Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

keini melodien

Við strákarnir duttum inní eitt svaðalegt teknó lag um helgina. Ég setti það í djúkarann hér á hægri hönd. Efsta lagið. Þetta byrjar á 25 sekúndu. og svo aftur á sirka 1.15 mín.

Rosalegt alveg hreint. Þetta er ekki nýjasta lagið en virkar samt sem hanski.

og já, ef maður hlustar ekki á það í botni þá er þetta tilgangslaust.

Við botnuðum þetta í bílnum nokkrum sinnum í röð. Allir með waynes world headbang.

ps takið eftir þegar hann óskar eftir að vera metallica, eins og kj hélt í fyrstu.


vaknivakn

Hann er þétt setinn, fokkin leiru völlurinn. Ætla núna til kef að æfa fyrir mótið á laugar og sunnudaginn. Kíkti á rástímana og bara örfá sæti laus.

Allir að hugsa það sama og ég greinilega.

Fyrst er það Nevadabob til að kaupa skó og hanska, svo leiran.


nýjar myndir

skellti inn nýjum myndum. Nokkrar myndir frá ströndinni þar sem m.a. má sjá dramaqueen, white trash lúkkið og fátt annað.

Þetta er í albúmi 19 og þeir sem ekki hafa lykilorðið biðja bara um það.


góssentíð

guð minn almáttugur, það er góssentíð á lolcats myndum. Langar að pósta sirka fjórar í einu en mun ekki geri í ótta við boycott á síðuna vegna vanvirðingu við skoðunarkönnunina.

Á það bara inni.

Mæli með síðunni http://icanhascheezburger.com/

Langaði að pósta mynd 1-2-5-6-7 og 8. Sú fyrsta er með squirrelnum og sú áttunda með lasna kisanum.

Treysti því að þið tékkið á þessu. Er það ekki Stólafur?


BWUAHAHAHA

Ég hló upphátt þegar ég las þessa frétt.

Je ræt, missir af fletcher. Einn lélegasti góði leikmaður í heimi.


mbl.is Missir fyrir United að vera án Fletchers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRGRÍN

Það er svaðalega fínt að æfa vippin uppí básum. Einnig er fínt að pútta þar. Hef notað það soldið núna og ber þess vel söguna.

Ætla hins vegar núna í hraunkotið í kvöld og mun gefa því séns. Finnst betra að æfa sveifluna þar þannig að þetta er soldið pull me push me situation.


skór

Þarf að fara kaupa mér golfskó. Er á þessum görmum sem leka og særa mig í bak og fyrir. Ekki skynsamlegt. Kannski maður kaupi líka nýja hanska, farinn að lykta nefnilega svo helvíti ílla á höndunum. Alltaf góð vísbending um að maður eigi að skipta þegar maður kúgast af lyktinni.

acostume

Tók æfingu í morgun, svo hring, svo æfingu, svo núna matur, svo æfing í kvöld.

Verð að leggja extra áherslu á vipp og pútt. Þetta er rosalegt.

Spilaði fínt golf upp að grínum svo var það barningur. +6 í dag en grínin kosta mig um 5-8 högg á hring eins og staðan er í dag.

Var með 37 pútt í dag. JÁ SÆLL. Það er bara eitt orð yfir svoleiðis. SARGASTI.

Þó ég viti hvað þarf að gera þá er ég enn að lenda kúlunni meter eða tvo frá pinna og finnst eins og það sé nóg til að stoppa kúluna. Ekki svo my friend. Er að yfirskjóta pinnana svona allsvakalega. Maður þarf að lenda um 10mtr stundum meira fyrir framan.

Fékk auðvelt par á fyrstu, svo skildi ég eftir um 20 metra pútt á annari sem ég þrípúttaði. Klikka á meters pútti á þriðju fyrir fugli og kenni gríninu að sjálfsögðu um. Auðvelt par á fjórðu. Fallegur fugl á fimmtu þar sem ég setti langt pútt í holu (þetta er hægt).

Even steven en þá byrjaði ég að yfirskjóta. Fannst ég eiga hið fullkomna innáhögg á sjöttu, 54 gráðurnar (sem vanalega stoppa á 2-3 metrum max) lenti um 2 metra frá stöng, GOLDEN, ekki svo my friend. Kúlan rúllaði yfir grínið, einhverja 20 metra!!!!!!!!! með 54° snilldar höggi. Þetta er ekki eðlilegt.

Það sama á sjöundu nema að þetta var 60 metra högg með 60 gráðunum. Rúllaði nánast yfir grínið einhverja 10-15 metra!!!!! Bara rugl.

Það er ekki eins og þetta hafi verið léleg skölll högg. Þetta voru fallegir bogaboltar með gott accellerate.

Yfirskaut áttundu líka með fullkomnu höggi, aftur. En í þetta sinn bjargaði ég pari með fallegu löngu pútti (er smám saman að finna tötsið í púttunum).

Svona gékk þetta, falleg högg en zero árangur þar sem þetta var skoppandi og boppandi útum allar trissur. Vippin hjá mér eru svo desaster því ég er enn óvanur því hvernig kúlan hagar sér. Lítið um bjargir þá.

En þetta er allt að koma, fékk fugl á tólftu og þetta end result er bara eðlileg þróun held ég.

Þetta er ekki svo mikið púttin lengur heldur vippin og innáhöggin. Er búinn að aðlagast þokkalega með pútterinn. Núna vantar bara smá meiri æfingu í vippum og 100 metra höggum og málið, eins og þeir segja í stórborginni, dautt.


Winamp

Hlóð winamp niður og nota hann til að fylla ipoddinn. Fyrst valdi ég allt og syncaði þetta. Tók nokkra klst enda með um 80 gíg af tónlist. Spilarinn fyllist (120gíg) af einhverri vírd ástæðu.

Það var eitthvað auka drasl sem þarna fór með. Fann ekki hvað það var og þurfti því að eyða öllu út aftur.

Fínt. nema hvað að öll tónlistin fór en eftir var þetta drasl sem ég fann ekki hvað var. 50 auka gíg. Lame.

Ég þurfti því að resetta spilarann og byrja gjörsamlega á núlli aftur.

Núna er ég því að dunda mér að flytja sérvalda tónlist yfir. Ekki allt í einu eins og síðast. Þetta tekur tímann sinn. En þetta finnst mér gaman. Er ekki að kvarta.

Var til 4 í gærnótt að þessu. Sjáum til hve lengi ég endist núna. Þarf að vakna kl 7:30 þannig að það er annað hvort all næter eða að fara í háttinn í síðasta lagi 1.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 153172

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband