Færsluflokkur: Bloggar
16.5.2008 | 18:15
Hippster og kúlster



![]() |
Hipp og kúl vorlína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 15:07
Links
Fór æfingarhring í dag á Alcaidesa. Spilaði á +3 en var að prófa allskonar hluti. Stundum tók maður auka högg til að tékka hvernig spilast frá mism. stöðum. Það var gaman að undirbúa mótið svona. Ég var með mína nótnabók og var síhripandi niður allskonar punkta. Fyrst tékkaði maður á teighögginu og hvernir maður vill nálgast það. Svo var brautin skoðuð og heppilegustu staðirnir fundnir. Svo teiknaði ég ávallt grínið og landslagið á því.
Ég spilaði fyrst með gömlum hjónakornum frá Hollandi sem töluðu nánast enga ensku. Þau vildu endilega að ég færi á undan þeim en ég náði að koma þeim í skilning um að þeirra hæga spilamennska myndi eiginlega henta mér vel betur. Fyrir aftan okkur var strákur og pabbi hans. Þeir voru einnig að undirbúa mótið um helgina og ég kvaddi gömlu hjónin og spilaði með feðgunum frá 10. holu. Þannig kom betra tempó á þessi tvö holl og þau Hollensku öruglega fegin að vera laus við mig. Þau voru svo nervus því þau spiluðu ekki vel og tóku alltaf andköf þegar ég sló. Svo stóðu þau alltaf bæði beint fyrir aftan höggin mín í ca. 5 metra fjarlægð til að fylgjast með. Þau voru alltaf í sjónlínu og á hreyfingu. Ég sagði ekkert, því þetta var ágætt tækifæri til að æfa einbeitinguna.
Þessi völlur er hannaður af Peter Allis og þarna er alltaf rok. Hann er við hafið og verður fróðlegt að sjá spánverjana berjast við rokið. Vonandi kemur rigning líka þannig að the iceman hafi betri möguleika.
Fer út kl 10 á morgun og viti menn. Ég er í sama holli og Gabriel vinur minn. Sem er miður því ég vildi í raun spila með ókunnugum til að hafa þetta sem minnst líkt æfingarhring. En það er svo sem allt í lagi, ég verð bara einbeittur á minn leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 13:32
Músikk
Vek athygli á þrem nýjum lögum í spilaranum hér til hægri.
Einn rokkari frá Zwan. Þetta er 6 mínútna endir á lagi sem er 14 mín langt í heild og er sennilega besti endir á lagi ever.
Tvö ágætis lög með Mates of State.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 12:15
2
Fór 18 á Ameríku kl 8.30 í morgun. Var fyrstur og einn þannig að hringurinn tók mig bara 2 tíma og 20 mínútur sem er vel. Ég nýtti tækifærið og spilaði frá hvítum og fór á +4.
Spilaði mjög vel en fékk tvo tvöfalda skolla á par 3 brautum sem eyðilagði skorið. Allt hitt var samt flott og þess má geta að ég hitti allar brautirnar. 100% hittar brautir og 61,11% grín í réttum höggafjölda. Var með 32 pútt sem er ekkert spes en ásættanlegt miðað við fjölda hittra grína.
Ég fór svona snemma út því við ætlum núna að fara til Marbella að ná í jakkafötin mín sem ættu núna að vera tilbúin og renna til Málaga að ná í brúðkaupsgjöfina. Morgundagurinn fer svo í að taka æfingarhring á Alcaidesa golf sem er í klukkutíma fjarlægð og æfa þar allan daginn fyrir mótið um helgina.
Laugard. og sunnud. eru svo mótsdagar þar sem leikið er 2X18 yfir helgina. Þetta er stigamót hérna á Spáni með þátttakendum sem eru með 4-5 í fgj og neðar. Þannig að maður er soldill underdog á þessu móti en verður brilliant reynsla. Þetta verður fyrsta mótið mitt með nýja spænska forgjöf og verður spennandi að sjá hvort ég hækka eða lækka.
Alcaidesa er links völlur við sjóinn rétt hjá Gibraltar. Maður sér klettin þaðan og yfir til Afríku. Það verður pottþétt vindur að hætti alvöru links valla og reyni ég að undirbúa mig fyrir það.
að lokum....bendi fólki að tékká hljómsveitinni Mates of state. Alvöru tónlist fyrir gáfað fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2008 | 18:10
Parador
Spilaði el Parador með Gabriel og Felix forstjóra San Miguel. Spilaði vel en hitti aðeins 3 brautir. Allt annað var í lagi og er ég frekar sáttur við hringinn. Gaman að sjá hve La Cala eru erfiðir vellir miðað við svona venjulegan flatan völl.
Ég og Felix fórum svo á strandarbar þarna við hliðiná og bauð hann uppá bjór (hvað annað) og tapas.
Þegar ég var að koma núna frá púttgríninu var ég stoppaður af la guardia civil (alríkislögreglan). Þessir gæjar er svo scary...Ég var á aðrein sem lá inná aðalveginn og skyndilega keyra þeir í veg fyrir bílinn. Einn gæjinn kemur að bílnum í skotheldu vesti með sólgleraugu og almennt lean mean tough cop machine attitude. Hann spyr hvort ég búi á svæðinu sem ég jánka hræðslulega með sveitt ennið. Löggan skannar bílinn með röntgenaugum í nokkrar sekúndur og segir mér svo að halda áfram ferð minni. Löggubíllinn hörfar og ég dríf mig heim.
Það gott að vita að þessir kallar séu duglegir að vinna sína vinnu. Það veitir manni öryggiskennd. Greinilega eitthvað atvik komið uppá þarna í þessu hverfi og sökudólgs var leitað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 21:44
Ruarsson
Að sjálfsögðu gat þetta ekki gengið snuðrulaust fyrir sig.
Ég er sem sagt kominn með forgjöf á spáni en viti menn, viti menn. Ég er ekki lengur sonur Rúnars, heldur sonur Ruars.
Ég er skráður Ruarsson, Sigursteinn hjá spænska golfsambandinu. veiiiii
Ætli þú verðir ekki að breyta nafninu þínu pabbi í Rúar. Það er sennilega auðveldara heldur en að fá þessu breytt úr þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2008 | 21:37
Dagur
Í dag gerðist fátt markvert. Fór á reingið og tók svo 18 á Ameríku á tveim og hálfum tímum. Spilaði svona lala, fann aftur sveifluna en vippin og púttin úti að aka. 35 pútt er slæmt fyrir líkama og sál.
Fór svo 9 í viðbót á Asía.
Skellti mér í klippingu sem kom ágætlega út. María kom með Sebastian að sækja mig og fékk litli þar sína fyrstu alvöru klippingu. Við minntumst aðeins á það að við værum á leið í giftingu og konunni fannst tilvalið að snyrta kútinn aðeins. Gratis auðvitað því þetta voru nú ekki mörg hár.
Á morgun spila ég með herra san miguel og gabriel á El Parador. Spennandi.
ps. er loks kominn með spænska forgjöf. húrra fyrir mér. Fyrsta mótið með nýju fgj. verður á laugardaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 08:01
Myndablogg
Hef búið til nýtt aukablogg þar sem myndirnar verða opnar þeim sem lykilorðið hafa. Mun meila á fólk sem ég þekki lykilorðinu, þeir sem ekki fá, annað hvort vantar mig meilið ykkar eða veit ekki af ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 18:46
rigganigg
Við kvöddum gesti okkar í morgun og ég fór uppá reinge og svo að spila. Á tíundu braut kom hellidemba sem batt endi á spilamennskuna svo um munaði. Ég setti buggýinn í botn og brunaði í næstu jarðgöng til að fá smá skjól. Á skömmum tíma renn-blotnaði ég inn að beini. Fór því bara heim og fjölskyldan skutlaðist til Fuengirola í leiðangur. Fengum okkur ís og skoðuðum klukkur til að gefa í brúðkaupsgjöf.
Erum núna í chillinu.
Sebastian er farinn að labba eins og álfur út um allt. Hann er svo stoltur að geta labbað upp þrepin tvö í stofunni. Hann tekur kubbavörubílinn sinn með sér hvert sem hann fer og oftar en ekki má finna hann tímunum saman við vinnu að hýfa bílinn upp þrepin og svo niður aftur. Skítadjobb, en einhver apperantly verður að gera það. Það verður fróðlegt að sjá hann með afa sínum á Íslandi, þar verður örugglega nóg af vinnu að hafa fyrir svona lítin álf.
Á morgun fer ég í klippingu. Það verður gaman að sjá hvernig hún afgreiðir hárið á mér í þetta sinn. Ég ætla svo að ná einum tíma í lok júlí hjá Grjóna og láta hann laga það sem laga þarf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar