það ekki....Tounge

ps. ég bara ætla rétt að vona að ég smiti hann ekki af þessu kvefi....úps Pinch


Nýjar myndir fyrir Kötu

sirka milljón nýjar myndir í myndir 8 albúminu


Svalur

SvalurDjöfull verð ég að fá mér svona. eeeeeh,,,kannski salta það aðeins.

Einn að sauma

Þegar ég vaknaði í morgun þá fann ég stingandi verk í hálsinum og var með hausverk.....týpískt,,,,er mjög spenntur fyrir mótinu á morgun og ég er að verða veikur.....sargasti durgur.

Þannig að ég ákvað að vera heima í dag og taka engar áhættur. Þrátt fyrir hugsanleg veikindi á morgun mun ég samt fara á mótið.

ps. myndir eru á leiðinni


Aloha

Þeir golfarar sem ég ætla að reyna að fylgjast vel með í þessu móti eru m.a. Lee Westwood, Darren Clarke, Thomas Björn, José María Olazábal, Miguel Ángel Jimenez, Ignacio Garrido, Johan Edfors, Martin Kaymer (besti þjóðverjinn á PGA og Evrópska túrnum)  og svo Rory Mcilroy (efnilegasti kylfingur heims).

Svo eru þarna spænskar hetjur eins og Manuel Quiros, Carl Suneson, José Manuel Lara, Pedro Linhart og Santiago Luna

Ekki má heldur gleyma frönsku hetjunni Jean Van der Velde sem einnig er á meðal keppenda.

ps. auðvitað verður maður líka með Birgi Leif í sigtinu alla dagana sem hann verður þarna.


seim ól seim ól

Annar dagur kominn í hús.

Ekkert að frétta fyrir utan að mótið á Evrópska túrnum byrjar á fimmtudaginn. Biggi segist fá að vita á morgun hvort hann fái auka miða fyrir mig. Bíð spenntur eftir því, gaman að vera í boði the B-man. Ef hann reddar ekki þá eru miklar líkur á því að Gabriel reddi miðum þar sem kærastan hans vinnur á fasteignasölu/leigu þar sem margir af þessum spilurum leigja sér hús fyrir mótið og skilja oftast eftir nokkra miða í þakklætisskyni.

Svo er líka einfaldlega hægt að kaupa sig inn á mótið eins og almúgurinn ef ekkert gengur upp. En þar sem ég er svalari en flestir þá læt ég ekki bjóða mér slíka vitleysu.

Var á rangeinu í morgun og þar sem ég stóð þar lifandi hélt ég að eitt stykki Kári Tryggvason væri mættur til að heilsa uppá mig. Gæji sem var nauðalíkur Kára. En svo sá ég sveifluna hans og hugsaði, nei, þetta er ekki Kári, ehem Tounge.....ekki það að Kári sé ekki brilliant spilari, það er bara að þessi gæji var með hámark 0 í forgjöf. Ég tók spjall við gæjann og kemur á daginn að hann er með 3 í forgjöf, heitir Andrew og er frá UK. Mjög hress og líflegur karakter ekki ólíkur honum Kára vini mínum.

óvör n át


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 153726

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband