Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Unspoken

Eitt af betri lögunum af Hurely, nýja Weezer disknum. Ekki missa af síðustu mínútunni. 


Weezer með nýjan disk

Er að skimma yfir nýja Weezer diskinn og mér líkar bara ágætlega.Hann heitir Hurley og er afturhvarf til eldri og betri weezer tíma.

Barnalegir og einfaldir textar meets einföld gítar riff sem einhvern vegin virka bara helvíti vel.

Þetta er engin tengiskrift, bara einfaldleikinn í fyrirrúmi og gleði.Mæli með þessum disk


dagur

Skellti mér á Kónginn hérna í Grafarholtinu og horfði á Man-Liv leikinn. Ágætur leikur en ruslaralýður á svona krám alltaf hreint. Öskrandi á skjáinn eins og fábjánar og með misvitur komment til að reyna að vekja upp kátínu hjá öðrum. Dapurt lið.

Fórum svo út í góða veðrið. Kíktum í Laugardalinn og löbbuðum þar um. Fórum svo á Kjarvalsstaði og horfðum spekingsleg á öll listaverkin.

Eftir þessa hámenningu þá urðum við að róa okkur aðeins niður og tókum púlsinn á lámenningunni á Ruby Tuesday.

Pasta Chicken Alfredos. Ekki slæmt.

Í kvöld......IRON MAN!

Popp og læti.


Sunnudagur

Sunnudagar eru fallegir dagar. Er að fylgjast með Birgi Leif á Opna Austuríska núna og horfi svo á Man-Liv á eftir.

Birgir byrjaði daginn herfilega og er +4 eftir átta holur og samtals því á -1.

En núna eru góðu holurnar eftir þannig að kannski lagast þetta.

Varðandi leikinn þá eru 0,0% væntingar þannig að allt annað en tap er bara bónus. Verandi Liverpool maður þá er maður bara kominn á þetta stig. Því miður. Vonbrigði ofan á vonbrigði.

Spurning hvar maður ætti að horfa á þennan leik?


Siggi og Beta í Öskjuhlíðinni

Við fórum í Öskjuhlíðina um daginn og tókum nokkrar myndir. Í lokin var okkur soldið kalt og Beta vildi hreyfa sig aðeins. Hún lét mig því taka myndir er hún labbaði á göngustígnum. Mér fannst það instantlí fyndið og vildi líka prófa eins og vídeóið sýnir hér að neðan. 


THIS is sparta?


eins og sungið frá mínu hjarta


Team Seb

Ég og Sebas tókum kringlurölt í gær. Vorum alveg í tvo tíma eða svo. Kíktum aðeins betur á Ameríska daga í Hagkaup þar sem við keyptum coconut m&m nammi, Cheeze Doodles snakk, Mnt Dew og einhvern ógéðslega óhollan morgunmat sem heitir Coockie Crisp.

Sebas valdi þetta allt nema Mnt Dewið. Hann drekkur ekki gos. Allt annað er fair play. Nei, annars förum við varlega í nammið með Sebas og höfum alltaf gert. Maður verður samt stundum að leyfa honum að njóta þess að vera krakki.

Það var paradís fyrir okkur að vera þarna þar sem prufur voru á hverju strái, enda föstudagur.

Svo tékkuðum við á búðunum okkar, skífunni og Eymundsson. Hann hleypur alltaf inn í skífuna og leitar að David Bowie. Hann finnur hann yfirleitt enda oftast á sama stað. Svo var leitað að Pollapönki, Jónsa og Sleigh Bells.

Honum finnst gaman að skoða hulstrin og tengja myndir og andlit við tónlistina sem hann hlustar á í bílnum.

Í Eymundsson skoða ég tímaritin (FHM, Popular Science, Wired, Q o.fl) á meðan hann skoðar barnastöffið (Cars og Spiderman).

Fylgdumst svo með Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L Árnasyni, Margeiri Péturs í fjöldatafli. Sebas fannst gaman að sjá hamaganginn þegar nokkrar sekúndur voru eftir af tímum þeirra. Allir að berja á skákklukkurnar.

Við erum gott teymi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband