Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
6.6.2012 | 21:59
Góð íslensk síða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 20:36
golf
Það er golf í fyrramálið kl 5:30
Vakna kl 4:50 til að teygja á og skella í sig nokkrum kellogs kornum
Djöfull er maður ruglaður
Ég sendi sms á félaga og spurði hvort hann vildi með
Þetta var svarið sem ég fékk
,,fokk, kemst ekki, verð sofandi"
menn eru misruglaðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 20:33
Beatbox
Jæja..............Beta er byrjuð í boxi
Hún fór í fyrsta tímann í kvöld
Eins gott að maður fari að haga sér vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2012 | 01:18
Band of Skulls - Sweet Sour
Band of skulls gáfu út plötu í febrúar!
WTF!
Af hverju var mér ekkert sagt frá því
Ég og Beta vorum að skimma yfir þessa skífu og hún er ágæt. Gítarhljóðið er ógéðslega töff. Soldið Jack White sánd í gangi.
Við erum að tala um hina gullnu uppstillingu með stelpu á bassa. Best í heimi.
Það eru sirka 4-5 flott lög af 10.
Svona lala plata en killer lög inn á milli Platan heitir Sweet sour og ég mæli með eftirfarandi lögum
Sweet Sour
The Devil Takes Care Of It's Own
Svo eru lög eins og Lies og Bruises sem er góð. Hugsanlega Lay my head down.
Það held ég bara. Mest spennandi stöffið hingað til árið 2012
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2012 | 23:54
fiftífiftí
Sáum 50/50 um daginn
Hún var fín
Kom á óvart
Seth Rogen hélt sig á mottunni og hló bara nokkrum sinnum. Sem er vel
Hinn gaurinn kom skemmtilega á óvart með góðum leik
Erum bæði sammála um 4 stjörnur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2012 | 21:12
slebbbbb
Voðalega fannst mér þessi spyrlar í forsetaumræðunum lélegir. Þau voru að reyna að vera voða hörð en það kom út eins og þau væru að leggja Ólaf í einelti og að sleikja Þóru upp.
Það er svo fyndið að maður hefur ákveðna ímynd af Ólafi, svona mumblandi og tuldrandi gaur sem segir fátt. En svo loksins þegar hann tekur til máls þá er hann hárbeittur og svarar ákveðið fyrir sig. Flottur.
Ég fíla samt mun betur að fá Þóru í embættið. Einfaldlega útaf því að maður vill fá eitthvað ferskt, skemmtilegt og nýtt í gang. Kominn með leið á gömlum köllum.
Hins vegar............þá get ég ekki kosið hana ef hún vill í ESB
Þá kýs ég Ólaf. Svo er fínt að hafa Óla sem nokkurskonar grýlu fyrir Jóhönnu og Steingrím.
Erfitt val
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2012 | 14:08
hringur
vaknaði kl 6:50 og fór 18 holur
Tíðindalítill hringur á +7
8 skollar og einn fugl, rest par
Lenti aldrei í veseni. Þessir skollar voru bara útaf vippum sem ekki fóru nógu nálægt og púttum sem klúðruðust sökum lélegra grína
eða kannski ekki lélegra grína, þau voru ágæt. En það er þetta ósamræmi á hraða grínanna sem drepur. Á einni holunni rúllar kúlan sem elding en á næstu ekki neitt! Óþolandi að geta ekki stólað á svipaðan hraða.
Örugglega um 5 misst högg útaf þessu
En annars þá var þetta ógéðslega gaman. Rugl veður og almenn stemming
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar