Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Update

--Var með upp-og niðurgang um helgina. Orðinn góður núna. Þá duttu Beta og DK í veiki. Æðislegt.

--Keppti fyrir hönd Golfklúbbsins Geysis í sveitakeppninni og við lentum í þriðja sæti. Mjög sáttir við það

--Casio Fatso er að fara aftur á fullt eftir að bassastelpan kom tilbaka frá Svíþjóð.

--Er búinn að semja nokkur lög í viðbót sem hugsanlega munu bjarga mannkyninu þegar þau fá spilun á næsta ári.

--Ætla mjög sennileg að taka þátt í 10km hlaupinu á næsta ári. Stefni á hlaupaæfingar á allra næstu dögum. Kannski.

--Förum til Barcelona í lok sept.......


qwerty

já já....allir rólegir.....haldið á hestum ykkar.

það er eitthvað svakalegt í uppsiglingu.

Þegar það gerist mun það verða tilkynnt. HÉR.


Digitech Whammy 4

keypti þennan pedal áðan. Djöfull er gaman að leika sér að þessu kveh---khe---ndhe 

Hugsið Tom Morello í Rage against.....Jack White og þess háttar

Hugsið.......Casio Fatso á sterum!

 


Sirrex

aaaaawwww men ég er svo dottinn í Skrillex

Tékkið mín 1:20 

 

Það Errrr svo gott að blasta þessu í einn í bíl


Kókaín

Ég er búinn að fatta að mitt kókaín er pirringur

Þegar ég verð pirraður þá hugsa ég hratt, skilvirkt og eins og heimurinn sé minn

Ekki ósvipað og menn undir áhrifum kókaíns

Hef reyndar aldrei prófað kókaín en orðið á götunni er að áhrifin séu slík

Það var eitthvað helvítis fólk að kötta fram fyrir mig í kjötborðinu í Nóatúni áðan og ég varð nett pirraður.

Allt í góðu, ég lét það yfir mig ganga en þegar einhverjar mannbleyður ætluðu að troða sér aftur fram fyrir mig þá kikkaði kókaínið inn.

"HVERNIG ER MEÐ ÞESSAR FRANSKAR HJÁ YKKUR!!! ER SÉNS AÐ FÁ EINS OG SIRKA ÞRJÚHUNDRUÐ STYKKI?!!!!!!!!!!"

sagði ég vel hátt og þungur á brún

Ég fann hvernig öll skilningarvit opnuðust við þennan pirring

Ég átti heiminn

Bæði áttu afgreiðslustrákarnir að sjá nokkurn vegin út hver væri næstur. Ef ekki, þá fokkin veit fólk að það er að kötta og á að hafa siðferði til að breyta rétt.

Fékk afgreiðslu

Svo kom ég að kassanum

Ég hélt á DK með hægri, með kjúkling og frönskupoka í vinstri. Wait...there's more.....með hægri hélt ég LÍKA á 2 ltr pespi max og 2 ltr Coke...með puttunum!

Needless to say þá sá ég mjög eftir að hafa ekki tekið körfu eða eitthvað

Allavega....þetta var ekki létt

Ég í þessari stöðu og tveir fyrir framan mig á kassanum. Ekkert mál. Nema hvað.....það var nóg pláss á fokkin rúllubeltinu en konan á undan mér var ekki að nýta plássið.

Hefði maður haft únsu af vitund þá hefði maður rutt til svo maðurinn fyrir aftan, með barnið og vörurnar, gæti komið sínum vörum á beltið.

en nei, nei, fólk getur verið svo ómeðvitað

,,FYRIRGEFÐU, ER MÖGULEIKI Á AÐ ÞÚ HAGRÆÐIR VÖRUNUM ÞÍNUM SVO ÉG KOMIST AÐ MEÐ MÍNAR?!!!"

Djöfull getur maður orðið pirraður stundum


Gallinn við ólympíuleikana

Get ekki sagt að ég sé eitthvað að rifna úr spenningi yfir ólympíuleikunum.

Ekki kannski minn tebolli

Af hverju?

Jú.......

.......það sem drepur mig alveg er hversu langdregið allt þetta stöff er

Ég nenni ekkert að fylgjast með svo dögum skiptir til að fá ein fokkin úrslit í einni fokkin grein.

Gallinn við ólympíuleikana eru allir þessir undanriðlar

Mér finnst persónulega að það allt ætti að vera over n done with

Undan-fokkin-riðlar ættu að vera búnir og á ólympíuleikunum fengum við bara úrslitariðla í öllu sem hægt væri.

Eins og t.d. í sundi

Ég veit ekki hversu margar greinar falla undir sund en þær eru alla vega þrjúþúsundfimmhundruðogfimm....

....og svo plús milljón undanriðlar!

Það ætti bara að fara beint í úrslitariðil og málið dautt. Þá myndi maður nenna að horfa á þennan fjanda

Þetta sama á við um margar greinar þarna. Ekki allar. En margar. Myndi stytta leikana um marga daga

og ps.....til fjandans með þennan helvítis ólympíuanda......menn taka þátt til að VINNA ekki bara til að vera með!


Twitter

Ég er loksins búinn að fatta af hverju fólk er enn að tala um Twitter

Twitter gengur út á að fá inside upplýsingar um fræga fólkið.

Það er það eina sem twitter gerir fyrir heiminn

Fyrir allt annað.....there's Facebook

Ég hef mjög gaman af því að ,,followa" frægt fólk sem ég fíla

Ricky Gervais er aktívur og fyndinn
Billy Corgan. Elska að fá inside info frá honum um hluti
Jonah Hill
Fake Will Ferrel prófíllinn er fyndinn
og margir fleiri góðir

Gaman af twitter


Lög

Slip into the night unnoticed
Superstarz
Lately
Wheenbear
A little Darkside
Forgotten Hummers
Sun falls down
I Bleed
4 Hearts in 1
Heartbeat
It's measured in tears
We should float for thirteen million years
Sullivan boys
For someone else
Don't stand up
Mustang
Your Song
Kurtd Cocain

Tjúner

Keypti mér sniðuga græju á Amazon

tc electronic polytune mini

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er tjúner til að stilla gítarinn minn

Það sem er sérstakt við hann er að í staðin fyrir að plokka hvern streng fyrir sig og stilla, þá strömmar maður bara alla strengina með einu strömmi og sér strax stillinguna á þeim öllum samtímis.

Mun fljótlegra en gamli mátinn.

Svo ef maður vill fá einn strenginn nánar þá bara plokkar maður hann og myndin sýnir bara hann

Korter í brilliant! 

Kostaði mig bara 2000kr því ég átti vildarpunkta sem ég breytti í inneign á Amazon. Annars kostar svona græja 15þ hérna á landi.

Brilliantín á lokastigi 


Ný spíta

Keypti nýja spítu í dag

Þessi gítar er alveg eins og minn gamli gítar, nema bara fallega brúnn í stað þess að vera rauður.

Epiphone Les Paul Standard Iced Tea

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég keypti hann reyndar ekki, heldur skipti á honum og mínum gamla

Helvíti þægilegt

Þessi er framleiddur 2010 í nóvember í kína

Hann hljómar einstaklega vel en lúkkar enn betur 

Það sem maður gerir ekki fyrir lúkkið........djöfull er maður klikkaður. Bara af því að hinn var rauður og þessi brúnn. Insane.

Þessi litur heitir reyndar Iced Tea. Gamli var Heritage Cherry Sunburst 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 153116

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband