Leita í fréttum mbl.is

Hundurinn Sámur og dubious bóndasonur

Ég var sendur í sveit á yngri árum. Svona rétt til að siða kvikindið til.

Þetta var prófraun mikil og pungurinn lærði ýmislegt. Ég lærði á klukku. Ég lærði á mánuðina og að binda hnúta. Ég lærði líka að ég fengi ekki allt sem ég vildi og að það þýddi ekkert að væla eins og tjélling.

Það var harkan sex á þessum bæ. Ekkert múður. Ég þurfti að vakna fyrir allar aldir og ná í kýrnar og koma þeim fyrir í fjósinu. Svo aðstoðaði ég við að mjólka þær, old school aðferðir. Bera júgursmyrsl og allur pakkinn.

Það var að sjálfsögðu bóndasonur á býlinu eins og í öllum góðum kvikmyndum. Hann lifði sig sko alveg inní sitt steríótípu hlutverk. Hann var ekkert sérstaklega skemmtilegur við mig. Ég man allavega eftir því þannig, ekkert hrikalegur, bara svona nett stríðinn. Svo var annar strákur þarna líka á sama tíma og ég og þeir voru svona nett að hópa sig saman gegn mér. Bastards.

Til gamans má geta að hinn strákurinn var Finnur, sá hinn sami og var m.a. fréttamaður á skjá einum og í þættinum með stelpunni þarna glöðu sem var í Tal auglýsingunni.

anyways....þessi bóndasonur púllaði eitt hrikalegasta nastí trikk á mig ever.

Ég var náttúrulega ungur og ginkeyptur og hann alltaf eitthvað að plata mig.

Eitt það fyrsta sem hann púllaði á mig var ofangreint nastí trikk. Hann kenndi mér nefnilega hvernig ætti að vera góður við hundinn Sám. Hvernig maður klappaði greyinu og klóraði. Þetta var í upphafi sumars og ég voða ánægður. jeiii.

Í kjölfarið varð hundurinn minn besti vinur.

Svo í lok sumars komu mamma og pabbi að ná í mig og ég voða ánægður og vildi ólmur sýna þeim allt sem ég hafði lært.

Ég sýndi þeim að sjálfsögðu hundinn Sám, minn besta vin.

Sem ég sit hér í sófanum og skrifa þessa miður skemmtilegu reynslu þá er það mér ljóslifandi í minningunni hvernig pabbi horfði undrandi á mig þar sem ég var að klappa hundinum. Hann spurði mig loks;

,,siggi minn, af hverju ertu stöðugt að klóra honum á tippinu?"

Bóndasonurinn hafði þá horft uppá mig jerka(vera góður við) hundinum allt fokkin sumarið!

Engin furða að Sámur varð strax minn besti vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu alveg búin ad missada núna Siggi, flott hjà tèr ad drulla yfir sveitina, og spádu í tad hvenig tù værir ef tù hefir ekki verid í sveit í smà tíma,

Kata (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 02:50

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

bíddu! er ekki í lagi...varstu í ölinu þegar þú ritaðir þetta komment? Lastu ekki færsluna eða?

Í fyrsta lagi þá mærði ég sveitina sínkt og heilagt sbr hvað ég lærði mikið þarna og slíkt. Ég nánast segi bókstaflega að ég væri annar maður ef ég hefði ekki farið í sveitina.

Það eina neikvæða sem ég nefni er hrekkur bónasonarins. Sem er bara sannleikurinn. Dagsatt. Hvað! á ég að ljúga?

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 31.10.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 153120

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband