9.9.2009 | 11:46
wink
Dagur þrjú í aðlögun búinn. Hann versnar bara og versnar. Þarf meira og meira á mér að halda. Enda eðlilegt. Hann er að venjast því að hafa mig þarna með sér á bloddí leikskólanum.
Það hefði verið betra að fara bara með hann fyrsta daginn og skilja eftir í tvo tíma eða svo. Ná í hann og lengja svo viðveruna smátt og smátt dag frá degi.
En.....hvað getur maður gert. Það eru ekki allir jafn gáfaðir og ég......wink wink.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 12:58
Horbað Part II
Dagur tvö í aðlögun á leikskóla.
Ég skil ekki þetta með horið. Ég hef aldrei séð Sebastian með svona hor t.d.
Er þetta eitthvað séríslenskt leikskóla underground klíku merki?
Akkuru eru 50% af krökkunum með græna rönd sem liggur úr nefinu inní munn. Neón græna, 2 cm þykka rönd.
Viðbjóður.
Aftur þurfti ég að draga Sebastian grátandi af leikskólanum!!!!!
Aðlögun segja þeir......Hann friggin aðlagaðist á fyrsta klukkutímanum í gær!
á ég að að-laga ÞIG!!!!!!!!
Er að spá í að hringja í stýruna og spjalla við hana um þetta.
!Update!
Ég hringdi og viti menn, þær sögðu....wait for it......nei,nei...aðlögunin mar, aðlögunin mar. Höldum okkur bara við það. Ekkert að fara neitt út úr kassanum nei. Nei, nei. Það borgar sig ekki.
Ég er ekkert pirraður eða neitt slíkt. Bara forviða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 11:54
Barátta lífsins
Við erum komnir heim eftir klukkutíma aðlögun á leikskólanum.
og ég segi bara O-M-G
Þvílíkt samfélag af litlu fólki sem gerir ekkert annað en að verja eignarétt sinn og dreifa hori útum allt.
Þarna var allt litróf samfélagsins mætt. Feiti gæjinn með hor, gáfnaljósið með gleraugun og hor, vinsælu stelpurnar með hor, prakkararnir með hor, grenjuskjóðurnar með hor.
Sebastian var bara á chillinu. Ekkert mál. Hjólaði og lék við krakkana sem voru ekki upptekin af því að drukkna í hori. Ánægður með hann. Þegar leiðinlegu pjakkarnir komu og reyndu að bögga hann þá horfði hann bara á þá með vanþókknun og ýmist hjólaði bara áfram eða bara virti þá ekki viðlits, hunsun dauðans.
Hann vildi í raun ekkert fara. Ég þurfti að halda á honum út. Konurnar voru ekkert á því að brjóta reglurnar!!!! Aðlögun í dag er einn klukkutími og á morgun tveir tímar. Hana nú. Ég hélt að markmið aðlögunar væri nú að láta barninu líða sem best með að venjast leikskólanum og öðrum krökkum.
Sebastian hefði getið gengið þarna inn og verið allan daginn. Ekkert mál.
Nei, nei, í dag bara einn klukkutíma og á morgun tvo. Það má ekki brjóta reglurnar.....Talandi um að vera inní kassanum.
Annars fannst mér fóstrurnar vera bara fínar. Veittu Sebas athygli og voru elskulegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 09:50
lundarból
Sebas að fara í fyrsta sinn á Leikskóla á Íslandi. Förum á lundarból núna eftir 10 mín og verðum bara í klst.
Hann myndi samt alveg höndla að vera þarna full time frá byrjun. Hann er vanur og vill bara ólmur byrja að leika við krakkana.
Kíkjum á'etta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 18:43
pókerfeis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 15:59
Skelaður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2009 | 16:37
Ísl-Nor
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2009 | 16:36
mót
Spilaði í dag á gkg í móti til styrktar mér. Gkg sveitinni.
Spilaði fínt golf. Steddí. Var að prófa nýja gripið sem Derrick vill að ég noti. Notaði það alltaf með ásnum en stundum með járnunum. Notaði það meir eftir því sem líða tók á. Eðlilegt.
Spilaði á plús 3 og fékk 36 punkta fyrir sem er bara forgjöfin.
Fékk 5 skolla, þar af 4 á par þrem holum og 1 á par fjórir holu.
par,skolli,par,skolli,par,par,par,par,par=+2
skolli,skolli,par,skolli,par,par,fugl,fugl,par=+1
Er yfir mig hrifinn að þessu gripi. Fæ mun fallegri feril. Svo er ég að lengja mig með járnunum.
128mtr í pinna á par 3 númer 11. Tók pw og flaug yfir grínið og endaði rétt fyrir ofan fimmta grínið. Mikil lenging þar.
145mtr í pinnan á tólftu og tók níu. Fór yfir grínið og átti um 13 metra vipp til baka. 158mtr högg með níunni!
Átti 144mtr í pinna á fjórtándu og var farinn að reikna járnin mín þónokkuð lengri en venjulega. Þannig að í staðin fyrir níu þá tók ég pw. Flaug boltanum 140 mtr og rúllaði svo yfir grínið. 153mtr með pw!
111mtr í pinna á sautjándu og sirka 105mtr til að fara yfir bönkerinn. Ég slæ um 103mtr með sand vedginum 54°. Ætlaði því að taka 110% á því verkfæri en við það fór ég í jörðina og tók hálfan garðabæinn með mér. Ég kallaði það strax í loftinu, að þetta yrði um 80 metrar og allt of stutt. Hélt að þetta myndi pottþétt rúlla í bönkerinn.
nei,nei.....hann lenti hjá pinnanum og endaði 96cm lengri en pinninn. Fékk mælingu og allt. Um 112mtr högg með 54° og það með brjálað feitri torfu.
NÝJA GRIPIÐ MAR.....jeeeeee
Reyndar voru öll þessi högg í smá meðvindi, en ekkert rosalega miklum.
Viðbjóðslega sáttur með Derrick og hans grip.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 23:28
rap hip hop
Er að leita að rap hip hop laginu vinsæla sem hefur verið í spilun í sumar non stop.
Veit ekkert hvað lagið né flytjandi heitir en viðlagið er sirka....
"heyyyy....hóóóó....heyyyyy...hóóóó"
eins og nokkrir séu að hrópa viðlagið.
man ekki meira.
finn það ekki á vinsældarlistum.
Veit einhver hvaða hip hop lög hafa verið vinsæl í sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 13:07
lögmál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 10:06
grip
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 09:47
smott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 20:39
ikea
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2009 | 11:36
ekkert net
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 23:01
sófasett
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 22:59
María
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 21:05
Skemmari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 20:31
Til hamingju Alfreð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 20:31
Númer 37 á íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 11:35
Saints
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 153643
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar