Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sænsk sveiflu árás

hvar á að byrja, hvar á að byrja......

tók æfingarhring á Lauro og spilaði vel. Byrjaði á klaufa þrípútti því hraðinn á grínunum þarna kom mér á óvart. Pjúra vanmat, eftir að hafa verið á El Prat finnst mér allt annað vera sveitó.

skolli svo 7 pör og loks fugl. Fyrri níu á pari.
Seinni níu voru ágætar. Fugl-par-fugl og kominn tvo undir eftir 12. Það voru bara þrjár brautir þar sem ég strögglaði aðeins, rangt kylfuval og svo tvö léleg högg sem kostuðu mig skolla, dobbúl og skolla. Endaði á +2 en get bara verið nokkuð sáttur með þokkalega stabíla spilamennsku.

86% hittar brautir og 67% hitt grín með 32 púttum.

Spilaði fyrri níu einn en með gömlum sænskum hjónum seinni níu. Á tíundu þá sló kallinn beint í vatn. ok, bjóst ekki við öðru. Svo fór kellingin á rauða teiginn og undirbjó sitt högg. Ég stóð þarna rétt hjá og fylgdist með. Allt í einu dauðbrá mér þar sem konan byrjaði sveifluna. Mér fannst eins og hún væri að fara ráðast á mig. Nei, nei, svo sló hún bara kúluna(beint í vatn) og gékk áfram.

Ég stóð grafkyrr og pældi í því hvað hafði gerst. Þá var kellingin bara með svo rosalega ljóta sveiflu að ég, í alvöru talað, hrökk í kút þegar hún byrjaði. Engu líkara að hún væri að fara ráðast á mann. Mjög fyndið. Eftirá.


að sjálfsögðu

Styð Pétur heilshugar. Sem stórmenni sæmir tekur hann bara lógík á þetta og allt annað er rugl.
mbl.is Peter Gabriel mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrt

Takið eftir mómentinu þegar kanínan gefur þeim puttan (á spænska/franska vísu)

http://www.nimportequi.com/video_popupDM.php?s=dm&v=7jzSCvamiNyaph0I6


Tækni

Menn fara misjafnlega að við æfingar.

Ég sveifla pw rólega í kringum líkamann án kúlu til að liðka upp. Geri þetta í sirka 5 mín. Allskonar útfærslur til að reyna liðka sem flesta vöðva og liðamót upp.

Svo slæ ég nokkrar kúlur þangað til að ég er orðinn heitur og stirðleikinn farinn.

Tek svo 6 járn og tek nokkrar kúlur þangað til að ég er orðinn nokkuð sáttur við sveifluna.

Svo er 19° blendingurinn tekinn í nokkrar kúlur.

Loks tek ég ásinn í nokkrar kúlur.

Þetta er nokkuð sem ég geri alltaf. Þetta er sirka ein fata af 70-90 kúlum.

Svo er það seinni fatan. Hún fer í eitthvað sem ég er að vinna í svo sem ásinn, 100m högg, stutt járn, löng járn, tré.

Í morgun tók ég t.d. seinni fötuna í skotleikfimi. Skipti kúlunum uppí 10 kúlu hópa og byrjaði á ásnum. 10 kúlur þar sem ég púnkta niður hvert höggin fara. Svo með blendingi, 6 járni, 8 járni og PW.

Ég er að sjálfsögðu ávallt með skotmark. Svo ímynda ég mér grátt svæði beggja megin við skotmarkið sem táknar braut. Punkta niður hvort kúlan fór beint á skotmark, til hægri/vinstri eða hreinlega utan grás svæðis.

Þannig er einbeitingin í hámarki og ég kominn með sögu af þróun nákvæmni höggana.

Svo eru sumir sem eru svo rosalega tæknilegir að þeir nánast slá ekki kúlu. Var við hliðin á einu slíkum í morgun. Það fara 5 mín í að færa hendurnar upp/niður/út og suður, mikið pælt í hreyfingum. "Hvert er vinstri olnboginn að stefna þegar ég geri þetta". "skildi hægra eistað snúast til hægri eða vinstri þegar ég er í framsveiflu"......allskonar hreyfingar hjá honum, og svo loksins eftir 5 mín. heyrir maður swhoosh. JEIIIIIII hann sló kúlu.

Eins og sjá má er ég ekkert sérstaklega hliðhollur slíkri æfingar aðferð. Auðvitað á að pæla í tækniatriðum en maður þarf að passa sig að týna sér ekki í þeim. Þetta þarf líka bara að flæða.


Saying

Var á reinginu í dag. Það er fátt skemmtilegra en að æfa. Maður sér milljón gerðir af fólki, misvel að sér í golfi.

Það var einn í dag sem þóttist vera svo mikill sérfræðingur í öllu að það var eftirtektarvert.

Hann var vopnaður frösum eða sayings. "yeah, there´s a saying that goes....." svo kom eitthvað rosalegt (að hann hélt)

Þetta voru náttúrulega mestu klisjur ever, eins og, "better to burn out than fade away" og slíkir viskusteinar. Hvernig hann náði að vefja það inní golfið náði ég ekki alveg.

Ég hugsaði bara "yeah, there´s a saying that goes, shut your cakehole"


Meistarinn

Munið eftir þegar ég vann titilinn meistari klúbbsins í okt 2008. Þá var aðalmálið að fá nafnið sitt uppá vegginn. Mér var tjáð að þetta yrði komið upp á vegg um miðjan desember. Núna er sirka miður febrúar og þetta er enn ekki komið.

Reyndar virðist eitthvað vera að gerast því það er búið að taka skildina sem nöfnin hanga á niður.

Geri ráð fyrir því að spánverjinn hafi loksins séð sér fært um að senda þetta til að láta grafa nafnið í.

Spánverjinn í hnotskurn.


Hershey bar

Jæja, þessi spá mín um leikin var að sjálfsögðu gerð áður en ég sá liðskipan Englendingana.

Eftir að ég sá að í framlínunni eru Abgónlávarður og Emill Hershey bar þá verð ég nú að breyta þessum spádómi mínum.

Svo ég tala nú ekki um vörnina, johnson og ashley(stelpunafn)!!!!!
miðjan, barry,downing,carrick.....

Með þessa menn innanborðs er aðeins eitt sem bíður þeirra. Opinn dauði.

Jú, abgón er flottur í Aston villa og carrick virkar í manjú en á móti alþjóðlegu sterku liði þá held ég að þeir séu ekki að gera það.

Flott lið spánar, 5 menn í byrjunarliðinu frá tveim bestu liðum heims, barca og liverpool. Í heild 9 stykki ef bekkurinn er talin með. Þetta spánarlið er byggt í kringum Liverpool og Barcelona. Enda ekki nema von að Spánn er með besta lið í heimi samkvæmt Fifa.


Spánn-England

Er að fara horfa á leikinn.

Mín spá er 2-1 fyrir Englandi.

Held með tsjöllunum. Spánverjar eru búnir að vera alltof sigursælir. 28 leikir í röð án taps. Þetta er komið gott.

Áfram England


Dómur

Ég sá líka Slumdog Millionaire í Barca.

Gef henni 3 og hálfa stjörnu. Hún er fín skemmtun. Mjög ofmetin samt, hún er ekkert rosaleg eins og öll þessi verðlaun sem hún er að fá gefa til kynna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 153689

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband