Færsluflokkur: Bloggar
2.11.2009 | 09:35
Bó
Er að lesa ævisögu Bó Halldórs eftir Gísla Rúnar og líkar vel.
Manni hefur ávallt fundist Björgvin vera hrokafullur og leiðinlegur í gegnum tíðina og það kemur bara alveg heim og saman. Samkvæmt bókinni er hann mjög þannig. En málið er að hann bara fílar það og gerir í því að vera með stjörnustæla. Er ráðríkur og frekur og finnst það bara vera í lagi.
Eftir hann liggja milljón fyndnar örsögur um hans svaðilfarir. Oftast með einhverju fyndnu atviki sem skapast sökum stjörnustæla Bó's.
Btw þá er hann kallaður Bó því nafnið hans er þjállt og útlendingar áttu í erfileikum með að bera það fram. Einhver stakk uppá Bogie eins og Humphrey Bogart. Bogie var stundum Boogie en svo styttist það bara í Bo.
Ég mun henda inn nokkrum fyndnum atvikum af Bó, því hann er svo mikill töffari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2009 | 18:53
María
María er ótrúleg. Hún hefur ákveðin hæfileika sem ekki er leikinn eftir.
Þetta lýsir sér þannig að hún á svo auðvelt með að móðga feitar konur.
Þrisvar sinnum hefur það komið upp núna nýlega að María komi eins og kleina til mín og segi mér frá því hvernig hún móðgaði ákveðna feita eða þybbna konu.
Alltaf er þetta tengt barnsburði.
Í dag spurði hún t.d. eina konu hvenær hún ætti von á sér. Konan sagðist hafa átt fyrir þrem mánuðum. Okei, ekkert hræðilegt, en samt svona nett minnandi á hve feit konan er.
Tvisvar sinnum áður hefur hún spurt þessa sömu spurningu. Í báðum tilfellum svaraði viðkomandi kona að hún væri ekkert ólétt. BLAST.
Það er hræðilegt.
Það sem ÉG skil ekki er.....af hverju í andskotanum heldur hún áfram að spurja þessa goddem spurningu!
María bara....óh, okey.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2009 | 00:21
eitt besta reaction EVER! Gamalt og gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 22:40
Sir Mixalot strikes again
Henti saman í eitt skítamix af nýju grúppunni sem ég er að fíla. Manchester Orchestra heitir bandið og er fínt aggresívt/indí/rokk.
Því hærra sem maður hlustar á þetta því betra. Án djóks. Helst að hlusta á þetta í bíl, einn og ekki á rúntinum.
Mixið er efsta lagið í djúkaranum hér á hægri hönd, að sjálfsögðu.
Mér finnst þetta nokkurs konar blanda af at the drive-inn, dashboard confessional og nirvana.
Þetta er 7 mínútna mix því ég bara gat ekki köttað meira af þessu. Þetta er úr sirka 5 lögum eða svo og eru öll fín. Skífan þeirra er í raun líka fín. sirka 3,8 stjörnur af 5.
Myndi segja að "Mainstream MeðalJón" sem hlustar bara á útvarp muni gefast nokkuð fljótt upp á þessu. En sá sem hefur áhuga á tónlist mun apeshitta yfir þessu.
Bloggar | Breytt 1.11.2009 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 16:03
Strím
er að stríma volvo mótinu á Finca Cortesín vinstra megin á skjánum og Ful-LP hægra megin.
Djöfull er Torres fallegt eintak af karlmanni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 16:01
golf
Tók mér mánaðarfrí frá golfi. Fór svo loks í gær og tók 135 bolta æfingu. Bara svona nett til að liðka sveifluna. Gerði allt bara rólega og var ekkert að stressa mig. Þetta kom bara vel út. Sérstaklega ásinn. Solid.
Reyndar var mótvindur, kalt og rigning svo maður var ekkert að þrusa kvikindinu mjög langt, en ég er ánægður með rythmann.
Fór svo inní hraunkotið og púttaði og vippaði.
Er búinn að vera hugsa mikið um sveifluna og það sem ég vill gera. Hægja á öllu, eins og alltaf, þó sérstaklega vippunum og púttstrokunni. Sérstaklega eftir að ég var straujaður í vippkeppni við Alfreð stigakóng, þá sá ég hve rólega hann var að sveifla. Þyrfti að fá einn tíma hjá honum.
Í dag þá finn ég fyrir strengjum í bakinu. Heilbrigt.
Kíki kannski smá á morgun og svo er fyrsta æfingin á mánudaginn. Bíð spenntur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 10:48
Strákakvöld
Allir vaknaðir hér á bæ. Sebastian að fara í krakkaleikfimi og María með honum. Ég ætla til strákana að horfa á Ars-Tott, hljómar ílla. Stúta einum söbbara í leiðinni og málið dautt.
Svo er María að fara sem vampíra á nasa í kvöld til Páls Óskars. Þannig að ég og pungurinn verðum einir heima í kvöld. Strákakvöld! Við munum borða nammi, panta pitsu, reykja vindla og horfa á klám. eeeeeeeekannski eftir 16 ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 18:50
Hundurinn Sámur og dubious bóndasonur
Ég var sendur í sveit á yngri árum. Svona rétt til að siða kvikindið til.
Þetta var prófraun mikil og pungurinn lærði ýmislegt. Ég lærði á klukku. Ég lærði á mánuðina og að binda hnúta. Ég lærði líka að ég fengi ekki allt sem ég vildi og að það þýddi ekkert að væla eins og tjélling.
Það var harkan sex á þessum bæ. Ekkert múður. Ég þurfti að vakna fyrir allar aldir og ná í kýrnar og koma þeim fyrir í fjósinu. Svo aðstoðaði ég við að mjólka þær, old school aðferðir. Bera júgursmyrsl og allur pakkinn.
Það var að sjálfsögðu bóndasonur á býlinu eins og í öllum góðum kvikmyndum. Hann lifði sig sko alveg inní sitt steríótípu hlutverk. Hann var ekkert sérstaklega skemmtilegur við mig. Ég man allavega eftir því þannig, ekkert hrikalegur, bara svona nett stríðinn. Svo var annar strákur þarna líka á sama tíma og ég og þeir voru svona nett að hópa sig saman gegn mér. Bastards.
Til gamans má geta að hinn strákurinn var Finnur, sá hinn sami og var m.a. fréttamaður á skjá einum og í þættinum með stelpunni þarna glöðu sem var í Tal auglýsingunni.
anyways....þessi bóndasonur púllaði eitt hrikalegasta nastí trikk á mig ever.
Ég var náttúrulega ungur og ginkeyptur og hann alltaf eitthvað að plata mig.
Eitt það fyrsta sem hann púllaði á mig var ofangreint nastí trikk. Hann kenndi mér nefnilega hvernig ætti að vera góður við hundinn Sám. Hvernig maður klappaði greyinu og klóraði. Þetta var í upphafi sumars og ég voða ánægður. jeiii.
Í kjölfarið varð hundurinn minn besti vinur.
Svo í lok sumars komu mamma og pabbi að ná í mig og ég voða ánægður og vildi ólmur sýna þeim allt sem ég hafði lært.
Ég sýndi þeim að sjálfsögðu hundinn Sám, minn besta vin.
Sem ég sit hér í sófanum og skrifa þessa miður skemmtilegu reynslu þá er það mér ljóslifandi í minningunni hvernig pabbi horfði undrandi á mig þar sem ég var að klappa hundinum. Hann spurði mig loks;
,,siggi minn, af hverju ertu stöðugt að klóra honum á tippinu?"
Bóndasonurinn hafði þá horft uppá mig jerka(vera góður við) hundinum allt fokkin sumarið!
Engin furða að Sámur varð strax minn besti vinur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2009 | 18:14
gamalt
Þar sem ég var að skoða gamlar færslur á sir.blog.is rakst ég á þennan gullmola.
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=5806
Nokkuð sterkt. Þetta sýnir tækni til að dreifa prumpi. Þessir kínverjar mar...ótrúlegir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar