Leita í fréttum mbl.is

R7 Limited IT IS

R7 Ltd 9,5° með Matrix Ozik Xcon 5,5 MOI 60gr Stiff skafti sem er Blóðrautt og til í slaginn.

DSC00015


Ærslabelgur

Silvio Berlusconi sagði um Obama forseta usa að hann væri „Ungur, myndarlegur og sólbrúnn."

Það er ekkert dipló þarna í gangi.


R7 Ltd 9,5° Matrix Ozik Xcon 5,5 MOI 60gr Stiff Blóðrautt

Fór í morgun til David Leadbetter Academy uppí La Cala þar sem Taylor Made Himnaríkið er. Fór í fitting session og endaði á að slá upphafshögg í þrjá tíma, prófandi allskonar dót.

Eftir að hafa slegið 10 högg í monitornum þá var þetta bara komið. Öll mjög svipuð og ég mjög consistent. Engin ástæða til að slá fleiri högg. Niðustaðan sem talvan ældi út var R9 TP 9,5° stilltan á draw með Diamanda stiff 65gr skafti.

Ég fór því út á gras og fékk þannig ás ásamt R7 Ltd, Burner og Tour Burner sem allir eru sambærilegir tölvuniðurstöðinni.

Sló milljón bolta og gat strax útilokað Burnerinn, fíla ekki þetta monster lúkk.

Fílaði heldur ekki R9 þó svo að ég hafi leikið mér aðeins með stillingarnar 24 sem í boði eru. Neutral hentaði mér best, ekkert draw kjaftæði. Ég reyndi eins og ég gat að fíla þennan ás en ekkert gékk.

Eftir voru R7 Ltd og Tour Burner. Fílaði þá báða mjög vel. Hændist að R7Ltd því þar er ég allavega með möguleika á að stilla þyngdir í fade og draw. Hef hann samt í neutral því þar er ég að reykja kúluna útá ballarhaf.

Tour Burnerinn er ekkert stillanlegur. Svo var R7Ltd líka með svo svölu skafti að ég pissaði nánast í mig.

MATRIX OZIK Xcon-5.5 MOI Stiff 60grömm Blóðrautt.

Þetta skaft er Ferrari skaftana. Margir helgargolfarar sem átta sig ekki á því að það er skaftið sem er mikilvægast. Ef ég ætti að prósenta þetta myndi ég segja að skaftið væri 85% og hausinn 15% af árangri.

Tek þessa demo kylfu af R7 Ltd í mótið á morgun til að prófa hana betur og ákveð svo hvort hún verði keypt. Gæjinn þarna uppfrá var súpernice, Vinnie, og hann mældi líka Graham og Gabriel var þarna líka að fylgjast með. Allir sammála um R7 fyrir mig.

Svo er 7 líka happatala


Pinseeker 3000

Hér á myndinni að neðan sjáiði minn kæra G5 á meðan allt lék í lyndi. Bara sekúndum eftir að ég tók þessa mynd tók ég eftir rifunni á höggflétinum.

Spilaði 27 holur á Lauro í dag með Graham. Hitaði ekki upp eins og ég geri vanalega og tók því fyrstu níu í smá upphitun. Ótrúlegt hvað maður þarf sirka 20-30 högg til að finna rythmann í sveiflunni, skjóta sig í fílíng. Finna tempóið.

Tók svo 18 á +3 þar sem ég tók Stenson á þetta og spilaði bara með tré þristinum. Prófaði reyndar 4 ásahögg sem voru rosaleg. Graham sagðist aldrei hafa séð mig slá jafn flott upphafshögg, og það með ásinn bilaðan.

Var að pútta frábærlega, engar gloríur en bara öruggur og flottur í rútínunni.

Tók einn pinseeker frá 110 metrum með Pw, hitti beint í stöngina og því miður þá endurkastaðist kúlan 10 metra til baka og af gríninu í glompu. Skolli í kjölfarið í staðin fyrir fugl. Það eru nefnilega þykkar járn stengur í holunum í staðin fyrir þessar mjóu plast stengur sem hefðu kastað kúlunni max 1 meter eða beint í holu. That´s golf.

Graham var handarbaki frá því að fara holu í höggi með blending á par 3. Hann sagðist vera nokkuð rólegur yfir því þar sem hann hefur farið núþegar 6 sinnum holu í höggi. Hann er náttúrulega bara phenomenon. Og í öll skiptin í móti og skráð.

Á morgun á ég tíma í fitting session þar sem ég verð mældur í bak og fyrir og teiknaður upp í þrívídd til að finna út hvaða ás hentar minni sveiflu.

Mun prófa Taylor Made R9TP, R7 Ltd og Burnerinn. Því miður fæst engin Ping G10 demókylfa til að prófa og engin custom fitting fyrir þá kylfu þannig að Taylor made var það heillin.

Ætla svo að reyna að finna Ping G5 þegar ég kem til Íslands til að hafa sem backup. Vonandi á einhver þannig grip vel með farin sem vill selja mér hann.


Myndir, nýjar

Nýjar myndir í myndabloggi hér til vinstri. Albúm 13.

Highlights=Graham Broom, Fallegt í nærmynd og Sebas með fyrstu viðreynsluna þar sem Svetlana Rússninský kemur við sögu.

 

fallegt

 


Verðkönnun

Fór á stúfana og kannaði markaðinn.

R9TP (tour preferred) kostar með vina afslætti 424€
R9 regular kostar 382€
R7 Ltd kostar 322€
Burner kostar 340€

Ping G10 kostar 275€

En minn kæri G5 virðist vera ófáanlegur sökum aldurs. Greyið kallinn.

Þetta væri allt í lagi ef fokkin krónan væri ennþá í 90 eins og hún var þegar ég flutti hingað. R9TP kostar núna nærri 70þ en áður nærri 38þ. Sarg.

Er eiginlega farinn að hallast að G10 eða R7 Ltd sem var víst gríðarvinsæll á túrnum.

G10 útaf því hve líkur hann er G5 og með svipaða eiginleika og spilun.

R7 Ltd útaf því að þar get ég stillt hausinn í fade/draw/beint og hann hefur gott orðspor.

Held ég þurfi ekkert meira en það, þarf ekki þennan R9 sem maður getur still loftið á hausnum líka til að láta kúluna fljúga ofar eða neðar. Hann er mjög nýr og lítil reynsla af honum.

Sjúgum til.


Vinur minn að deyja.......sniff****

Það kom að því......bláa þruman er að syngja sitt síðasta. Búinn að slá milljón upphafshögg á þessum þremur árum með ásnum mínum elskaða og í dag sá ég rifu á höggfletinum.

Ég var að rippa svo mögnuð upphafshögg að ég varð að stöðva og kíkja á höggflötinn því mér fannst ég vera negla kúlunni ávallt í miðjuna. Svo magnaður andskoti að ég varð að dáðst að þessum boltaförum.....nei,nei,nei, hvað sé ég, það er rifa byrjuð að myndast þarna mér til mikillar mæðu.

Núna verð ég að fara að svipast um eftir nýjum ás. Soldið bittersweet því það er gaman að kaupa sér nýja hluti en sárt að sjá eftir peningnum og gömlu góðu þrumunni sem hefur þjónað mér ágætlega.

Var að pæla að kaupa mér bara aftur G5 á niðursettu verði og nota hann eitthvað áfram því ég nenni ekki að fara læra á nýjan ás.

Kaupa svo R9 eða G10 eða Rapture síðar meir og æfa hann hægt og bítandi inn í leikinn.

Talandi um wear and tear, járnin mín eru líka ansi sjúskuð. Það er að eyðast út P-ið á pitshinum og 3-4 rákir farnar. Svipað á 6-unni en aðeins minna samt. Wedgarnir eru líka ansi eyddir.

Ekki nema furða, þrjú ár í konstant notkun tekur á. Próarnir eru að skipta wedgunum á 2 vikna fresti.

Ps. Á teig á morgun á Lauro og verð líklega bara að taka nettan Henrik Stenson á þetta. Hann notar oftast bara 3 tré á meðan aðrir nota ás. Tapa nokkrum metrum en það verður að hafa það. Operation Stenson.


Eista

Gleymi aldrei einum gullmola sem vinkona mín Tinnsky Bessadóttir varpaði fram á einni vaktinni á Loftleiðum.

Félagi okkar hann Kevin var að deita stelpu frá Eistlandi. Þau komu í smá heimsókn á vaktina og við tókum spjall.

Sem er ekki frásögu færandi nema hvað að Tinna segir að ef þetta gengur upp hjá ykkur þá munið þið eignast eista.

Viðbjóðslega fyndið at the time, ætli þetta sé ekki svona "had to be there" moment.


Dudley

Hef tekið eftir því að oft þegar ég er á reinginu þá þarf ég að róa mig niður. Er of ör. Tek högg og raka nýjan bolta í skotfæri instantly.

Þetta gerir það að verkum að ég á erfiðara með að slá mörg góð högg í röð með ásnum (blue thunder).

Tek eitt þrusuhögg og svo næstu 2-3 svona lala. Engin dudley McMishit, bara ekki þangað sem ég vill að kúlan fari.

Hef því tekið upp á því að taka kannski 5 bolta í upphitun með ásnum en eftir það er það bara eitt með honum og svo 2-3 með annari kylfu. Þá kemur ásinn sterkur inn eftir nokkra kúlna bekkjarsetu.

Ekki ósvipað og vera að spila hring.

Tók eftir tveim atvinnumönnun í dag sem voru einnig að æfa þarna. Þeir eru súper rólegir í tíðinni. Taka nokkur högg, öll með góðu millibil, setjast svo niður á bekk í 3-5 mínútur í hvíld.

Verð að fara gera eitthvað similar.


gabbarinn mikli frá kashmír

Ég skipulagði elaborate gabb fyrir Maríu og klúðraði því instantly með fyrstu setningunni með því að segja að golfið hafi vera eins og vanalega, þegar hún spurði.

Fokk.

Ætlaði að nota hola í höggi gabbið sem Pedro laumaði að mér áðan.

Þá var það plan b og ég snöggur að hugsa án þess að hún fattaði neitt. Ég naut góðs af því að þetta er ekki í umræðunni hér á Spáni.

Ég spann einhverja lame sögu um að Sergio Garcia hafi verið á æfingarsvæðinu í morgun. Hún gleypti við því ótrúlegt en satt.

Já, ég bara nonchalant og allur casual sagði að reyndar hafi verið mikið af fólki þarna og ég náði ekkert að tala við hann. Hann var samt að vippa á sama gríninu og ég var að vippa á.

Ég gjóa augunum að henni og tek eftir að hún virðist ánægð fyrir mína hönd og virkilega ekki að sjá í gegnum þetta plott.

Jú jú, ég nálgaðist hann ekkert en var svo heppinn að vingast við umboðsmanninn hans sem fékk númerið mitt. Hann veit núna mína forsögu og hafði áhuga á ævintýri the icemans.

María var enn ekki að fatta þetta. Ég var orðinn svo sigurreifur að ég bara trúði þessu ekki. Ég að gabba gabbarann mikla frá kashmír. Djöfull hlakkaði í mér. I WILL TRIUMPH.

Svo gat ég ekki haldið fésinu lengur og spurði hana hvort hún vissi virkilega ekki hvaða dagur væri í dag. Hún tjáði mér að það vissi hún vel, en fannst bara svo sætt hvað ég væri glaður með þetta litla gabb mitt og vildi ekki eyðileggja gleði mína sem skein, greinilega of áberandi, úr andliti mínu.

SARGASTI DURGUR


1 apríl gabb

pútt-reinge-vipp-pútt. That´s just how I roll. Fattaði ekki að það væri 1 apríl fyrr en ég fór á netið núna fyrir hálftíma síðan. Sá ófyndin lame göbb og sá strax hvað var í gangi. Tók þá meðvitaða ákvörðun um að vera ekkert að standa í þessu rugli. Það...

Uncle Buck

"Have a rat gnaw that thing off your face" Klassík.

Finni, we kjöt again.

Svo eru það fokkin finnarnir. Djöfull er það pirrandi fólk. Hef ekki hitt einn finna sem var hress og skemmtilegur. Sorrí, fer bara eftir eigin reynslu, get ekkert annað. Þeir eru búnir að hertaka reingið. Maður var sáttur þarna á grasinu, oftast bara...

Golfaþon

Þetta mjakast. Púttin að batna. Gabriel farinn að spila aftur og er sáttur. Morgundagurinn verður eins og þessi, æfingar út í gegn. Svo á fimmtudaginn fer ég á Lauro að spila með Graham, og kannski Gabbe. Hér er flott veður en smá rok. (ein til tvær...

Dagur

Dagurinn í dag var snilld. Mikið golf og allt jákvætt. Tók vippin betri tökum. Fékk uppreist æru í púttunum og sveiflaði mjög vel. Þegar ég sveifla ekki vel er bara um tvennt að ræða. Ég miða vitlaust eða ég gleymi mér og sveifla of hratt. Miða vitlaust...

Í blóma

Sitjum hér heima að horfa á Pocoyo,latsi tovn (lazy town), toddworld, og opsídeisí. Búnir að snæða og tilbúnir í síestuna. Púzzluspilið endalausa í kringum álfinn. Það byrjar kl 7:30 þegar vekja skal dverginn, klæða og fæða. Skutla svo fjölskyldunni á...

Ómennskur

Tiger vann á lokaholunni með lokapúttinu. Þeir voru jafnir fyrir síðustu holuna og áttu báðir löng pútt fyrir fugli. Sean klikkar á sínu og svo smyr Tígurinn sitt í að venju. Brakandi. Hann hafði mest komið til baka og unnið með 8 höggum árið 98 eða eð...

Tigerinn saxar.....

Tigerinn var 5 höggum á eftir Sean í byrjun dags. Eftir 8 holur var það komið í 1 högg. Þegar níu eru eftir eru þetta 2 högg og allt getur gerst. Spennó. María fór á þetta reunion í gær og kom heim með fullt af slúðri. Af 20 manns þá reykja allir nema 4....

Kjeldsen vann

Horfði á Opna Andalúsíu mótið og sá Sören Kjeldsen innbyrða verðskuldaðan sigur. Hann spilaði flott og árangursríkt golf. Það sem vekur athygli er að skotar eiga þrjá menn á topp 6. Monty kvartaði fyrir sirka tveim vikum yfir hversu fáir landar hans væru...

P.L.S.Þ.E.S.H.G

Eins og ofangreind skammstöfun segir réttilega frá þá voru við pungarnir einir heima í gær og nótt. María fór til Málaga að hitta gamla skólafélaga. Fólk sem hún hefur ekki séð í 20 ár. Hún svaf svo í íbúðinni þar og kemur núna í morgunsárið. Við...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 153659

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband