Færsluflokkur: Bloggar
11.2.2009 | 17:36
bobby breiðholt
Bobby breiðholt bloggar stundum og ég rakst á eftirfarandi færslu hjá honum sem er eins og talað úr mínu hjarta. Lenti einmitt í svona dúnmjúkum handklæðum á gay friendly hótelinu.
"Ég hef aldrei fattað þessar þvottaefnaauglýsingar sem lofa þér dúnmjúkum og flöffí handklæðum og sýna svo sköllótt kornabörn og feita hvolpa sofa í glóandi hvítum þvotti.
Það veit hver heilvita maður að það er algjör viðbjóður að þurrka sér með þykku, flúffuðu handklæði. Er það ekki? Svona bómullarkenndu, loðnu handklæði sem er þakið einhverri ógeðslegri mýkingarefnis skán? Oj. Ef þú vilt þerra þig með svona bomsukenndri, púffí tusku með hvolpaspiki, þá getur þú alveg eins þurrkað þér með tuskubangsa. Nú eða pels.
Á mínum hanka er næfurþunnt sandpappírshandklæði sem hefur verið soðið svona 80 sinnum. Það raspar húðina, skefur allar bakteríur burt og bókstaflega hræðir bleytuna á brott.
Þannig að fuck yo puppy, Ariel Ultra! Ég þvæ mín handklæði uppúr bensíni!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 14:01
Að halda holum í gíslíngu
Þoli ekki fólk sem vippar á púttgrínum og púttar á vippgrínum. Sérstaklega síðari hópinn.
Í mijas golf er fínt vippgrín en soldið lítið. Þannig að um leið og einhver fer að pútta á því þá blokkast tveir af 5 fánum útaf manneskjan stendur ávallt við einn fánann eins og asni og púttar svo á hinn fánann.
Það er eitt að pútta og annað að pútta í sátt við umhverfið. Þegar maður púttar á holu þá gerir maður það frá stað þar sem að maður er ekki fyrir neinum.
Flestir pútta að holu og taka boltann upp og stilla sér strax upp til að miða á næstu holu. Halló, hvað er rangt við það. Jú, þá stenduru alveg upp við holuna sem þú varst að enda við að pútta að og kemur í veg fyrir að annað fólk geti púttað á þá holu.
Þarna ertu að blokka tvær holu í stað einnar eins og æskilegt er. Ég kalla þetta að hijacka holum, eða að halda holum í gíslíngu.
Ég er í stöðugri baráttu við heimskt fólk sem hugsar bara um sjálfan sig. Í 99% tilfella ignora ég það og einbeiti mér að mínu. En stundum þegar ég er í góðu skapi þá ætla ég að vera góður og benda fólki á þetta ef ske kynni að það bara vissi ekki betur. Lenti í einu tilfelli í morgun.
Hann var að pútta á vippgríninu. Ég benti honum kurteisislega að þarna í 30 metra fjarlægð væri risastórt púttgrín. Svo kurteisislega að ég sagði meira að segja "con respeto" (with respect). Kom afar varlega að honum og tjáði honum, bara just in case, ef að hann vissi ekki af þessu púttgríni þá væri það þar, titrandi af tilhlökkun að fá að láta kúlurnar hans rúlla um sig eins og öll púttgrín þrá (sagði það reyndar ekki alveg svona súrrealískt).
Minn maður, í kringum 50 ára, fór svo í þvílíka vörn að everton hefðu orðið stoltir. "pútta bara þar sem ég vil og enginn getur bannað mér það".
Vó, sæll. Að sjálfsögðu eru engar reglur sem banna manni að pútta á vippgríni en það er soldið mikilvægara en það þarna í umferð. Nefnilega, almenn kurteisi og lógísk hegðun. OK, þú getur púttað á vippgríni en þá ertu bara asshole að pútta í staðin fyrir að virða þessar etiquette reglur og bara pútta á friggin PÚTTGRÍNINU. Af hverju helduru að það heiti púttgrín.
Hann var lost cause. Hann tók nokkur pútt í viðbót bara til að meika point og fór svo. Þegar hann keyrði framhjá vippgríninu þá flautaði hann akkurat þegar ég var í sveiflu við að vippa inná grínið.Bara til að reyna að trufla mig!!!!!!! Sækó. Ég sá hann koma miles away þannig að ég leit ekki upp og brosti bara þar sem kúlan sleikti holubarminn og daðraði við yfirlið í holuna.
Ég vorkenni svona fólki. Að lifa svona hræddu og neikvæðu lífi. Hvernig er það hægt. Af hverju sagði hann bara ekki, "aaaaa, takk fyrir upplýsingarnar myndarlegi og leyndardómsfulli svartklæddi maður. Ég ætla hins vegar bara að pútta nokkrar kúlur í viðbót og svo er ég bara farinn".
Málið dautt.
ps. ég neita öllum "láttu mig bara um að tala" kommentum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2009 | 13:33
Dómar
Horfði á nokkrar myndir á meðan ég var í Barcelona.
Yesman - 3 stjörnur - ágætis afþreying. Ekkert minna og ekkert meira. Besti brandarinn kom þegar hann var að læra kóresku. "what did he just call me?"
The day the earth stood still - 3 og hálf stjarna - Fín skemmtun. Keanu getur náttúrulega bara leikið eitt hlutverk og þetta er einmitt það. Svipbrigðalaus og tjáir ekki tilfinningar. Hann er góður í því. Engu öðru.
Role Models - 4 stjörnur - Myndir gerir nákvæmlega það sem við henni er búist. Hún er með vitleysishúmor og skilar því fullkomlega. Litli svarti strákurinn fer á kostum og er aðal númerið í myndinni.
Mæli með að fólk tékki á role models. Ekki missa af litla svarta stráknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 19:41
Jesús ofmetin
Það var margt sem ég upplifði í Barcelona. Mikið sem ég sá og enn fleira sem ég sá ekki.
En það sem kom mér mest í opna skjöldu og það sem kom mér lang mest á óvart var árangur Jesús í golfmótinu.
Hann lenti í síðasta sæti!!!!!!!!!!!
Þetta er ekki djók. Ég var áður búinn að segja ykkur frá Jesus Oh Won.
Jesús lenti í síðasta sæti. Júmbó sætinu.
Þetta ætti náttúrulega að vera forsíðufrétt á öllum helstu miðlum heims.
Ég held að ég fari ekkert með þetta neitt lengra. Það verða örugglega margir fyrir vonbrigðum með að þessi umtalaði, algóði og óskeikuli Jesús sé Kóreubúi sem uppalinn er á norður Spáni. Sennilega ekki það sem þau í hvítasunnusöfnuðinum hefðu giskað á.
Talandi um að vera ofmetinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.2.2009 | 11:44
Bæjarnafn
Eitt fáránlegasta bæjarnafnið sem ég sá á leið minni frá barca var samansett af orðunum tippi og gos.
Tippagos.
Bærinn heitir Peniscola. Penis Cola everybody.....Tippagos
djös rugl er etta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 21:14
Heimferðin
Lagði í hann kl 9:20 í morgun og var kominn 11 klukkutímum síðar heim í hlýjuna. Ég er svo mikill nagli að ég stoppaði bara einu sinni í 10mín til að taka olíu.
Enda finnst mér ennþá eins og allt eigi einhvernvegin að vera á hreyfingu. Mjög súrreal að vera kjurr.
Ég vildi ekki nota kreditkortið því það er íslenkst og gengið er lélegt. Þannig tók ég bara út viss mikið af evrum og þegar ég lagði í hann í morgun þá átti ég bara eftir 54 evrur. Og tankurinn á síðasta kvarti.
Ég keyrði hann galtómann. Ég var farinn að svitna soldið þegar ljósið kviknaði en svo sá ég skilti sem auglýsti bensínstöð. Hjúkkit. Heyrðu, þegar nær dró stóð svo á skiltinu að þessi stöð væri í 40km fjarlægð. MOTHAFUSK!!!!!!!!
Ég varð virkilega stressaður.
Ég byrjaði að sleppa honum í hlutlausan þegar ég gat og keyrði mjög hægt. Svo tók ég skyndiákvörðun og fór af autovíunni og keyrði inní landið. Fann loks lítið þorp og fór að leita að bensínstöð. Þetta var soldil áhætta því ef engin stöð væri í þorpinu þá hefði ég verið staddur þarna í nowheresville á meðal rúral spánverja sem hefðu örugglega bara étið mig eða notað sem svínafóður. Að verða bensínlaus þarna hefði markað endalok sakleysis the iceman.
Til allra lukku fann ég loks bensínstöð. Heppinn. Ég fyllti bílinn og þar rúmuðust 46.67 lítrar. Sem sagt um 3 lítrar sem ég átti eftir (og svo gufurnar).
Eftir áfyllinguna átti ég bara 10 evrur eftir og vildi geyma þá ef ég þyrfti nú að setja aftur á bílinn. Því þarna var ég bara staddur í krummaskuði og ekki einu sinni kominn til alicante. long way to go.
Sökum evruleysis át ég því ekkert í dag nema 5 kexkökur. Frá því kl 20 í gærkveldi og til kl 21 í kvöld voru þessar kexkökur allt og sumt. Mátti svo sem alveg við því að missa nokkrar máltíðir úr.
Hefði getað keypt mér eitthvað því það er enn eftir einn kvarter af tanknum og þessar tíu evrur eru bara að chilla í veskinu mínu.
ég er alltof paranoid........chillpill men.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2009 | 16:03
Lokadagur
Ég labbaði með lokahollinu í dag í miklum kulda. Þetta eru gæjar sem eru í spænska landsliðinu. Þeir voru þarna 3 af 6 mönnum sem skipa liðið. Landsliðskapteinninn var þarna að fylgjast með og við spjölluðum mikið saman. Hann vildi endilega að ég keyrði með honum í golfbílnum sem hann var á og sennilega var hann forvitinn að vita meira um the iceman. Við vorum sem sagt samferða og hann tjáði mér að hann hefði m.a. orðið hér meistari í heil 5 skipti. Síðasta skiptið var fyrir nokkrum árum og árið eftir það varð Sergio Garcia svo meistari. Ekki amarlegt það.
Svo kom forseti klúbbsins í lokin og fylgdist einnig með. Allir topparnir voru þarna því þetta er frekar mikilvægt mót.
Það var mikil spenna á lokaholunum. Þeir höfðu skiptst á forystunni tveir í hollinu í allan dag en á lokaholunni þá var einn með eins höggs forystu og gæjinn í hollinu á undan hafði fengið fugl á holuna og jafnað hann. Hann þurfti sem sagt fugl til að vinna og hann reyndi við grínið á par5 og við héldum að það hefði tekist. Ég klappaði honum því á bakið og varð fyrstur til að óska honum til hamingju. úps, svo kom í ljós að hann yfirskaut grínið og átti eftir nastí vipp. Hann ákvað að pútta og skildi eftir 2 metra pútt fyrir sigrinum. Hann klikkaði og þeir fóru í bráðabana. Æ jæ. Aldrei að óska til hamingju fyrr en yfir er staðið.
Ég nennti ekki að fylgjast með bráðabananum og fór bara heim. Ég geri ráð fyrir að hann hafi sigrað þar því hann hefur góða reynslu og er landsliðsmaður en hinn 17 ára gutti sem enginn bjóst við að myndi gera atlögu. Hann fer á taugum pottþétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 00:03
Las Ramblas
Ég tók lestina inní hjarta Barcelona, Plaza Catalunya. Gékk svo Römbluna (but not with real intent). Rakst strax á sirka 30 menn með bjórkippu í hönd, allir að reyna að pranga uppá mig bjór (lít ég út fyrir að vera þyrstur?). Svo gékk ég aðeins lengra og þá byrjuðu hasshausarnir að bjóða hatsís og kóka. Svo gékk ég aðeins lengra og rakst á drukkinn róna sem reyndi að bögga mig.
Þetta var mjög gaman. Ég var bara með mína headfóna og brosti bara og leit fram á við.
Kíkti á þetta klassíska, spreybrúsakallana, hljóðfæraleikana, fimleikafólkið og svo teiknarana.
Settist svo niður í stól sem þarna var og tók almennt chill á þetta og horfði á mannlífið.
Skaut myndir eins og ég ætti lífið að leysa, enda er ég ekki kallaður pistol pete fyrir ekki neitt. Mér var slétt sama hvað fólki fannst. Labbaði framhjá kínverskum stað þar sem maturinn gengur á færibandi, ég opnaði hurðina og smellti einni mynd af því. Fólkið varð hissa. Operation don´t give. Sá 5 bræður flýja lögguna með poka sinn fullan af varningi á öxlunum, smellti mynd af því.
Mér var boðið hass 9 sinnum. Bjór 5 sinnum.
Svo þegar ég hafði sogið upp næga menningu þá rölti ég að lestarundirgöngunum þar sem lestarvörðurinn sagði að væri opið til kl 1. Viti menn HLIÐIÐ VAR LOKAÐ. Ég tók nettan panik pakka á þetta því ég ákvað að skilja veskið eftir heima og tók bara 10 evrur, símann og mp3 spilarann. Hvernig í fjandanum átti ég að komast heim. Taxi hefði kostað 20-30 evrur því þessi campus var í 35 mín lestarfjarlægð.
Ég byrjaði að svitna og ráfaði ringlaður um í leit að öðru svona lestaropi inní undirgöngin. Fann eitt slíkt OG ÞAÐ VAR LÍKA LOKAÐ. Motha friggin frigg.
HVAÐ ÁTTI ÉG AÐ GERA.
Það rann í gegnum hugan að hringja í hótelið og láta sækja mig eða eitthvað.
Ég stoppaði kall útá götu og spurði hvað ég gæti gert. Hann bara sagði mér að líta til vinstri þar sem Ramblan byrjaði. Þar var aðalinngangurinn og hann væri ávallt opinn. Ekkert mál. Lestarnar ganga til 1.
Motha fuskin HJÚKKIT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2009 | 18:55
Ágætis byrjun
Ég gæti hent hingað inn allskonar afsökunum og bröndurum um slakt gengi en læt mér bara nægja að segja að þetta voru mikil vonbrigði og bara mjög einfaldlega slæm spilamennska.
Það góða sem ég tek frá þessu eru glompuhöggin, púttin og viðhorfið.
Þá aðallega viðhorfið sem var allan tíman mjög jákvætt og aldrei, ekki einu sinni fóru myrkar hugsanir að læðast að mér. Þegar eitthvað fór úrskeiðis þá tók ég kannski 5 sek í reiði en svo var það búið. Gleymdi bara lélegu höggunum og hélt áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 153693
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar