Leita í fréttum mbl.is

Hjálpi sér hver sem best getur

Tjallarnir heilsa manni oftast með frasanum "hey zig, how are you?"
Auðvitað eru hin réttu viðbrögð að svara "hey, how are you" og málið dautt.

Ég get samt ekki gert að því nema svara spurningunni og segi þeim í kjölfarið hvernig mér líður. Ég er bara svo einfaldur.

Það sama má segja um þegar einhver spyr um golfið "hey zig, how did you play today?" Þar sem hið rétta væri að segja bara vel og málið dautt. Gæti líka sagt ílla en þá verður að fylgja mjög stuttorð einnar línu útskýring.

Ég brest stundum í einhverjar rosa útskýringar á þessu og hinu, þar sem mér finnst ekkert skemmtilegra en að tala um golf (sérstaklega mitt golf).

Svo lítur maður á manneskjuna og sér þennan svip. Þennan don´t give a rats ass svip. Þá snarþagnar maður og spyr sömu spurningu á móti.

Svona er þetta bara. Ég festi mig ekki í leim málvenjum sem ofangreindum heldur svara bara spurningum sem á mig er borið. Annað er bara shallow og pedantic.

KJ:"Hjálpi sér hver sem best getur"
vampíros locos:"Pétur"


Ameríka

Fór hring í morgun á Ameríkuvellinum á La Cala. Los Bacons hringdu í mig og vildu mig í smá keppni. Los Bacons eru tsjallar sem heita Greg Bacon og sonur hans Tom Bacon. Báðir eru með í kringum 3 í fgj og mjög keppnishæfir. Greg er margfaldur meistari la Cala. Hann er líka meðlimur Valderrama sem gerir hann af nokkurs konar guði. Ég man þegar hann bað mig um númerið mitt, skömmu síðar þegar hann var farinn þá sögðu meðspilarar mínir hve heppin ég væri því hann væri þá örugglega að fara bjóðar mér á Valderrama. Úúúúúúú. Það hefur enn ekki gerst.

anyway...Ég átti 5 metra fuglapútt á lokaholunni til að vinna Tom en lét mér parið nægja í þetta sinn. Jafntefli.

Spilaði ekki vel í dag og kom inn á +9 með 4 dobbúl bógí.

par,par,dobbúl,par,par,par,skolli,skolli,fugl = +3
par,dobbúl,par,dobbúl,par,dobbúl,par,par,par = +6

32 pútt, hitti allar brautir nema tvær en bara 10 grín. Enda var ég ekki að spila vel. Mörg mistök og flest útaf ásnum sem var mjög kaldur í dag.

Eins mikið og ég reyndi að einbeita mér í dag þá var það ekki að gera sig. Ég einfaldlega sá ekki höggin fyrir mér. Sem er krúsjal.


From Russia with a Mjá

funny pictures of cats with captions
more animals

Þombí

funny pictures of cats with captions
more animals

Planið

Planið hjá mér núna fram í maí er eftirfarandi:

Mót einu sinni í viku á La Cala á þriðjudögum.
Mót einu sinni í viku á Lauro Golf á laugardögum.

Einn æfingarhringur á viku, oftast á Lauro golf.

Reinsið á morgnanna í 3 tíma. Reinsið og stutta spilið síðdegis í 3 tíma.

Mikið reins því ég þarf að leggja áherslu á sveifluna í augnablikinu. Annars að öllu jöfnu ætti stutta spilið að vera 65%-70% af æfingarplaninu.

Svo fiska ég upp stór og flott mót víðsvegar á Spáni.

26-28 Janúar er Campeónato de Málaga á El Parador vellinum. Huge mót á einum elsta velli Spánar. Mjög virtur völlur sem ég hef spilað einu sinni. Fyrsti dagurinn er handicap medal (allir eiga möguleika), svo hina tvo er scratch mót þar sem allir bestu golfararnir mæta á svæðið. Tók þennan fyrsta dag með svona til að hita upp fyrir síðari dagana sem er alvöru.

5-8 feb er Campeónato de Barcelona á El Prat vellinum nálægt Barcelona. Fjögurra daga risamót með æfingarhring þann fjórða feb. Það verður köttað eftir þrjá daga. Þarna eru gæjar með plús 2-3 í fgj. að keppa á einum virtasta velli Spánar. Þetta verður algjör pakki fyrir mig þar sem það tekur 8 tíma að keyra þangað og svo hótel í 5 daga. Mótið kostar bara 75€ sem er snilld fyrir 5 hringi á þessum úber velli. Verður kannski 550€ í heildina, en bara 350€ ef Gabriel kemur með og splittar hótel-og bensín kostnaði.

Ef ég vinn þessi mót þá mun ég láta skrá mig í símaskránni sem MálagaMeistarinn eða Meistari Barcelona. Djöfull verð ég óþolandi þá, alltaf þegar ég keyri um götur Málaga þá verð ég með glott á fésinu því þar keyrir Meistari ykkar góðir þegnar. Ef einhver brúkar kjaft, þá bara minni ég hann á að hann sé að tala við Meistara sinn.


Pro

Spilaði í dag með Henry frá Bretlandi sem vinnur fyrir UN og er staðsettur í Genf. Hann er með 3 komma eitthvað í fgj.

Spilaði líka með þýskum strák með 1 komma eitthvað í forgjöf. Hann stefnir líka á atvinnumennsku. Fínn spilari en ég rústaði honum. Vann hann með einu höggi.

Lenti í fjórða sæti á 75 nettó og þrír aðrir á 74 nettó. Bömmer.


Lauro golf

Ég fór í mót í morgun á Lauro golf og spilaði ágætlega. +4 með 32 pútt, 85,7% brautir og 61.1% grín.

par,par,tvöfaldur skolli,skolli,fugl,par,par,par,skolli = +3
Fugl,par,skolli,skolli,par,fugl,par,skolli,par = +1

Þessi dobbúl var útaf ég hitti ekki grín á par 3 og þrípúttaði svo. Skollinn á eftir útaf lélegu upphafshöggin sem faldi kúluna bakvið tré. Fugl á fimmtu með flottu pútti. Svo jafnslétta þangað til á níundu þar sem ég fékk víti og skolla.

Fugl á tíundu með flottu pútti. á tólftu viffaði ég( sópa undir boltann og taka stóra torfu og boltinn fer uppí loft og ferðast bara 20% af leiðinni) eitt höggið og fékk skolla. Næsti skolli var útaf ég sköllaði fimmujárn á par 3. Svo kom gott par á fimmtándu þar sem ég var meter frá OB eftir upphafshögg. Svo flottur fugl með master pútti. Sextán bauð uppá gott par með up&down frá sandi. Svo skolli eftir frábært upphafshögg, viff, aftur viff, vipp og eitt pútt. Sargasti fuskin durgur.

Þessi viff högg eru útaf því að völlurinn er blautur og maður sópar svona undir kúluna. Ekki ósvipað þegar töframenn kippa dúk af borði fullum af borðhaldi. Þrjú þannig högg skrifast á viff og segjum eitt í þessu óþarfa þrípútti. Annars bara sáttur. Þetta er bara formið, þegar það dettur inn þá er ég til alls líklegur.


Skoska

Ég fíla skosku. Hárbeitt og fyndið.

Ég setti nýtt lag í tónspilarann hér á hægri hönd sem heitir It´s my own cheating heart that makes me cry eftir Glasvegas.

Þeir eru rammskoskir og það er mjög gaman að lesa textann á meðan maður hlustar á lagið til að bera saman framburðinn. Sem er snilld. Við erum að tala um Híd (head) og allur pakkinn.

Auk þess er þetta eitt besta lag ársins 2008. Allavega topp 3.

Ekki missa af því.

Its my own cheating heart that makes me cry

Let the raining teardrops rain down on me tonight
i think making up, faking up stories is alright
tick tock stop the clock, fiction is my thing
my attitude is always i and me and mine

oh I’m so clever, I'm so clever, I'm so clever
until my paranoia kicks in then I’ll accuse her
of doing all the worst things i do best
its funny how me fucking her about
has got me in this fucking mess

liar liar liar liar pants on fire
lies alibis lies more alibis
from the truth, i admit I’m more than shy
ain’t it the times we are living in
everybody’s doing it so why cant I?

i tally up tonight’s strangers
and stragglers that I’ve kissed
training ground notches, perfectly executed notches
and near misses
its all about going out and getting pissed with eagle eyes
and sincerity bottom on my list
what’s the story morning glory?
i feel so low and worthless, yeah

so this is where the outcome unfurls and the truth is being told
a cloud has gathered over my head and now i know
infidelity and my good friend ecstasy doesn’t work, it makes you worse
I’m feeling so guilty about the things i said to my mum when i was ten year old
I’m feeling so guilty about any old shit
and how i think my missus is fucking every guy that she looks at
this is it, this is it, this is it, this it
the end was always coming and now its here

so this is the grand finale
the crescendo of demise
this is the happy ending
where the bad guy goes down and dies
this is the end
with me on my knees and wondering why?
cross my heart, hope to die
its my own cheating heart that makes me cry


Calde llorón

Calderón búinn að segja af sér í kjölfar hneykslis á aðalfundi Real Madrid. Gæjinn rammspilltur en viðurkennir að sjálfsögðu ekki neitt.

Hann beygði af á fréttamannafundi þegar hann var að þakka konu sinni fyrir að styðja við bakið á sér. Þakkaði svo börnum sínum og fjölskyldu á meðan hann brynti músum.

Nú er bara einhver annar rammspilltur tekinn við. Nýtt nafn til að læra.


Quantum of Boredom

Nýja bond myndin stóð ekki undir væntingum. Fannst hún leiðinleg.

Í 80% af myndinni sjáum við Bond vera elta einhverja kalla fram og tilbaka. Restin svo eitthvað crap.

Þetta minnir mig á myndirnar hans Hrafns Gunnlaugs þar sem meirihluti myndar var bara kallar í víkingafötum ríðandi fram og tilbaka.

2 stjörnur af 5


Veikskóli

Sebastian búinn að vera nokkra daga á leikskólanum og strax kominn með eitthvað í hálsinn. Ég ætlaði hvort sem er að taka morguninn frí þannig að hann er bara hjá mér. Horfir á lala og pó með seríós í annari og pútter í

Stafalogn

Það var svo mikið stafalogn í dag útá velli að þið hefðuð ekki trúað því. Það var lúmskt kalt en samt var ég bara í vaffhálsmáls peysu og póló bol. Ekki vind að sjá. Sá samt nokkra stafi svífandi um lognið. Var með of lítið í goggin í dag með mér. Bara...

Full Metal Catet

more animals

65 högg!!!!!

Ég fór hringinn í dag á 65 góðum höggum og 10 lélegum. Samtals 75 eða +3. sökker. Fyrsti hringurinn í mánuð. Ég hitaði upp með 9 holum til að koma mér í smá gír. Fór svo neðangreindar átján holur. fugl-skolli-par-skolli-par-par-par-skolli-par= +2...

Hraðbanki bank

Þetta tal um banka minnti mig á einn góðann sem ég las fyrir mörgum árum síðan. Ef þið munið eftir Loka sem var/er aftan á DV þá kommentaði hann alltaf á einhverja frétt á öftustu síðunni. Einu sinni var þar frétt um mann sem festist inn í hraðbanka og...

Nýtt fas

Ég var í jólafríi á Íslandi þar sem ég sveiflaði ekki kylfu en gerði soldið annað í staðinn. Ég las þriðju bókina eftir Bob Rotella og hugsaði frekar mikið um golf. Ég einblíndi á að hugsa bara jákvætt um ýmsa þætti,þegar ég er að fara sofa og líka bara...

Majestikkkkk

Var á reinginu í morgun og er bara orðinn nokkuð sáttur við sláttinn. Vippin er snilld, púttin snilld. Er soldið á milli átta með ásinn því ég hef ávallt haft boltann frekar framarlega eða á vinstri hæl í upphafsstöðu og þá átt í hættu með að vera með...

Bankar

Bankarnir hérna eru mjög frumstæðir. Þeir búa ekki eins vel og þeir íslensku að því leyti að hafa miðlægan gagnagrunn eins og Reiknistofa bankana er. Eða RB eins og þetta kallast í daglegu tali. Þar af leiðandi gengur allt miklu hægar fyrir sig....

Jón Frussandi

STÓRFRÉTTIR!!!!!!!!!!! John Frusciante er að fara gefa út sínu tíundu sólóskífu þann 20.janúar. Hæ hó og jibbí jei og jibbí jei. Þetta er minn uppáhalds tónlistarmaður og sá sem kemst næst því að gera tónlist eins og mér finnst best. Auðvitað myndi ég...

Einbeiting

Var á reinginu í morgun eins og vanalega. Þrír og hálfur tími að spá og spekúlera. Með mér voru dani og svíi. Daninn er með 0 í fgj en þessi svíi er nýr hérna og með 3 komma eitthvað. Fórum í smá keppni í lokin. Sá sem var næstur 100 metra skiltinu fékk...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband