Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2009 | 06:50
Boltar
Þess má geta að í gær þá týndi ég engum bolta og fann meira að segja einn.
Þannig að nú á ég fjóra bolta.
Fórum svo í bíltúr eftir mótið þar sem ég ætlaði að kaupa fleiri bolta af mönnunum á veginum sem selja notaða bolta.
Hef fengið titleist prov1 boltann á sirka 1 stykkið. Núna er hljóðið annað. Gæjinn vildi fá rúmlega 2 fyrir boltann. Þar sem ég er að kaupa 100stk í einu þá tók ég það ekki í mál. Hann bauð 1,5 en ég labbaði í burtu.
Hann var bara með 68 bolta og ég vildi láta hann fá 70, hann vildi á endanum 103 en ég ætla að láta hann kveljast í nokkra daga. Kaupi þetta kannski fyrir barcelona ferðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 14:41
Vindí city
Spilaði í móti í dag á El Parador í Málaga. Í.Í.Í.
Það var íslenskt rok sem beið okkar við ströndina þar sem völlurinn liggur. Maður getur reyndar endað á sólarströndinni ef maður slæsar nógu mikið. Fjör.
Ég byrjaði mjög sheikí, tók blending sem fyrsta högg því ég er engan veginn öruggur með ásnum. Þetta var par 5 þannig að það skipti ekki öllu máli. Þrípúttaði bara í staðin fyrir skolla. Húrra fyrir mér.
Skolli-par-par-skolli-skolli-skolli-fugl-par-par = +3
par-skolli-par-skolli-par-par-fugl-par-par = +1
samtals +4 með 71,4% hittar brautir, bara 9 hitt grín og enn og aftur 32 pútt.
Var annars bara ágætlega öruggur í púttunum fyrir utan fyrstu brautina. Þegar ég loks tók upp bláu þrumuna á 4.braut þá virkaði hann bara vel. Mjög handsí, þ.e. ég nota hendurnar allt allt of mikið í staðinn fyrir mjaðmirnar. Það er útaf því að ég er ekki enn búinn að finna mitt rétta tempó. En þetta virkaði. Var oftast á braut og kúlan sveif í fallegum boga með dragi til vinstri. Stuttur en góður. Tempóið kemur.
Stóra vandamálið í dag voru járnahöggin. Þau voru öll frekar skökk. Það kom mér á óvart. Eins og sést þá var ég ekki að hitta grínin. Tók þrjá grínbönkera í röð og náði ekki að bjarga parinu.
Spilaði með besta manni El Parador, Carlos, og svo Dana sem heitir Cristofer TheStrump (ekki djók, hann heitir thestrump). Carlos kom inn á +7 og strumpurinn á +9 eða 10. Þannig að +4 er sennilega bara besta skorið, svo sjáum við bara til um hvernig þessir punktar raðast. Það getur náttúrulega hver sem er unnið það.
Eins og ég sagði þá voru menn í erfiðleikum með vindinn.
Allt í allt mjög sáttur miðað við æfingarleysið.
Á morgun er svo aðalmótið þar sem ég keppi um að verða Málaga Meistari, eða með öðrum orðum, BESTUR Í MÁLAGA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 07:00
Þrír
Á leiðinni í mót með aðeins þrjár kúlur í farteskinu. Pressan gífurlega. Má ekki tína, má ekki tína.
Gleymdi nenfnilega að kaupa í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 17:58
Bitlaust
Bara eitt orð kemur upp í hugann.
BITLAUST
Liverpool spilar ágæta knattspyrnu en materialæsa ekki neitt úr því. Um þessar mundir eru þeir mjög bitlausir og reiða sig á einstaklings framtök, þá einkum hjá Kaptein Fantastic Stevó Gerardinho.
Auðvitað átti LP leikinn og þetta var dæmigerður leikur fyrir þá að því leyti að hérna er um miðlungslið að ræða (neverton) sem pakka í vörn og reiða sig á föst leikatriði og hraðaupphlaup. Í þannig leikjum eru LP ekki nógu góðir. Þeir eru bestir á móti sterkum liðum sem spila góða knattspyrnu.
Sanngjarnt?????? tja....miðað við bitlausleika LP þá já. En sanngjarnt miðað við getu leikmanna og leikinn í heild......nei.
ps. Neverton menn virtust ekki geta staðið í lappirnar í leiknum. Greinilegt að þorrablót þeirra var í sterkari kantinum.
Sérstaklega í fyrri hálfleik, vildu vítaspyrnu á meðan flestir gáfaðir vildu bara gult spjald á bróðirinn fyrir að sparka í varnarmann LP og láta sig detta í kjölfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 15:53
Barnalegt
Þrátt fyrir að þetta sé ofur barnalegt þá finnst mér þetta spaugilegt. hmmmm, er ég kannski bara barnalegur......kíkið á slóðina fyrir neðan
http://www.youtube.com/watch?v=DlkxQMxJmEU
Ég fíla bróðirinn best.
Og ein í viðbót til gamans
http://www.youtube.com/watch?v=dnLCK3knuY8&feature=related
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 15:35
R9

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 13:22
Rok og rigning
Hér er rok og rigning, sem setur soldið strik í reikninginn. Get ekki æft mig fyrir mótið á morgun. Á teig kl 10:15 á morgun en þetta er nokkurs konar upphitun fyrir mig fyrir mótið á þriðju-og miðvikudaginn. Samt sem áður mót til að lækka sig.
Tekk þetta bara á náttúru talentinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 19:31
ÞETTA ER ROSALEGT
Þessi nýji ás frá Taylor Made er bara það svalasta sem ég hef nokkurn tíman séð. Djöfull VERÐ ég að eignast svona hlut.
It will be mine, oh yes, it will be mine.
Tékkið á neðangreindum link. Horfið á allt intróið. Kíkjið svo á TV spot one og two. MEÐ HLJÓÐI að sjálfsögðu, annars er ekkert fútt í þessu
http://www.taylormadegolf.com/R9/index.asp?
Slóganið er
In 2004 we optimized the driver
In 2009 we´ll optimize you.
Ég segi hins vegar....
SVALT-ation MAXIMUS
BRILLIANTUS MAXIMUS
Hann mun örugglega kosta um 100þ, fæ hann kannski hérna í Leadbetter akademíunni á 50þ þar sem ég þekki mann og annan. Fæ hann sennilega wholesale.
Það sem segir alla söguna er að það tók alla þá bestu bara 1 eða 2 daga með þessum nýja ás að skipta um kylfu. Það eru flestir strax búnir að skipta. Sergio Garcia, Darren Clarke og gæjinn sem er að rústa Bob Hope mótinu á nýju pga meti er einmitt með svona ás. Hann segir að þetta sé ekki ás heldur Maskína. Hann hittir allar brautir með þessu skrímsli.
MACHINA MAXIMUS
MONSTRUS MAXIMUS
DRIVUS MAXIMUS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 18:40
Peter Schiff
Petur spáði þessu ástandi árið 2006 en allir hlógu að honum. Það er svo fyndið að sjá þetta, hvernig múgsefjun virkar á fólk. Allir að reyna að tala markaðinn upp, allir voða sammála og vinir. Vei gamana, gaman.
Sá sem ekki gerði það, sá sem kannski hugsaði aðeins fyrir utan rammann var skotinn niður. Hlegið að honum og hann talinn vitlaus.
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=8000
Tékkið á þessu vídeói þar sem Petur nokkur Schiff stendur fastur á sínu. Aðdáunarvert. Þessi Pétur á sko ekki í hættu að verða Péturs lögmálinu að bráð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 15:57
Laukardakur
Ég hætti mér loks út í smá æfingar. Djöfull er ég ryðgaður. Þetta verður eitthvað athyglisvert golf sem ég mun framkvæma á mánudaginn í mótinu.
Ég ýtti fyrstu 100 boltunum alltaf til hægri því tempóið var ekki í sinki. Svo kom þetta aðeins til baka á næstu 100 boltum. En langt frá því að vera stabílt eins og þegar ég var uppá mitt besta. Myndi segja að kannski þriðja hvert högg væri eins og ég vildi (eða innan skekkjumarka). Ásinn er alls ekki góður og ég ætla að leggja nokkra áherslu á hann á morgun.
Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um að láta lögin hennar Maríu á netið. En ég verð að hryggja ykkur með því að þar sem takmarkaður tími gafst til að vinna lögin í Songsmith þá eru þau ekki hæf opinberri hlustun. Reynslu tíminn er útrunninn og við erum að salta það að kaupa forritið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar