Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2008 | 19:17
Nýjar myndir
nokkrar nýjar myndir komnar inn.
Mín síðasta blogg færsla á Spáni í 2 mánuði þar sem ég flýg á morgun til Íslands. Mun að sjálfsögðu halda áfram við færslurnar á Íslandi.
Það eru allir frekar sorgmæddir hér, það verður mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá uppáhalds fólkinu mínum í þessu lífi. Þau koma reyndar til Íslands þann 26 júní, þannig að við erum að tala um 21 dag. Við höfum þó alltaf Skype-ið. (biðst fyrirfram afsökunar á því ef færslurnar byrja að verða væmnari og væmnari eftir því sem ég er lengur í burtu frá mínum heittelskuðu)
Ég á æfingarhring á föstudaginn kl 14. Svo hefur verið raðað í holl á laugardaginn og ég fer út kl 14:30. Skorið verður sennilega uppfært á þriggja holu fresti og ég hvet fólk til að fylgjast með á golf.is.
Farið inná golf.is, svo er farið í mótaskrá og fundið mótið sem heitir Kaupþings mótaröðin (2) þann 07.06.08, smellt á núverandi staða og mitt nafn fundið. Svo er bara að refressha(F5)
Fyrstu tölur hjá mér ættu að detta í hús kl ca 15:10
Yfir og út
Eilíft stríð og hvergi friður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 19:25
Maurar
Fór í kennslu í dag og er kominn í nokkurs konar gír aftur.
Ótrúlegt hvað hendurnar á mér ætla ekki að láta sér segjast. Ég hélt að það væri kominn skilningur á milli mín og puttana um að vera vel siggi grónir og ekkert til trafala. 2 vikur án golfs og sagan endurtekur sig þar sem ég er strax kominn inn að kjöti eftir aðeins tvo daga af golfi. bara rugl.
Heyrðu, það eru til svona litlir maurar, svo hef ég séð aðeins stærri maura og svo risastóra maura. Þar með hélt ég að ég væri útlærður um maurategundir hérna á svölunum hjá mér. Nei, nei, þar eru komnir maurar MEÐ VÆNGI, ég segi það satt. Ótrúlegt.
Morgundagurinn fer í reinsið og smá pútt. Ætla ekkert að spila til að hvíla puttana. Næsti hringur verður æfingahringur í Leirunni á Íslandi.
Fór aftur Evrópu frá hvítum í, ótrúlegt en satt, LOGNI. Sullandi hiti og ég bara með 1,5 lítra af vatni, ég var uppskrælnaður þegar ég kom heim. Fór hringinn á +6 þar sem ég fékk einn tvöfaldann skolla og einn þrefaldan. Þetta voru tvö léleg upphafshögg (með ás og 7 járn) sem fóru í víti, þessi högg kostuðu mig sem sagt 5 högg en restin af hringnum var bara ágæt sigling.
85% hittar brautir, 66,7% hitt grín, 33 ömurleg pútt og 36 punktur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 10:57
Dómur nr. 2 er hér
Þetta er snilldar skífa hjá þeim strákunum. Sigur fyrir tónlistarheiminn. Heimurinn verður ekki eins eftir þetta. Eftir 100 ár verður talað um ,, fyrir Með suð...." og ,, eftir Með suð....", alveg eins og eftir og fyrir krist. Svona í alvöru talað þá er fyrsta lagið ágætt, minnir soldið á Led Zeppelin.
þess má geta að ég hef ekki heyrt plötuna en er samt alveg viss um að þetta er rétt.
![]() |
Fyrsti dómurinn um væntanlega breiðskífu Sigur Rósar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 20:45
Niðurskrifuð Markmið
Þá er búið að loka fyrir skráningu á annað kaupþingsmótaraðamótið þar sem 113 menn hafa skráð sig til leiks ásamt 20 konum. Mér sýnist flestir sem skipta máli vera mættir til leiks á þessu móti, fyrir utan Bigga Leif og Heiðar Davíð.
Ef allir spiluðu samkvæmt forgjöf myndi ég lenda í 66. sæti.
Það eru 35-40 menn með svo lága forgjöf að ég ætti ekki fræðilega að vinna þá nema eitthvað hræðilegt komi fyrir hjá þeim.
ÞANNIG AÐ.....
yfirlýst markmið fyrir fyrsta mótið í sumar hjá mér er að vera í kringum 40-60 sæti.
Allt betra en 40.sæti væri draumi líkast eftir aðeins tæplega 5 mánuði við æfingar. Allt verra en 66.sætið verður veðrinu/pressunni og dómaranum að kenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 17:13
Díler
Ég byrgði mig upp af Titleist Prov1 og x þar sem verðmunurinn er töluverður hérna og á Íslandi.
Ég kaupi boltana af strák sem er við veginn sem liggur upp að La Cala. Hann heitir Raúl og reddar mér the goodstuff þegar mér vantar.
Ég ætlaði að kaupa 50 stk á 50 en viðskiptunum lauk með því að ég fór heim með 105 kúlur og 90 léttari.
Kúlan á 0.86 sem er aðeins ódýrar en á Íslandi þar sem kúlan kostar ca 4 til 4.5. Reyndar eru þetta notaðar kúlur en ég kaupi bara mjög vel farnar og það sést lítið á þeim.
Raúl gaf mér númerið sitt ef ske kynni að mig bráðvantaði kúlur (sem mér fannst soldið fyndið). Hann henti meira segja nokkrum auka kúlum í pokann til að leyfa mér að prófa Srixon AD333 kúlurnar. Hann er að koma mér á bragðið.
Samband okkar Raúl er ekki ólíkt sambandi dílers og neytanda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 17:04
Pimp
Fór á reingið í morgun eftir hálfan mánuð í hvíld og kom með skottið á milli lappana heim í mat. Það gékk ekkert eftir og sveiflan var ekki til staðar. Öll höggin byrjuðu til vinstri og fade-uðust svo til hægri, eins ljótt og hægt er.
Ég pantaði strax tíma hjá Mark Duncan, kennara mínum og við munum kíkja á þetta á morgun.
Fór svo 18 á Evrópu og spilaði mun betur en ég hélt. Spilaði á +4 frá hvítum sem er lækkun á forgjöf um einn punkt. Þess má geta að það var rosalegt rok þannig að ég er sáttur. Ætla samt í kennslu á morgun til að skerpa á þessu.
Sjáum til hvort ég get ekki mjatlað mér aftur í sömu sveiflu og rythma sem ég var svo þægilega kominn í fyrir þessa hvíld/ferðalag/veikindi. Ég hef 4 daga til stefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 06:35
tja,hvað skal segja
Ég fór úr límingunum við að horfa á þennan leik á netinu. Ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur. EN það er eitt sem truflar mig soldið.
Íslendingar voru ekkert að leika neinn gæða handbolta. Það tala allir um að við höfum verið að leika glimrandi vel. Mér fannst við leika mistækan, sæmilegan handbolta. Málið er bara að svíarnir voru svo arfaslakir að við náðum að merja sigurinn.
Ekki finnst mér neitt afrek útaf fyrir sig að vinna þetta svía lið þegar það er í svona ástandi. Ég meina, frábært afrek að komast til Peking en við þurfum að bæta leik okkar til muna ef við eigum að eiga eitthvað erindi á olíumpíuleikana.
![]() |
Sænskir pappakassar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2008 | 09:31
hósti
Ég er búinn að vera heima í einangrun í nokkra daga en er samt með djúpann ljótann hósta. Ég held að ég sé samt ekki veikur lengur en vildi bara ekki taka neinar áhættur. Ætlum að fara í mat til tengdó núna og kannski maður fari á eftir að vippa og pútta aðeins. Ég er hræddur um að úthaldið hafi rírnað um nokkra tugi prósenta, verður fróðlegt að sjá hvað lungun leyfa mér, þyrfti helst að koma nokkrum hringjum undir beltið núna á næstu þrem dögum áður en ég kem til Íslands.
Litli er orðinn svo skemmtilegur og knúsinn. Hann kemur stundum og tekur í puttann á manni og vill leiða mann um allt. Á morgnana tökum við hann úr rúminu sínu og setjumst í sófann. Þar kúrir hann hjá manni og horfir smá á barnaefnið. Svo tekur hann reglulegar syrpur á mjása þar sem hann leggst ofan á hann og segir aaa góður, kyssir hann og rífur svo í hann (af ástúð).
Þá er bara mánu/þriðju/miðvikudagur eftir hérna á Spáni.
hlakka til á einn boginn en kvíði hræðilega fyrir að skilja þau hérna eftir á hinn boginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 08:12
Ekki ólíkur mér þessi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2008 | 11:32
Þetta er vitað mál
Þetta varð ljóst í janúar þessa árs. Þegar ég keypti miðan til að fara til Íslands í júní á sama tíma og keppnin er haldin.
Það er orðið nokkurs konar lögmál hér að þegar ég yfirgef land þá gerist eitthvað spennandi þar.
Ég missi af skjálftum, titlum og fleiru.
Þetta lögmál er náskylt tveimur öðrum lögmálum í mínu lífi.
Fyrra lögmálið er að ávallt þegar ég skipti um akrein þá byrjar sú bílaröð að fara mun hægar en sú sem ég yfirgaf.
Seinna lögmálið er að ávallt þegar ég er staddur í matvöruverslun og vel mér styðstu biðröðina þá gerist eitthvað svo að sú biðröðin tekur tvöfalt meiri tíma en lengsta biðröðin á svæðinu. Þetta er ýmist þannig að afgreiðsludaman þarf að skreppa og tékká verði eða þá að gamalt fólk þarf að telja klink til að borga með. Það allra versta er þó þegar fólk, venjulegt fólk, klárar að setja í pokana og þá fyrst fer að hugsa að því með hverju það ætlar að borga. Vanalega er þá afgreiðsludaman búin að bíða í 2 mínútur eftir greiðslu og ég sveittur og rauðbólginn af pirringi þarna aftast í röðinni að reyna að stara fólkið til dauða.
Spánn vinnur keppnina því ég verð ekki á landinu til að fagna. Málið dautt.
Þess má geta að ég er enn veikur og frekar pirraður.
![]() |
Spánverjar ekki unnið titil í 44 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar