7.2.2010 | 21:19
Fantasí
Ég verð að segja að ég er ekki að hata það að vera kominn í fyrsta sæti í fantasí deildinni. Loksins náði ég að velta þessum tveim risum í fantasí heiminum af sessi. Títtnefndum Póska og hinum umtalaða Birgi.
Núna er bara að hamsa næstu umferð og fá smá forskot. Er með 7 leikmenn sem taka tvöfalda umferð næst. Ætti að duga í gott skor.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 21:09
Subb
Mikið er ég hræddur um að Sebastian hafi gleypt hálfa sundlaugina í dag þar sem hann sprikklaði um sem utanborðsmótor.
Hann meig þrisvar á sig í buxurnar eftir þetta og við erum að tala um sirka 5 önnur skipti sem hann actually meig í klóstið. Og það mikið. Þvílíkt magn af vatni sem hann inheilaði. Og þá vill ég ekki hugsa um magnið af viðbjóði sem kom með í bónus. Allt horið og þessi almenna skán sem er í sundlaugum. Nice.
Vanalega pissar hann bara í klóstið öllu jöfnu og kúkar núna líka. Allt orðið normalt. Þannig að þetta var abnormal mikið af vökva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 15:27
Pelamó
Note to self: Alltaf þegar litlir kroppar koma upp úr kaldri sundlaug þá hlýnar þeim fljótlega eftir að komið er í fötin. Þá slaknar á öllum vöðvum.
Sebas pissaði því soldið á sig þegar hann var að bíða eftir að ég klæddi mig í mín föt.
Svo heppilega vildi til að ég var með auka sett fyrir hann.
Við skiptum því bara um og fórum í aktu taktu og fengum okkur pullu og kókómjólk.
Note to self: Sjá note 1.
Hann þurfti svo aftur að pissa í bílnum þegar við vorum nýbúnir að borða pulsurnar. Ég rauk þá bara út, tók punginn úr stólnum og vippaði ,,king dingaling" út þar sem við vorum staddir og Sebas meig í sirka mínútu. Ekkert smá mikið magn. Hvernig stendur á því, veit ég ekki. En að sjálfsögðu fór smá aftur í buxurnar og við því beinustu leið heim.
Eftir þetta ævintýri var minn ekki lengi að grjótsofna.
Við ætlum að salta allt tal um strætóferð niðrá hlemm á eftir. Komið nóg af ævintýrum þessa helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 15:18
Sundferðin
Við feðgarnir fórum í sund kl 11:30
Fórum í laugardalinn. Þar er fínt að vera. Fullt af dóti í lauginni fyrir Sebas. Það var bara svo fáránlega kalt að við erum núna í afþýðingu. Er rétt farinn að finna fyrir eistunum á mér aftur.
Það sem þetta er mikil gróðrarstía fyrir hor. Ég sá það bara á mínum að hann byrjaði skyndilega að framleiða hor í kassavís. Hefði getað farið í útrás ef árið hefði verið 2007. Bottle it and sell it.
Ég fór í stóru rennibrautina við mikin fögnuð Sebas, sem beið niðri í pössun Sigga, kærasta Sigrúnar systur. Hitti hann og Úlf í lauginni.
Svo sendi ég Sebas upp á bakkan til að fara í litlu rennibrautina. Hann var mjög spenntur fyrir þessu. Hann þaut upp á bakkan en svo sá ég skyndilega að hann hægði verulega á sér eftir tvö skref og stoppaði loks eftir um 10 skref. Leit til baka með skeifu og orðinn blár í framan af kulda. Hann gat varla labbað til baka sökum kulda, hann kjögraði eins og mörgæs. Seig niður í fangið á mér og ofan í heita laugina og ældi.
Ekkert smá sjokk fyrir þennan litla búk.
Sem sagt...hor og æla. Gaman að vera í sundi með okkur! Þetta var reyndar lítil æla og engin tók eftir þessu(sem gerir þetta allt í lagi :)
Svo þegar það var búið þá bara hélt hann áfram að sprikla sem óður væri. Fáránlega skemmtilegt hjá okkur. Fyrir utan þegar kork-krókódíllinn kom fljótandi í átt að okkur, þá varð minn hræddur. Við ýttum honum bara í sameiningu í burtu og tókum gleði okkar á ný.
Hann var ekki sáttur við að fara upp úr. Er strax byrjaður að plana næstu sundferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 15:04
Hexia
Sebas vaknaði kl 8 í morgun. Ég er búinn að komast að því að pungurinn sefur bara í 11 klst sama á hvað dynur. Er að pæla að setja hann næst í bólið kl 23.
Við dunduðum okkur hér í tvo tíma og gömlu hjúin enn sofandi. Ég hlunkaðist svo aftur í rúmið kl 10 til að hvíla augun pínku og tók klassíska trixið á sebas.
,,Sebastian! farðu til afa og segðu honum að það sé kominn dagur, fljótur!"
Ég heyrði skilaboðin 10 sekúndum síðar öskruð af öllu afli (í eyrað á pabba frétti ég síðar).
Sebas kom svo aftur til mín skömmu síðar með skilaboð frá pabba. Þannig að ég sendi hann aftur tilbaka með enn önnur skilaboð.
Þannig gékk þetta í nokkra stund. Ég náði að kaupa mér heilar 30 mínútur uppí rúmi með smá trixum hér og þar. Láta hann finna brúna bílinn, hvísla einhverju að afa, segja eitthvað við pjakk og svo fram eftir götunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2010 | 09:06
Orðaleikur
Það er fyndin orðaleikur að poppa upp á FB. Er ávallt sökker fyrir þannig húmor.
"Don't Kanye me or I will Chris Brown you and Tiger Woods your Mother."
Svo er náttla þessi klassíski:
YouTube MySpace & I'll Google Your Yahoo!
Man nú ekki eftir fleirum í bili. Anyone?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 21:05
Ný könnun
Ný könnun er rétt uppbyggð samkvæmt vísindalega uppbyggðum og stöðluðum gagnagrunns skoðanakönnunum Gallup.
Svo ekkert væl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 20:34
Typpi
Sebas er að nema þá fræði að kúka í klóstið og pissa og öllu sem því fylgir. Þannig er eðlilega talað aðeins meira um rassa og typpi. Allt mjög eðlilegt og góð framvinda í málinu finnst mér.
Það breytir því samt ekki að það er ekkert vandræðalegra en að standa í sturtu með honum í karlaklefanum ásamt u.þ.b. sex öðrum mönnum með sín börn og Sebas bendandi á typpið á mér og segjandi hátt og snjallt:
"papá með stórt typpi! Sebastian með lítið"
Takk fyrir það PUNGUR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 19:30
Guðbjartur og the Big Dane
Hús mömmu og pabba kom í fréttunum í kvöld. Það var skemmtifrétt um stóran hund og fjölskyldu hans. Big Dane svokallaður. Þetta fólk býr fyrir ofan ma&pa. Þessi hundur er moþafriggin huge ass. Allavega, það sást glitta í okkar hús. Vibb-to the friggin -Í
Hundurinn sést oft á tíðum ráfandi í garðinum og maður missir umsvifalaust þvag við það eitt að sjá skuggann hans endurspeglast í gluggunum hérna í húsinu fyrir neðan.
Litli strákurinn sem býr með hundinum heitir Guðbjartur. Hann er stórvinur okkar. Kemur stundum yfir og leikur í garðinum. Hann er snillingur. Nafnið eitt og sér er snilld. Ég hélt alltaf að allir sem hétu Guðbjartur væru allavega 55 ára og eldri og blindir á að minnsta kosti einu auga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2010 | 17:02
Smásjá=bíll=flugvél
Fórum í sund í morgun. Ég hafði ekki hugmynd um hvort drengurinn myndi fljóta eða ekki. Ég slakaði honum varlega oní vatnið og beið eftir viðbrögðum. Sem utanborðsmótor frussaðist hann áfram og algert vanmat mitt deginum ljósara.
Hann er nánast alsyndur miðað við aldur og fyrri störf. Ekkert smá gaman hjá honum. Hann lét sem óður væri og við skemmtum okkur konunglega.
note to self: Fara oftar í sund með ,,the merman" eins og hann er kallaður í lauginni.
Fórum svo á kentucky í mosó og hömruðum í okkur tjúlla. Hann saknaði þess að hafa ekki frænkur sínar þarna með sér því hann var pínu oggu of lítill til að klifra uppí rennibrautirnar. Áður höfðu þær hjálpað honum upp.
Það reddaðist því hann fékk leikfang.
Við settum það saman eftir þrautarinnar leiðum. Sátum sveittir og skrúfuðum þetta völundarhús, að er virtist, saman.
Svo tók það á sig mynd. Þetta var smásjá. Frekar óspennandi fyrir tæplega þriggja ára pung. Hann leit á það og hafði ekki hugmynd um hvað þetta drasl væri og hvað væri svona skemmtilegt við það.
Hann tók þá bara executive ákvörðun á staðnum og sagði:
,,papá, þetta er bíll!"
Ég samþykkti það bara og þá sá hann eitthvað gagn í þessu dóti. Þar sem þetta umbreyttist í bíl á svipstundu þá fór það beint í notkun og varð brátt líka að flugvél.
Þessir krakkar þurfa svo lítið í hendurnar. Dash af drasli og rest er bara ímyndunarafl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 15:21
Sebas the great
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 11:17
Skrökva
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 11:02
Save Dave
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2010 | 10:59
Gæji í bakgrunni að skoða myndir af fyrirsætu í beinni útsendingu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 16:10
The Strokes
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 10:25
Tantra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 22:07
The dark side of the Múúú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 20:40
Svefn venja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2010 | 11:50
Take the tape out NOW!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar