Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bíódómur

Fórum á Karlar sem hata konur í bíó í kvöld. Hún er góð. Ég er samt ekkert sérstaklega dómbær á það því ég las bókina fyrst.

Þetta er eins og að vera með 5 tíma efni og troða því í tveggja tíma mynd. Mér fannst myndin varla byrjuð þegar henni var lokið.

Mörgu sleppt og öðru hagrætt sökum betra flæðis. Skiljanlega.

Djöfussins klisja er að segja þetta en here it goes....Bókin er miklu betri.

Hún er svo ítarleg og góð. Þar er Lisbeth mun flottari finnst mér. Harðskeittari og meira kúl. Ekki jafn vorkunleg og í myndinni.

Mér fannst samt Mikael vera frábærlega réttur. Þá meina ég að leikarinn og allt við hann í myndinni smellpassar við bókina.

Frádráttur við myndina er sem sagt bara það að meiri tíma vantaði uppá til að byggja betur upp senur þar sem mikilvægar uppgötvanir voru gerðar. Aldrei nógur tími fannst mér. Mörgu troðið inn.

Persónusköpun tókst þokkalega til en hefði getað verið svo miklu mun flottari. Fyrir vikið náði maður ekki jafn miklum tenglsum við karakterana. Sem er skiljanlegt. Alltaf meiri tengsl í bókum heldur en í myndum.

4 af 5 stjörnum.

Mynd númer tvö kemur út þann 2.okt The girl who played with fire. Spurning um að fara fyrst á myndina og lesa svo bókina?


Sigyae Best

Það verður ekki meira Gangsta en að vera á boxer að vaska upp með 50 cent í botni. Hugsanlega ef ég væri í tætí vætís.

Flutningur

Við erum að flytja í vesturbæinn okkar seinna í vikunni. Búin að skrifa undir leigusamning á Nesveginum og erum sátt með þá staðsetningu.

Erum búin að sækja um flutning fyrir Sebas úr Garðabænum.

Maður verður feginn að losna við þessa eilífu bílatraffík frá G.bæ inní Rvík á álagstímum. Á meðan Sebas er enn í Gbænum þá erum við allavega að keyra á móti traffíkinni þannig að við erum strax að spara um 10 mín í keyrslu.

Svo dettur hann inn á einn af þessum leikskólum í nágrenninu og maður getur farið að slappa af, og sparað eldsneytið.

María vinnur í vesturbænum þannig að allir eru í góðum fílíng. Nú er bara spurning hvar ég fæ vinnu. Vonandi ekki í Hafnafirði.

Nenni samt bara ekki að fokkin flytja. Það er svo leiðinlegt. Ætla sennilega bara að leigja bíl og taka þetta allt í einni ferð.


Michael Bolton

Ég er dottinn svo mikið í rappið að það er vandræðalegt.

Kanye, 50 cent o.s.frv.

Mér líður eins og Michael Bolton í Office space.

Geðveikt harður innan dyra en svo á rauðu ljósi þá lækka ég aðeins í þessu og síg í sætið.

"I take u to the candy shop, I´ll let you lick the lollypop, go ahead girl wont you stop, Keep goin 'til u hit the spot"

Þetta er samt alltaf sama formúlan.
Alt kórus, frekar langt verse, kórus, verse,kórus. Bem. Svo er bara málið að hafa laglínuna soldið abstrakt til að vera ekki mónótónískur. Spurning um að fara bara í þennan bransa.

Hugsanleg nöfn: Slim Siggi, 50 isk og Stoney Sigg


Update

Var hos Pedro í allan dag að horfa á super sunday. Fokkin Sínior Owen. Maður er bara Guttet.

LP komnir í þriðja sætið í deildinni sem er bara vel miðað við þessa byrjun.

Það er í raun gúrkutíð og ég er bara að henda þessu inn svo að ég standi við að hafa lámark eina færslu á dag.

BEM!!!!!!!!!!!!!!!!!


Jóga! never again

Eftir tímann var boðið uppá jóga. Ég hugsaði að það yrði flott fyrir golfið mar. Staðsetti mig á gólfinu og beið. Svo kom kennarinn og settist við hliðina á mér.

Allir aðrir snéru að okkur.

FOKK!

Ég var sem sagt fremst og snéri vitlaust.

Þetta voru btw 90% konur. Sem allar horfðu á mig og kennarann til skiptist. Blikkandi augunum.

Kennarinn bauð góðan daginn og ég samþykkti það aumingjalega. Hún leit þá sérstaklega á mig eins og ég hafði sagt eitthvað vitlaust.

Ég mjakaði mér aumingjalega eitthvað aðeins nær hinu fólkinu og var að sjálfsögðu sá eini sem ekki var með dýnu.

Svo tók ég fljótlega eftir því að enginn var í skóm nema ég. Ég hugsaði hve feginn ég var að vera ekki enn í friggin golfskónum eins og í fyrsta tímanum(sjá fyrri færslur um þá lífsreynslu).

Við byrjuðum eitthvað að teygja okkur í allar áttir útfrá óraunsæjum vinklum, ekki ósvipað golfsveiflunni hans Péturs. Wink wink.

Hún sagði okkur frá ýmsum stöðum eins og hundinum. Þessar stöður voru bara drullu erfiðar svona nýbúinn með boot camp æfingu frá helvíti. Svo var líka ekkert mikið verið að teygja sig eins og ég hafði haldið að kæmi sér vel fyrir golfið.

Þegar hún sagði okkur svo að fara í fokkin hundinn í tvö hundraðasta sinn þá fékk ég nóg. Fór í skónna, stóð upp og arkaði út. Þar sem ég var fremstur vakti þetta athygli.

Það voru ekki liðnar nema 15 af 60 mínútum.

Ég fór uppá efri hæðina og teygði á eins og heljarmenni og kláraði svo þær endurtekningar sem ég náði ekki að klára á boot camp æfingunni eins og sannur KARLMAÐUR.

EKKERT HELVÍTIS JÓGA FYRIR MASSANN


BC III

Fór á æfingu í morgun og þessi var sú erfiðasta hingað til. Byrjuðum á litlum upphitunarhring og gerðum svo útiæfingar þ.a.m. að krjúpa niður og hoppa svo upp. Eftir það voru lærin á mér sem bál, ég var svo þreyttur í þeim.

Svo var okkur sagt að hlaupa annan hring nema bara stærri OG þau mundu taka tímann! 4 mín er flott, lengur en 6 mín er ekki gott.

Ég byrjaði að hlaupa en gjörsamlega gat það nánast ekki. Ég var eins og hreyfihamlaður maður eftir þessi semí froskahopp.

Ég RÉTT náði að skríða upp brekkuna þar sem þjálfarinn stóð með klukkuna og spurði um tímann. 05:45:00 HJÚKK ITTTTT.

Ég var svo glaður að hafa klárað án þess að labba,,,,bara jeeeee (í hljóði að sjálfsögðu enda gat ég ekki stunið upp orði).

Nei, nei, hún segir þá, jæja ekki eftir neinu að bíða, annan hring!

Ég bara,,,,,ERTU GEÐVEIK! hún brosti og sagði mér að hypja mér af stað.

Það var því einungis 5% siggi sem mætti inní sal þar sem, viti menn.......wait for it.......fólk var að hlaupa í hringi. Moþafokk!

Hlupum í nokkra hringi og stopp.

Djöfull var ég ánægður með að vera búinn með þetta. Þetta hlaut að verða auðveldara eftir þetta helvíti.

Nei nei. Parið ykkur fjórir saman og farið í hvíldarstöðu 1. Sú staða er eins og þegar maður tekur armbeygjur en heldur öllum líkamanum uppi, bara tær og lófar snerta gólf.

Snúið þannig í hring og haldið stöðunni, einn byrjar svo að taka eina armbeygju á meðan hinir halda stöðunni. Þannig fer þetta hringinn og svo hækkar talan. Þetta er uppí 10. KOMA SVO TAKA Á ÞVÍ!!!!

Þetta er allt svona. Livin hell.

En ég meikaði það á endanum.


The Lost Symbol

Búinn með The lost symbol eftir Dan Brown. Tók mig 4 daga.

Þetta er skemmtilegasta bók sem ég hef lesið á ævinni(fyrir utan HGTTG að sjálfsögðu). Fullt hús stiga.

Ég hló, ég grét, og svo byrjaði ég að lesa bókina. Nei án djóks, ég gat ekki látið hana frá mér.

Ég bara á ekki orð yfir því hve skemmtileg hún var. Ég veit ekkert hve GÓÐ hún er því ég er kannski ekki dómbær á það, en skemmtileg er hún. Hot-diggití-dem.

Í stuttu máli sagt er þetta um Frímúrarana. Þeir geyma, eins og margir vita, mikilvæg leyndarmál sem aðeins upplýst og vel gefið fólk er hleypt að sökum þess að þessi leyndarmál væru hættuleg í höndum rangra aðila.

Í hnotskurn þá smýgur einn gæji sér inn í regluna og kemst á æðsta stigið í þeim tilgangi að komast að þessu. Til þess þarf hann hjálp Robert Langdons sem hann kúgar til að hjálpa sér með ýmsum prettum.

Ef þú hefur remotely áhuga á bókum þá er þetta möst ríd. Algjört MÖST.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153666

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband