Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Tækni Þorp 3000

Þorpið sem við vorum í er um 100 manna þorp þar sem allar lífsins nauðsynjar eru kannski ekki svo nauðsynlegar þar.

Það nýjasta.......örbylgjuofn.

Það var einn slíkur í eldhúsi ömmu Maríu og mikil stemming í kringum hann. Sem mér fannst náttúrulega ómetanleg snilld. Það var enginn til að vera meðsekur í góðlátlegu gríni um þetta mál þannig að ég beit á jaxlinn og kom ekki með eitt sarkastískt komment (wasted moment).

Soldið eins og Chandler þegar Ross mætti í leðurjakkanum með kögri, eða voru það leðurbuxur....

Frænka Maríu féll í yfirlið ef einhver nálgaðist örbygljuofnin því hún kunni svo vel á hann, að sögn.
"Hann er stilltur alveg eins og ég vill hafa hann. Ekki rugla í því."

Að sögn, hafði hún fundið bestu stillinguna til að hita upp matinn fyrir 105 ára mömmu sína sem hún er að passa. Og vildi ekki glata þeirri stillingu.

Við erum að tala um að þessi galdra stilling hjá henni var eftirfarandi:

Medium High í tvær mínútur.

Örbylgjuofninn hafði eftirfarandi 5 stillingar:

Low, medium low, medium, medium high og high.

Svona guðdómleg móment koma ekki oft í lífinu. Og enginn þarna til að njóta þess með. Spánverjinn náttúrulega clueless um eigin fáfræði, Sebas of ungur og María upptekin við eitthvað annað.

Ég þakka nú samt mínu heilaga fyrir að hafa ekki Pedro mér við hlið á svona stundu. Það hefði verið of mikið til að höndla.


Matur

Matur er eitthvað svo mikilvægur hjá spánverjanum. Nánast heilög helgiathöfn sem ber að taka alvarlega.

Allir voru nánast forviða úr undrun þegar ég mætti ekki í veislumatinn. Fólki finnst bara sjálfsagt að maður hugsi bara um það í staðin fyrir að hugsa fyrst um barnið.

ÉG: já, ég varð eftir því sebas var enn sofandi, soldið lasinn greyið.
ALLIR: en, bíddu, slepptiru matnum?
ÉG: uu já, sá ekki ástæðu til að ferðast eitthvað að óþörfu með punginn svona veikan
ALLIR: bíddu....en maturinn?
ÉG: [horfi starandi útí loftið með fuglasöng inní hausnum á mér]

This is going nowhere...and fast.

Svo þegar við loks mættum seinna um kvöldið þá var það fyrsta sem spænsku kellingarnar í fjölskyldunni spurðu um.

Spænskar Kellingar: léstu ekki angelu útbúa eitthvað fyrir þig í þorpinu á meðan þú varst þarna með Sebas?

ÉG: u nei, átti ég að gera það?

SK: Ertu að segja mér að þú hafir ekkert borðað drengur í allan dag? (eins og ég gæti ekki fengið mér eitthvað á eigin spýtum, angela who?)

ÉG: jú, ég greip einn banana áðan.

Þrjár búttaðar spænskar kellingar féllu samstundis í yfirlið og mamma maríu átti erfitt með andardrátt.

Þetta var þeim náttúrulega bara ofviða. Að ég hafi ekki borðað almennilega í allan dag. Rosalegt.

Hey það var ekki eins og ég mátti ekki við því að missa einn matartíma úr. [skrifar Sigursteinn og gerir samstundis obligatory bada búmm hljóð í kjölfarið]


Ferð dauðans

Þetta var ein misheppnaðasta ferð sem einhver hefur farið í. Ever.

Við lögðum í hann 00:30 á föstudaginn með það að leiðarljósi að Sebas myndi sofa alla leiðina. Ekki svo.

Áfangarstað var náð kl 09:30 eftir mikin pirring og grenj. Mjög erfið ferð þar sem þreyta var galdraorðið.

Ég náði að keyra í 2,5 klst, María tók svo næstu 5klst og ég svo rest. Martröð.

Anyway

Laugardagurinn var því frekar ruglingslegur. Allir eitthvað skrýtnir og sérstaklega Sebas því hann var eiginlega orðinn bara full fledge veikur.

Hann var mjög lítill í sér og gaf ekki rétta mynd af sér fyrir framan vini og ættingja eins og allir foreldrar vonast til. Bömmer.

Hann fór ekki úr fangi mínum sem var mjög erfitt fyrir þreyttan mig. Við entumst bara helming af kirkjunni og röltum svo heim, við tveir.

Hann steinrotaðist heima og þegar átti að fara í veisluna þá fundum við það ekki í okkur að vekja hann. María fór því ein. Kom svo og ætlaði að ná í okkur eftir sirka tvo tíma en pungur enn sofandi. Veikindar Sof.

Við tókum þá bara þann pól í hæðina að drulla okkur heim þar sem við nenntum ekki að hanga þarna í einn dag í viðbót með Sebas veikan.

Komum við í veislunni og ætluðum að stoppa stutt til að kveðja.

Enduðum á að vera þarna í tvo tíma með Sebas ferskan sem læk, dansandi eins og raketta á spýtti. Til eru myndir af þessu.

Allir bara, "hva eru þið að fara? Strákurinn er bara í toppformi"

Við leyfðum honum að keyra sig út og rukum svo heimleiðis.

Lögðum í hann 21:30 og komum heim í bólið kl 06:00 og sváfum til 10.

Heimferðin gékk mjög vel fyrir sig. Sebas svaf nánast alla leiðina, ég keyrði eins og á spýtti með red bull og nammi til að halda mér vakandi. MP3 á eyrum og ATDI í botni. Rokkandi þjóðveginn á meðan þau sváfu.

María tók svo síðustu 3 tímana og allt í gúddí.


Gifting í norðri

Við ætlum að skella okkur norður til Zamora í giftingu. Þetta er 8 tíma keyrsla og við ætlum að fara þetta núna í nótt svo litli sofi bara á meðan.

Við verðum í litlu 100 manna þorpi sem heitir Santa Eulalia de Tábara. Þarna er ekki internet og fáir símar. Ekki gsm kerfi né neitt slíkt. Bara heppinn að það sé sjónvarp þarna.

Jei, get ekki beðið.

Keypti mér bók

Ævisaga og ferill U2

Komum til baka sirka á sunnudagskvöl eða nótt.

Jæja

Ekki eftir neinu að bíða.


Högg

Ég tel stundum góðu höggin á hringjum.

Þrír undir hringurinn á þriðjudaginn var t.d. með 23 góð, 7 síður góð högg og rest venjuleg.

Hringurinn í gær var með 18 góð högg, 12 síður góð og rest venjuleg.

Munurinn er akkurat þessi 10 högga munur (23-18 og 7-12) sem var á hringjunum.

Góðir hringir eru yfirleitt með sirka 21-25 góð högg og um 35-40 venjuleg.

Skilgreiningin á góðu höggi væri kannski, betra en venjulegt högg.

Skilgreiningin á venjulegu höggi væri þá, högg sem fer þangað sem ég ætlaði kúlunni að fara innan skekkjumarka. Eins og kannski upphafshögg sem ég vill að lendi á miðri braut en endar hægra megin, skekkjan skiptir litlu sem engu máli fyrir næsta högg.

Síður gott högg væri þá högg sem kemur mér í klandur fyrir næsta högg. Eða í óþægilega stöðu. Oft getur maður reddað þannig aðstöðu en ekki alltaf.

Á hringnum sem ég spilaði þegar ég vann klúbbmeistara tiltilinn þá var þetta öðruvísi. Ég skoraði völlinn á þrír undir en góðu höggin voru ekki jafn mörg og á þannig hring í dag.

Ég tel 16 góð högg, 22 síður góð högg og rest venjuleg.

Frekar skrítið. Sama skor, 26 pútt í bæði skiptin en allt önnur spilamennska.
Mér finnst eins og ég hafi verið að spila hring lífs míns þegar ég vann titilinn, var alltaf að koma mér útúr klandri með rosalegum púttum og ballesteros höggum. Þurfti að vinna rosalega mikið fyrir þeim hring.

Núna í dag þá er þetta ekki svo. Þrír undir frá hvítum var eitthvað svo áreynslulaust. Þetta bara leið áfram.

Held að þetta þýði að ég sé betri spilari í dag. Enda ekki nema von. Hálft ár liðið á milli þessara hringja.

Jákvæð framför.


14 bökkerúnís

Ég spilaði við Graham og Ken í gær. Ken þessi er vallarvörður á Lauro og vildi endilega spila með okkur. Ekkert mál.

Við spiluðum frá hvítum og lögðum 3+3+4 undir. 3€ fyrir að vinna fyrri níu, 3€ fyrir seinni og svo 4€ fyrir besta heildarskor.

Formatið var medal play með forgjöf. Höggleikur með fgj sem sagt.

Ég rústaði fyrri níu og vann mér því strax inn 3+3 evrur. Sweet.

Haldiði ekki að Ken þessi fari bara skyndilega að setja í gírinn og spili eins og engill á seinni níu. Hann er með 10 í fgj og hann skyndilega orðinn real contender.

Við vorum ekki með á hreinu hve mörg högg hann fengi frá hvítum þannig að niðurstaðan var óljós.

Ég endaði á 79 og fæ 5 högg þarna og nettó því á 74. Tveir yfir eða 34 punktar.

Graham var aldrei inní myndinni og endaði á +17 eða eitthvað álíka.

Ken var hins vegar óskrifað blað þar sem hann fær svo mörg högg þarna í fjg. Hann endaði á +19 og við gerðum þau fljótfærnis mistök að mínusa forgjöfina hans, sem á endanum var 13 högg, og fengum út +6 sem við svo bárum saman við mín +7 högg.

tada, hann vann með einu höggi. Ég þurfti því að borga samtals 1€ (3+3-4-3), Graham var á útopnu og þurfti að borga (-3-3-4) 10€ og Ken því 11€ ríkari.

HOLD THE PHONE

Við gleymdum að taka forgjöfina af mínu skori 7-5=2

Engin fattaði þetta þangað til að þetta datt í kollinn á mér í dag.

Ég var á nettó +2, Ken +6 og graham +11

Þannig að ég hefði átt að fá 3+3 fyrir fyrri níu og svo 4+4 fyrir heildarskorið en borga svo Ken 3 fyrir seinni níu. Samtals 11€

Ken skuldar mér því 11€ plús þessa einu sem ég borgaði honum.

Bastardo


Elsa fc

Drogba allavega í 3 mánaða bann á næstu leiktíð (hvar sem það verður) fyrir skrílslæti. Ballack nánast það sama. Bosingwa í 1 mánaðar bann á næstu leiktíð fyrir ummæli um að dómarinn hafi verið keyptur. Aðrir minna.

Kalt mat.

Terry ætti hins vegar að fá heiðursverðlaun fyrir að fara inní klefa Barca eftir leikinn og taka í hönd allra. Enda var honum klappað lof í lófa af barca mönnum fyrir þegar hann yfirgaf svo klefan. Maður bara klökknar.

Í öðrum fréttum, þá hefur skapast skemmtileg umræða um brasilíu fangann og dauðarefsingar á færslu hér að neðan. Tékkið á því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband