Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

bíla

lífið gerist hratt þessa stundina. Seljum bílinn kl 9:45, förum beint á sölu og kaupum okkur næsta friggin station bíl sem við sjáum og málið dautt.

Toyota Avensis eða Ford eitthvað koma sterkast til greina

hmmm þarf að biðja gaurinn um að skutla okkur á bílasölurnar!


TS

Erum að selja Toyota Yaris árg 99 og keyrður 147þ
bgs.is segir 400.000

Dökkblár og fallegur

Ekkert að honum

Þurfum bara meira rými fyrir golfsettið (wink,wink)

Nennir einhver að kaupa hann?


Djússagan

Ég ákvað að taka djús með mér í vinnuna þar sem hálsinn á mér var steiktur eftir allan sönginn um helgina.

Sem er ekki frásögufærandi nema hvað....

Ég hélt á djúsnum í einni og bílstólnum hans Davíðs Kára í hinni með Davíð Kára í.

Ég rétt setti djúsinn ofan á bílinn þegar ég var að láta Davíð Kára í bílinn.

Þegar Davíð Kári var vel hjúfraður í beltið sitt þá settist ég bara inn.

Vesenið við að setja Davíð Kára inn afvegaleiddi mig og að sjálfsögðu gleymdi ég djúsnum ofan á bílnum.

OK! sennilega heitir Elvis, Davíð Kári

Ekki alveg jafn lúmskur og þegar ég tilkynnti að Beta væri ólétt!

En allavega...Djúsinn datt á næsta hringtorgi og spjúaðist yfir hálfan bílinn. Hurðir eru frekar klístraðar. Gaman.

anyhú, þegar við náðum í Sebas á leikskólann þá sögðum við honum hvað hafði gerst með djúsinn.

SIR:,,finnst þér þetta ekki fyndið?" sagði ég eftir að hafa sagt honum söguna.
SEB: ,,bara pínu"
SIR: ,,bara pínu?"
SEB: ,,já, stundum er eitthvað fyndið, eins og þegar ég segi Beta er súkkulaðirúsína og stundum er eitthvað bara pínu fyndið"
SIR: ,,ok"

Okkur Betu fannst djússagan bara mjög fyndin.

Sumir eru klárlega með rándýran smekk!


ATH

Ekki verða hrædd......en ég mæli með BONG

http://www.tonlist.is/Music/Album/2691/bong/release/

algjör nostalgíu diskur

Sumt stenst tímans tönn, annað ekki

Það sem mér finnst áhugavert
1
2
5
10
11

annað ekki

En nota bene, þá er ég með þessi lög í huga plús algjört SIR makeover með alvöru trommum, gítar og karlmannspungarödd.

Spurning um að stofna Bong koverband!
Hver vill wörka synthana?


indeed

tired

reunion skýrsla

Fór á reunion um helgina. Það var einstaklega vel heppnað. Allir í stuði og eftiráhyggja ekki eitt vandamál sem kom upp. Fyrir utan óánægju nokkra aðila með að ég skuli bæði drekka kókómjólk og Baileys!

og jú, fyrir utan að ég ostaskar á mér puttann! Pínu vont en samt skemmtilegt að eiga svona minnisvarða um helgina. Var sem sagt að skera ost og flétti upp smá puttakjöti í leiðinni.

En allavega....

Tókum gott road trip á þetta ég og Pétur á föstudagskvöldinu. Nokkrir mættir þá og smá skrall.

Fór svo í shoot out golfmót á laugardeginum. Einstaklega skemmtilegt. Lenti í öðru sæti á eftir Jóni Beina. Sem var eiginlega besta niðurstaðan. Langaði ekkert sértaklega að stela heiðrinum af heimamönnum. Ég fékk að spila völlinn og skemmta mér í góðum hóp og bikarinn varð eftir fyrir norðan. Win-Win situation.

Svo var ball um kvöldið. Það var bara lala enda vorum við bara stutt þar. Aðal stuðið var á árbrautinni í partíinu. Fullt af gömlum félögum, allir skemmtilega fullir og óstöðvandi í dansi, söng og spurningarleikjum(dómaraskandall).

Síðasta reunion var fyrir 12 árum. Vona að það verði ekki svona langt í það næsta!


oscilliate

Ég er farinn að oscilliate-a útaf of miklum söng um helgina á reunioninu

Röddin í mér hljómar nokkurn vegin svona í dag


átvr

Kippa af Becks
Peli af Captain Morgan
Peli af Smirnoff rauðum
Líter af Baileys

Þá getur reunionið hafist!


Devistortion

oh men!

get ekki beðið eftir pökkunum frá amazon!

 

Devistortion....men ó men.......FOKK hvar er Marty McFly þegar maður þarf á honum að halda!!! 


Reunion

Reunion um helgina. Árgangur 79 á Blönduósi að hittast fyrir norðan. Túrað um gamla skólann, félagsmiðstöðina og valda staði.

Allir ætla að gista í einu stóru húsi. Þetta verður géggjað.

Ætla að gera mean ass playlista sem endurspeglar þessi uppvaxtarár.

Svo fer maður kannski í shoot out golfmót á GÓS.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 153161

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband