Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Rosalegt

Listinn yfir þá sem komust á El Campeonato de Barcelona í feb var að birtast á netinu. Og OMG. Djöfull verður þetta sterkt mót.

Sterkasti golfarinn er með -2.8 í fgj. Það eru 6 með meira en -2
26 gæjar með betri forgjöf en 0.

Ég er með 2.5 og er með forgjöf númer 79. Þeir hleyptu 90 golfurum inn og sá slakasti er með 2.7.

Ég endurtek.....OMG.

Það er 60 manna biðlisti í mótið.

Gabriel er meiddur á olnboga og skráði sig ekki. Vinur okkar Graham, sem er með 5,4 ætlaði með mér en er bara númer 50 á biðlistanum og kemst pottþétt ekki inn.

Þá er það ákveðið. Ég fer á bílnum þann 3.feb upp eftir (tekur mig rúmlega 9 tíma að keyra þetta). Sef á hóteli rétt hjá vellinum og keyri niður eftir þann 9.feb

Eins og áður sagði er þetta 4 daga mót með niðurskurði eftir 3 daga. Einn æfingarhringur þann fjórða. Málið dautt. Skorið verður niður úr 90 í 50 leikmenn. Gangi mér vel.

Djöfull er ég spenntur.......en fyrst....El campeonato de Málaga þann 26-28 jan. Eitt í einu.


Svona er þetta bara

Þegar maður er veikur og hefur ekkert að gera þá gerast slysin. Eyddi síðustu mínútunum í Songsmith í að fikta í raulinu og tókst að gera þessa fínu versjón í líkingu við ballöðu af dýrari gerðinni. segi sona.

bætti við smá akkústik gítar, reversaði hann og málið dautt.

Ekki missa af þessari ballöðu meets jón Fruss meets amatör útgáfu af Þegar ég var lítill. (jón fruss kemur á síðustu mínútu lagsins)

Fallegt.

Verð að fara komast héðan út.....gengur ekki lengur.


Gúddí

Horfði á Barca-Espanyol með öðru í gær. Gúddí var skipt útaf fyrir xavi og þulirnir skitu á sig. Þeir töluðu um að hérna væri engin taktísk breyting því þeir leika sömu stöðu. En þvílík breyting í gæðum. Himinn og haf þarna á milli sögðu þeir og héldu lofræðu um xavi á kostnað Eiðs Smára.

Auðvitað er þetta rétt hjá þeim en samt alger óþarfi að sverta íslendinginn svona hrikalega.

Ég var fljótur að skipta um rás útaf pirringi. Nenni ekki að hlusta á einhverja hálfvita tjá sig.

Fór því yfir á Burnley-Tott leikinn sem var sýndur hér með seinkun. Þar var annar íslendingur að nafni Guðjónsson. Svo skemmtilega vildi til að þeir fóru akkurat að tala um hann. Einn gæjinn þuldi upp staðreyndir um hann. Þeir þekkja hann útaf þessum þrem árum sem hann var í Betis.

Afar jákvætt og hressandi að heyra spánverjann í fyrsta sinn viðurkenna viðurvist Íslendings og tala vel um hann. Það er nefnilega aldrei talað um Eið hérna.

Það eina sem maður heyrir um Ísland hérna er kreppa og fólk sveltandi í biðröðum fyrir mat (alveg satt, fjölmiðillinn ýkir þetta og almenningur heldur þetta), björk, þegar ísland lenti í öðru á ÓL (þó þeir voru reyndar fljótir að hætta tala um það þegar við unnum þá) og kuldi og vont veður.

aaahhh svo má ekki gleyma því nýjasta sem er að Spánverjinn heldur að íslendingurinn sé sí prumpandi og ropandi. Ég er ekki að grínast. Það var þáttur hérna í sjónvarpinu þar sem fólk frá Andalúsíu sem býr í öðrum löndum talar um reynslu sína. Þar sagði einmitt einn sem býr á Íslandi að það væri venja og siður á Íslandi að prumpa og ropa í tíma og ótíma. Takk fyrir það.


Ricky Gervais

Ricky Gervais er fyndnasti maður ever. Office dótið er náttúrulega bara 5% af þessu. Farið á youtube og tékkið á uppistöndunum hans.....annað hvort politics eða animal showunum.

Songsmith

Ég fann skemmtilegt forrit á netinu frá Windows. Maður syngur einhverja laglínu sem manni dettur í hug og forritið reiknar út og kemur með undirspil við hæfi eftir á.

Allskonar möguleikar eru fyrir hendi og einkar skemmtilegt að fikta áfram. Gæti heldur ekki verið auðveldara. Meira að segja María er búin að gera tvö lög.

Forritið heitir Songsmith.

Ég sönglaði í húmi nætur inn nokkrar línur og út kom skemmtilegt undirspil. Svo breytti ég því og fínstillti og fékk einhverjar 5 mismunandi útgáfur af sama laginu/raulinu.

Elton John útgáfuna/R&B útgáfuna/blágrasa hillbillí útgáfuna/Stórbanda útgáfuna og ballöðu útgáfuna.

Ég setti blágrasa útgáfuna hér í tónspilarann á hægri hönd, og lét fylgja með smá bónus fyrir lengra komna.

Sebastian gerði nefnilega Teknó pönk útgáfu af bíb bíb á nebbann laginu. Ekki missa af þeirri útgáfu.

Lagið heitir Þegar ég var lítill strákur og hitt heitir Teknó Pönk Bastians


Nýjar myndir

Vek athygli á nýjum myndum í albúmi 09. Þær eru sjóðheitar að vana. Þar eru aðalleikendur kókódíllinn kókó og skrifstofa the iceman......újeeeee

að venju þá sendið þið mér bara línu ef þið hafið ekki lykilorðið. Allir velkomnir.


Klassíker

Sebastian er að taka alla klassísku barnahlutina og stúta þeim. Hann krotaði á vegginn(sem er klassískt), hann eltir mjása með golfkylfu og lemur til hans (svo þykist hann vera að sveifla alvöru golfsveiflu ef hann sér að ég er að fylgjast með). Klassík.

Svo kemur hann stundum til mín þar sem ég sit við tölvuna og horfir á mig hvolpa augum og segir "papa minn, papa minn" með angurværri láróma englarödd.
Hann gerir þetta til að fá mig að leika því stundum er ég orðinn tregur til eftir sjöhundruðþúsundasta skiptið (á 12 mínútum).

Er enn að bíða eftir þessu rosalega sem átti að gerast í dag. Fann eitthvað á mér fyrir nokkrum dögum og veit ekki hvað það er. Kannski að María komi með eitthvað feitt fyrir mig að éta, kannski verður Obama sprengdur, kannski verða náttúruhamfarir einhvers staðar í heiminum, kannski voru þetta bara vindverkir......sjáum til.


El gordo

Jæja, hvað skildi gerast í dag. Nær Obama að lifa daginn af.....ef ekki þá sé ég það allavega í beinni á La Primera.

Ef ekkert gerist þá má náttúrulega nefna að John Frusciante gaf út skífu í dag sem er nokkuð huge.

Er að hlusta á hana núna. Þetta er ekki það sem ég vildi frá honum. Þetta er koncept plata(sem boðar sjaldan gott) og er of listræn og langdregin. Nokkrir sprettir hér og þar en í heild sinni þá sé ég að þessi skífa verður ekki langlíf í tækinu[cue skot frá Pétri].

Bömmer.

Annars erum við strákarnir heima að jafna okkur. Erum betri en samt flæðir horið sem níl frá austur til vesturs.

Í dag er San Sebastian og fékk pungurinn því gjöf í tilefni þess. Hann fékk LaLa því sá stubbur er í uppáhaldi.


Sanngjarnt

Nokkuð sanngjörn úrslit í derby leiknum í dag. 1-1 fyrir dómaranum.

Auðvitað átti LP að fá vítaspyrnu þarna en maður er ekkert að væla yfir því.

Til hamingju Neverton að ná að gera jafntefli við LP.


By the way

Ég og Sebas erum búnir að vera einir heima síðan kl 8 í morgun að dunda okkur. Báðir soldið veikir, með flensu. María kom svo heim kl 19 í kvöld og kátt í höllinni.

Er að fara horfa á Liv rústa Neverton. Spái 3-0. JÓ GÓIN DÁÁÁÁN


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband