Leita í fréttum mbl.is

Róa sig

Mun spila á Lauro á morgun við Graham. Leggjum eitthvað undir til að auka pressuna.

Lykilatriði hjá mér núna er að sveifla hægt en taktfast. Hraðaaukning á réttum stað og vera salí rólegur. Í öllum fokking höggum. Ekki láta 3-5 högg sleppa eins og undanfarið.

Þegar ég stend yfir kúlunni þá hugsa ég um mjög fáa hluti.

1. ég er búinn að taka mér stöðu og mið. To hell with hvert boltinn fer, ekki mitt vandamál því ég er búinn að ganga frá þeim málum. Núna er bara að framkvæma höggið og ekkert annað.

2. Hugsa svo um að gera allt rólega, þangað til að ég er kominn sirka einn þriðja af sveiflunni niður í framsveiflunni, þá er það operation bombs away.

Þessar hugsanir taka náttúrulega bara 3-5 sek eða svoleiðis. Mér hefur fundist fyrri hugsunin einstaklega ágæt. Tekur einhvern vegin mjög margar aðrar óþarfa hugsanir út.

Hvort segir maður "einhvern vegin" aða einhvern megin"????????


Stílbrot

Það er margir golfkennarar til og einnig mörg afbrigði af kennslunni sjálfri.

Í morgun voru þrír kennarar á reinginu, einn spænskur og tveir finnskir.

Feiti finnski kennarinn var bara með einn nemanda, kvenkyns, og gjörsamlega missti sig í unaðslegum lýsingum á sveiflunni. Ég var við hliðina á þeim og heyrði þessa finnsku rödd gnýstast í eyra mitt og hreinsa í leiðinni allan eyrnamerg sem eftir var.

Hann tók þann pól í hæðina að tala lágt, á mælikvarða finna, og vera eins unaðslegur og hann gat. Þó ég skilji ekki finnsku, sem betur fer, þá var greinilegt að þetta var nokkurn vegin eftirfarandi:

"svona elskan, þetta var lagið. Úúú jeee, þarna þekki ég þig. oohhh þetta er fallegt, Áfram svona, jeeee gæskan, meira, meira, meira."

mælt á róandi, unaðslegri og barítónslegri rödd (á finnskan mælikvarða).

Hinn finnski kennarinn var með 6 manns í kennslu. Þau byrjuðu á sama tíma og ég byrjaði að slá. Hann raðaði þeim í hring og lét þau gera teygjur til að byrja með. Skynsamlegt. Ég teygði einnig í upphafi.

Munurinn á þeim og mér var sá að ég sveifla kylfunni í kringum mig og liðka mig þannig upp, enda er það eina hreyfingin sem ég mun framkvæma við golfiðkunina. Ég byrja með 100% flata sveiflu og lækka kylfuna svo smátt og smátt niður og enda með normal sveiflu. Tekur kannski 3-5 mín. Þau hins vegar voru að framkvæma allskonar teygjur sem ég bara skil ekki hvernig tengjast golfi. Þau voru í sirka 20 mín að teygja.

Svo byrjaði kallinn á að tala við þau, sennilega um golf (samt ekki viss), og fór síðan og sló kúlum á meðan hann talaði við þau. Fólkið var sem sagt búið að hita upp í 20 mín og voru svo núna að horfa á kennarann slá boltum á meðan hann, seemingly, jós úr viskubrunni sínum.

Þetta varði í sirka 10 mín.

Svo loks fékk greyið fólkið að slá nokkrum boltum í sirka 30 mín á meðan hann gékk á milli eins og kóngur í ríki sínu og hjakkaði andrúmsloftið í spað með sinni baritón röddu sem minnti, again, á kríu sem hafði nýlokið 5 daga fyllerí þar sem hún drakk ekkert nema G&T og reykti vindla.

Talandi um að kaupa köttinn í sekknum.

Sá spænski virtist vera bara normal kennari. Var með einn nemanda og stóð hjá honum og leiðbeinti.

Það er ekki oft sem sá spænski virðist vera eðlilegur miðað við annað fólk.

En jú, ef finnar eru nálægt, dettur einhvern vegin allur standard aðeins neðar. Again, ég byggi bara mína sleggjudóma á eigin reynslu, enda get ég ekkert annað gert. Annað væri hippókritikal, hræsni og vitleysa. Blandað saman.


Frasakallar

Golf er gróðrarstía fyrir frasakalla. Spilaði með dana um daginn og djöfull var hann með alla þessa skólarbókarfrasa á hreinu. Mjög lame.

"there are no photos on the scorecard, dosen´t matter if it´s pretty or not, as long as it´s effective"

"gotta pass the hole, otherwise it dosen´t stand a chance"

"when it´s breezy, swing easy"

Man nú ekki fleiri í augnablikinu, en gæjinn talaði bara í frösum. Frösum sem allir kunna utan af en finnst of lame til að segja þá upphátt.

Þetta er eins og með þegar maður er að hita upp og setur kannski langt pútt í. Þá stökkva allavega sirka þrír á mann og koma með frasann, "vó, þú ert greinilega bara tilbúinn á fyrsta teig, hehe, þarft ekkert að æfa meira"

Einn ofnotaðasti og leiðinlegasta frasa klisja ever.

Er reyndar í stífri keppni við neðangreindan:

"já, ég er bara að spara mig fyrir morgundaginn þegar ég tek þátt í mótinu" ......sagt strax eftir lélegt högg eða þegar púttin vilja ekki detta.

LAAAAAAAAAAMMMMMMMMMMMMMMMEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEE


Spilun

jæja, þá ætla ég að reyna að spila aðeins meira núna. Þriðjud-fimmtud-laugardag. Sjáum til hvort þetta stabíliseri leikinn hjá mér.

Hef verið að spila mjög fallegt golf en með 2-3 lélegum brautum inná milli.

Gleymdi að minnast á eitt markvert á síðasta hring. Ég var í röffi og átti 150 eftir í stöng. Það var meðvindur þannig að ég tók níuna sem ég slæ vanalega um 140 metra. Í þeirri von um að vindurinn myndi hjálpa mér með 10 metra.

Ég fann í sveiflunni eitthvað sérstakt. Það poppaði upp mynd í kollinum á mér, eiginlega bara í miðri aftursveiflunni. Þessi mynd var af Tiger Woods. Ein af þessum fjölmörgu senum sem maður hefur séð af honum, þegar hann er í röffi og gjörsamlega rippar kúluna milljón metra áfram, með þessum köttuðu vöðvum sínum.

Það stóð heldur ekki á því. Kúlan endaði í grínkantinum, nema hvað, í hinum enda grínsin. Ég varð svo hlessa að ég mældi metrana sem ég yfirskaut pinnan og í ljós kom að þetta voru 30 metrar.

Ég hafði rippað níu járninu 180 metra úr röffi. Reyndar í meðvindi en samt. Ég hefði haldið að meðvindurinn myndi kannski vera svona 10 metrar. 15m max.

Samkvæmt mínum kokkabókum er þetta 10m meðvindur, 15m flyer og 15m metra extra ripp. Sem gera 140m + 40m = 180m

Það er naumast massinn á kallinum.


Komin heim

Setti nokkrar myndir inn í albúm 16 á myndablogginu hér til vinstri.

Bara svona rétt til að láta vita af okkur.

Fórum sem sagt til Guadíx á hátíðina þar.

Heppnaðist allt mjög vel og mjög gaman í alla staði.

Myndirnar eru af pirrandi rollum, sólsetri og blíðunni.

Það byrjaði að rigna og við ekki lengi að skella okkur í gallann

 


Guadíx

Fer núna til Guadíx sem er rétt hjá Granada til móts við Maríu og Sebas. Í kvöld er fiesta þar og planið er að fara útá lífið.

Frasi

Spilaði í gær á lauro golf. Fór út kl 17:30 og púttaði loka púttið kl 21. Snilldar veður. Það besta hingað til.

par,par,par,par,skolli,par,fugl,par,fugl = -1
fugl,fugl,par,par,skolli,par,par,par,fugl = -2

Þrír undir pari og sennilega áferðarfallegasta golf sem ég hef spilað.

Tók þrjá fugla í röð, tók líka fjóra fugla á fimm brautum. Annað markvert er að ég fékk bara par á 8.braut því síðustu 6 skiptin hef ég fengið þarna fugl. Þetta er 500 metra par 5 sem er ekki auðveld, sem gerir þetta að snilldar afreki.

Lokapúttið kl 21 var 10 metra pútt sem ég setti í fyrir fugli. Þvílík vellíðan.

Hitti 71% brautir (allar nema 4) og 89% grín (16 grín)

Það var gott að komast aftur út að spila svona friendly ópressu hring. Hef spilað núna um 10-15 hringi í röð ýmist í móti eða með veðmál í gangi þar sem pressunni er haldið uppi.

Hef valdið sjálfum mér smá vonbrigðum með þessum hringjum og því var gott að fá einn svona hring undir beltið.

Þetta voru 42 punktar eða 0,6 niður í hcp. En svona er þetta. Þetta er munurinn á að spila friendly og í móti.


Road Hog

Í öðrum fréttum þá þurfti ég að svína á vöruflutningabíl vegna þess að aldrei þessu vant þá vantaði merkingar á veginum og akreinin köttaðist skyndilega af. Það var annaðhvort að klessa á og deyja eða láta hleypa sér inn á næstu akrein.

Vörubílstjórinn ætlaði sko ekki að hleypa mér. Hann var greinilega í kappi og ætlaði ekki að tapa. Ég svínaði því bara á hann. Gæjinn bibaði í sirka mínútu. Ég flengdi bara puttanum í hann. Málið dautt af minni hálfu.

Hann tók þá fram úr mér þar sem þessi akrein var nánast stopp. Horfði íllilega og veifaði höndunum.

Hvað! hefði hann heldur viljað að ég myndi deyja þarna á staðnum í staðin fyrir að hægja aðeins á sér til að hleypa mér. Pottþétt.

Ég sá hann svo í langri uppbrekku á hægri akrein, silast upp fjallið. Ég brosti í kampinn og ákvað að stríða honum aðeins. Enda fannst mér þetta bara skemmtilegt. Ég beygði yfir tvær akreinar uppað honum og bibaði tvisvar og þaut upp brekkuna. Tí hí. Djöfull er ég rosalegur.

hehe Gæjinn varð brjálaður og gaf strax stefnuljós inná mína akrein og ætlaði að elta mig. Snilld. The chase was on (eða on-i-on-i-on eins og kj myndi orða það). Ég á normal hraða upp brekku (120) en hann á 80. Ekki séns my friend. Kannski ef þú hendir einhverju úr bílnum til að létta á honum (eins og LJÓTLEIKA ÞÍNUM) sem btw hann var ekkert að reyna að fela.

Var að pæla að hægja á mér og lokka hann inní götuna mína. Hann yrði þá fjórði vörubíllinn sem við sæjum festast þar inni sökum smæðar götunar. Það hefði verið snilld.

En....ég nennti því ekki.


Lingur

Fór með Ling til dýralæknis. Þetta tók um 3 tíma. Fyrst var hann svæfður og svo var blóð tekið til rannsóknar. Þessi víkingur var ekkert á því að láta svæfa sig.

Hann varð bara fúll á móti og ældi og slíkt.

Ef hann væri lag væri hann Vulgar Display of Power. Enda urraði hann og hvæsti og reyndi að bíta dýralækninn. Ekki nema von, gæjinn rakaði löppina hans og var að stinga hann með beittu járn drasli sem sýgur blóð. Bara heppinn að mjási hafi ekki lamið hann.

Það gekk erfiðlega að taka blóð og Mjási varð bara æstari. Hef aldrei séð hann svona. Enda í raun sauðdrukkinn af þessu svæfingarmeðali sem var hálf farið að virka.

Þegar ég gékk með hann út sofnaði hann loksins. Talandi um misheppnaða svæfingu. Núna er hann sofandi í sófanum, ég þurfti að hlusta hann tvisvar til að fullvissa mig um að hann andaði, svo mikið limp bizkit er hann.

Eftir að ég labbaði út þurfti ég að fara til Málaga (40mín framogtilbaka) að ná í rabíu niðurstöður. Kom heim kl 13 og ekkert getað æft.


Vespa

Við vorum að keyra út úr bílskúrskjallaranum inná götuna þegar ég sé vespu koma mér á vinstri hönd. Ekkert mál, það er soldið í hana og ég kemst auðveldlega inn á götuna áður en hún kemur.

Nei,nei, skyndilega beygir vespan inn á minn vegarhelming og stoppar mig af. Við bara what......

Gæjinn ypptir öxlum af undrun og gefur í skyn að VIÐ höfum köttað HANN af.

Ég skrúfa niður rúðuna til að athuga hvort þessi maður sé algjörlega heimskur eða.

Gæjinn allur reiður og dramatískur.

Hálfviti. Ekta maður sem gerir í því að reyna skapa vandræði.

ok, segjum að ég hafi frekar átt að bíða og ekið smá í veg fyrir hann (sem ég gerði ekki) af hverju hægði hann ekki bara pínu á vespunni (og drullast til að halda sig á sínum eigin vegarhelming) til að hleypa mér út.

Það er ekki eins og ég hafi verið með þrjá bíla fyrir aftan mig í niðurhallandi extreme kjallararampi. Allt stopp í svoleiðis dæmi er mjög leiðigjarnt, sérstaklega með hurð sem lokast sjálfkrafa.

Ég sagði honum vinsamlega að hægja bara á sér næst, hann sparkaði í bílinn okkar, gaf okkur puttann og ók af stað.

Snilldar leið til að byrja daginn.


Mjási

Fer með mjása núna í fleiri sprautur og vesen. Það er núþegar búið að setja rafkubb í hann, svæfa hann og sprauta bak og fyrir. Núna erum við með saursýni fyrir salmonellu með í för sem er jömmí. Hann er búinn að fasta síðan í gærkveldi og er brjálað...

nýjar myndir

setti inn nokkrar myndir í albúm 16 á myndablogginu hér til vinstri. Gerði það aðallega fyrir Pedro sem vildi fá að sjá afkvæmi Brad,Jessicu og Guðs. Einnig er myndasería frá fyrsta ísnum hans Sebas og ein golfmynd.

Brenndur

Sæll, ég fór í fyrsta sinn í ár í stuttbuxum í golf. Í. Djöfull er ég brenndur á löppunum. Þetta var officially heitasti og besti sólardagurinn á spáni í ár segir veðurfrétta stúlkan. Spilamennskan ágæt en soldið off með ásinn og pútterinn. Það kom á...

srsly

see more Lolcats and funny pictures

Sebas

Vek athygli á djúkaranum hér efst til hægri þar sem m.a. má finna viðtal við Sebastian. Tekið fyrir allnokkru af mér rétt fyrir matartíma. Langt síðan ég hlustaði á þetta og rakst á þetta fyrir tilviljun. Þetta er þriðja efsti hljóbúturinn Þarna er...

Úln

Búinn að hvíla í þrjá daga og finn smá mun í úlnliðinum. Fer núna á eftir að spila hring með graham og gabriel og sé þá hvernig draslið virkar. Það er mannskemmandi að vera svona lengi inni. Hefði nú getað farið út en ég nennti því ekki. Of mikil sól. Ég...

Sebas

Pasapalabra er þáttur sem ég missi ekki af á telecinco. Þetta eru þrír á móti þremur. Í hvoru liði eru tveir frægir og einn normal jón jónsson. Leiknar eru 4 umferðir og vinnast inn stig fyrir hvern sigur. Stigin eru í raun sekúndur sem safnast saman og...

Slash

Er að hlusta á fyrstu Slash´s snakepit plötuna sem heitir It´s 5 o´clock somewhere. Maður sér alveg hvernig sirka 3-5 lög hefðu getað orðið Guns klassíkerar með hjálp frá Axl. Þarna er smá neisti sem snillingurinn Axl hefði getað prjónað við og búið til...

Kjósa að gjósa

Nú skylst mér að fólk sé að undirbúa sig undir kosningar á Íslandi. Djöfull er ég feginn að vera fjarverandi. Það er ekkert leiðinlegra en að velta þessu fyrir sér. Á endanum er þetta allt saman skítapakk upp til hópa sem hugsar bara um sín four more...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband