Leita í fréttum mbl.is

Barnorðinn

Það er bara ekkert í bíó fyrir okkur drengina. Bara eitthvað Alvin íkornacrap, það er það eina. Nennir maður því!

Ég fékk eitt gott ráð frá einum ónefndum aðila um daginn og það var að gera bara eitthvað með syninum sem ykkur báðum finnst gaman. Ekki láta þér leiðast yfir einhverju crappi bara af því að það er barnaefni. Það er til fullt af stöffi sem actually er skemmtilegt fyrir fullorðna líka. Ef þú skemmtir þér líka, skemmtir hann sér betur. Klárlega.


Breaking news

This just in......Síðasta Lofthænan var að deyja í dag. Þannig að ef þú ætlar að skýra barnið þitt því yndislega nafni þá verður þú að gjöra svo vel að bera það undir mannanafnanefnd.

Núna heitir enginn Lofthæna á Íslandi.


useless knowledge (or is it)

The gas that makes farts stink is hydrogen sulfide. This gas contains sulfur, which causes farts to have a smelly odor. The more sulfur-rich your diet, the more your farts will stink. Some of the foods that cause really smelly farts are beans, cabbage, cheese, soda, and eggs

Spurning um að minnka aðeins inntöku á káli og eggjasamlokum Pétur minn.


Pabbahelgi

Ég og Sebas verðum einir saman alla helgina heima í lundinum. Ætlum að skemmta okkur við allskonar uppákomur og læti.

Munum fara í Kringluna og smáralind sínkt og heilagt þar sem honum finnst svo gaman að þræða leiktækin.

Spurning um að fara svo í bíó líka.

Hlakka mikið til.


Enski

Þetta verður eitthvað skrautleg helgi í enska boltanum. Það er núþegar búið að fresta einum leik þannig að stigin í fantasí leiknum munu verða fá og langt á milli.

Það verða fleiri leikir sem ekki fara fram þannig að það er happa glappa hvort maður hafi fullskipað lið eður ei.


Nei

Vill vekja athygli á því að það hefur einn svarað neitandi í könnuninni hér til hægri! Hver er svona hugrakkur að storka örlögunum? Ég á hálfpartinn von á að sjá þetta í fyrirsögnum allra betri blaða í fyrramálið.

Draumur í dós

Fyrst dreymdi mig að ég væri út á djamminu með Pétri og einhverjum. Við reittum einhverja gæja til reiði og þeir voru alltaf að reyna að slást við okkur. Ég var sem sagt hálfa nóttina að berja einhverja gæja í andlitið eins og tuskubrúður.

Það var auðvelt að berja þá og ég man ekki eftir að hafa fengið högg í andlitið á móti. Bara bögg að standa í þessu allt helvítis kvöldið.

Svo dreymdi mig að ég varð heimsmeistari liða í golfi. Við spiluðum við Japani í úrslitaviðureigninni en samt ekki í golfi, heldur í knattspyrnu!

Ég man að þar sem Biggi L var bestur okkar þá var hann settur út á vinstri kant! Við skoruðum fyrst, svo skoraði einhver í vörninni hjá okkur sjálfsmark (kom aldrei fram hver það var). Svo skoruðum við sigurmarkið í seinni hálfleik og leikurinn endaði 2-1 fyrir okkur.

WHAT DOES IT ALL MEAN!

Náið í draumráðningarbækurnar ykkar og ráðið þetta por favor.


Blogg

Fullt af blogg worthy stöffi kom fyrir í dag. Samt held ég að bara örfátt af því sé blogg hæft.

Hið ótrúlega gerðist í dag þegar við vorum á æfingu hjá gkg í hraunkoti að tvær kúlur rákust saman á flugi.

Guðjón með 56° og siggi með 3 járn. Sem gerir þetta enn flottara. Siggi með hörkuhögg og Guðjón bara að vippa. Líkurnar píkurnar.

Það hafði enginn séð þetta áður, ekki einu sinni simmi (sinni simmi!) sem allt hefur séð varðandi golf.

Annað markvert var að ónefndur aðili sem staddur var í básnum við hliðina á mér fræddi mig um hvað hann og kærasta hans athafast bakvið luktar dyr. Eitthvað í sambandi við að poona. En lýsingar á því eru ekki blogg hæfar. Get bara sagt að í sögunni komu hárblásari, rakvélablað og nef við sögu. Nöff said.

Sami aðili tjáði mér sigri hrósandi frá því að eftir margra daga baráttu þá fékk hann loks inngöngu á síðuna www.beautifulpeople.com........sem mér fannst hilarious.

Það eru víst nefnilega ekki allir sem þar fá inn, að sögn. Hann þurfti að lobbía hart til að fá inngöngu. Hann sendi inn mynd af sér sem tekin var FYRIR jólahátíðina, sem var crucial. Enda margir reknir af síðunni fyrir að bæta of mikið á sig yfir jólin.

Allavega....alltaf gaman á æfingu hjá GKG


useless knowledge í boði SIR use-a-lot

The average elephant produces 50 pounds of dung each day.

Ný könnun

Spliff er sigurvegari dagsins. Fékk meiginþorra atkvæðana á meðan K.J.E.F.T.I. strákpjakkur kom fast á hælana (hef sverri grunaðann um að multikjósa með því að dela cookies) Núna er komin ný könnun! Finnst yður gaman að taka þátt í könnun? Svarið er best...

Dansar við strumpa

Eins og margir vita er verið að sýna kvikmyndina Avatar í bíó þessa dagana. Hún er góð. Söguþráðurinn er samt bara klassískur og er í raun nákvæmlega eins og gamli klassíkerinn ,,dansar við úlfa" sem Kevin Costner gerði fræga þarna um árið. Einhvers...

useless knowledge

The fuzz box was invented to give the guitar a unique "saxophonic" sound. The small box was operated by foot; when connected to the instrument, it put out a fuzzy distorted sound that "filled" gaps. The fuzz box gained instant fame in the rock world when...

Premier fantasy

Ég er semí sáttur við vonda veðrið í londres þessa stundina. Leik var frestað í ensku deildinni og það var mér hagstætt í fantasí deildinni. Ég er í fjórða sæti, þrem stigum á eftir þriðja sætinu. Póski situr sem fastast í efsta sætinu sem fyrr og hann...

Planið í dag

Á dagskrá í dag: --Aflýsa --Þinglýsa --Breyta lögheimili --Breyta rétthafa á síma og neti --Flytja síma og net um sirka 1,2km til vinstri --Klóra sér ört í hægri rasskinn á meðan horft er út um glugga

Nýjar myndir

Ég vek athygli á nýjum myndum í myndablogginu hér á vinstri hönd. Albúmið er númer 28 og er sneisafullt af milljón myndum. Ég endurtek...milljón. Og allar ógéðslega fyndnar. Vakin er sérstök athygli á hnyttnum lýsingum sem fylgja hverri mynd. Þeir sem...

Klisjur gerðar þar sem sólin sest

Mikið er maður kominn með leið á klisjum. Það mætti halda að fólk lifi bara í hollywood frösum og kvóti uppúr myndum meira en helming ævi sinnar. Það sem ég meina með því er að við rökræður er svo algengt að fólk segi bara eitthvað sem það hefur heyrt og...

ÍSLAND ER LAND ÞITT

Í tilefni dagsins setti ég inn nýtt lag í djúkarann hér á hægri hönd. Það er efsta lagið. ÍSLAND ER LAND ÞITT sem er þjóðsöngur íslendinga(ég hlusta ekki á neitt kjaftæði um að ó land vors guðs crap, sé það í raun). Þetta er í flutningi Fjallabræðra og...

Hvers á Donk að gjalda?

What's up with Donk people! Af hverju kýs enginn Donk? Greyið situr þarna og bíður eftir atkvæði á meðan allir hinir eru komnir með sitt. Spurning um að stofna FB hópin ,,við viljum að Donk fái atkvæði".

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 153671

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband