Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

stutt í endalokin

jæja þá er stutt í heimsendi. Gæjarnir í CERN kveikja á þessu doomsday tæki eftir tæplega 4 tíma. Heimsendirinn verður í beinni útsendingu HÉR.

Ef þetta verður mitt síðasta blogg þá bið ég bara að heilsa.


Pása

Fór í morgun og tók tveggja tíma vipp session (sess-i-óón).

Fengum íslendinga í heimsókn sem eru vinafólk frænku minnar. Þau borðuðu með okkur og héldu svo á leið upp strandlengjuna til Rincón de la Victoria. Þau eru að ferðast núna um Spán í leit að svæði til að búa á. Þau ætla að búa á Spáni í eitt ár til að læra spænsku og upplifa þessa niðurkúpluðu stemmingu sem landið bíður uppá. Skemmtilegt.

Ég ákvað í gær að taka mér smá frí frá golfi, þ.e. að fara ekki golfhring í nokkra daga. Einbeita mér bara að tækniatriðum og æfa stutta spilið. Held að það sé alveg kominn tími á það, kæla þetta aðeins niður.

Hlustaði á Likku skífuna og verð að segja að þetta er ekki alveg my cup of tea. Gamli likku neistinn er ekki til staðar þó þetta sé mjög líkt þeirra tónlist þegar hún var uppá sitt besta. En samt vantar eitthvað. Það er eins og þeir séu að reyna OF mikið, keimurinn er til staðar en ekki heildarpakkinn. Þeir gætu tekið alla flottu kaflana í lögunum sínum og gert kannski eitt þrusugott lag. Maður er kannski bara vaxinn upp úr svona tónlist, veit það ekki.


mót

Spilaði í móti áðan og galt afhroð. Sjaldan spilað eins ílla og er greinilega í lægð. Það var engin gleði í spilamennskunni og ég held að allir golfguðirnir séu núna einfaldlega uppteknir við að hjálpa íslensku spilurunum á úrtökumótinu fyrir Evróputúrinn. Þeim gekk bara mjög vel í dag af því sem ég hef heyrt. Heiðar á -1 og Stebbi á +1.

Ætla að taka mér nokkra daga frí frá spilamennsku og í mesta lagi fara að vippa og pútta.

niðurhól nýju Metallica plötunni Death Magnet og bíð spenntur eftir að heyra nýja hljóminn. Ég fæ nefnilega ekki að spila þetta hérna í húsinu þar sem Maríu finnst ekki þægilegt að hlusta á svona tónlist. Heyrði smá og fannst þetta vera afturhvarf til kill ´em all plötunnar, svona þungarokk með þrass metal ívafi.

Ég hef náttúrulega löngu sagt skilið við þannig tónlistarsmekk, eða alveg síðan ég hætti að ganga yfir brúnna á dósinni klæddur einungis t-bol og leðujakka með kögri í -12 gráðu frosti. Því ég var harður.......

En samt alltaf gaman að tékka á hvað þessar æsku hetjur í Likkunni eru að gera.....Hafa ekki gefið út almennilega plötu síðan í nam. Núna er maður meira fyrir Frusciante,mates of state og svo framvegis.


dru....stressaður

Ég verð nú samt að segja það að ég er drullustressaður vegna þessa verkefnis. Þótt ég hafi mikla trú á þessum vísindamönnum eru þeir að prófa eitthvað í fyrsta sinn og vita ekki hver útkoman verður. Verður örugglega allt í key en ég ætla samt að ganga með álpappír á hausnum kl 19:30 á miðvikudaginn just in case.....
mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ranger

Seba snéri aftur í leikskólann en með herkjum. Hann beygði af þegar mamma hans kvaddi hann og eftir tveggja tíma viðveru náði hún aftur í hann og kallinn frekar rauðleitur um augun af harmi. Það er erfitt að yfirgefa foreldra sína, sérstaklega þegar maður er að ná sér eftir flensu og er enn með hor og þurran hósta.

María nýtti tímann og fór á ströndina og las bækur.

Ég var í þrjá tíma uppá reingi að slá boltum. Tók 225 bolta sem þýðir 1.3 kúla á mínútu fresti með tíu mínútna pásu, sem þýðir að ég sló kúlu á rúmlega 45 sekúndna fresti. Ég held að það sé alveg fínn tími á milli högga, allavegana er ég ekkert eftir mig eftir þetta.

Náði sem sagt ágætum rythma og fer í hringinn á eftir með gott sjálfstraust.

Er búinn að skrá mig í Ryder cup!!!!! Þetta er þriggja daga keppni hérna í La Cala og fer hún fram alveg eins og alvöru Ryder cuppið. Það verður dregið í tvö lið (Evrópu og Ameríku) og leikið verður Greensome,4-ball,better ball og match play. Þetta verður stuð. Fæ að vita þann 15. í hvoru liðinu ég verð, svo hefst keppnin þann 16,18 og 20 sept.


Nýjar myndir

Mæli með því að fólk kíki á nýja myndaalbúmið sem er númer 4. Þar eru eldhressar nýjar myndir af mér..................á hinum mismunandi tímabilum. Þarna má finna ýmsa hárgreiðslustíla svo sem klassíkera eins og "kínverskt fjölbýlishús", Chubby McFatlard" og "Siggi daly"

ps. mæli sérstaklega með árgangi 98. fallegt.

 


Cancel

ójá, við hættum við að fara til Granada vegna Sebastians. Hann er orðinn fínn en samt ekki alveg 100% og við vildum ekki leggja ferðalagið á hann á þessum tímapunkti.

Ég spilaði því í móti á Lauro golf og spilaði hræðilega. Fann aldrei sveifluna og átti kannski eitt gott högg allan hringinn. (og eitt pútt).


Þótt ég sofi.....

sofiEinn er bara að þykjast. Getiði hvor það er?


Sebastian Starálfur

Ég bætti inn lagi þar sem Sebastian er að syngja Starálfur með Sigur rós. Þetta er einstök útfærsla þar sem lagið er stytt þónokkuð en í staðinn tekur við tilfinningar-rússíbani og tjáningu viðlagsins er gefið aukið vægi.

Smellið á lagið hér til hægri í tónspilararnum.

Upprunalegi textinn er: Starir á mig, lítill starálfur

Remix Sebastians fer lauslega með ofangreindan texta en ef rýnt er í þá má heyra tilvitnanir í eitthvað sem heitir Staaaaa og miiiiii.

Njótið vel.


ys

Sebastian var góður í nótt. Gátum sofið alla nóttina og honum líður mun betur í dag, fór samt ekki á leikskólann just in case.

Spilaði í morgun Ameríku og fór hringinn með 73 ára Svía. Hann stútaði 3 bjórdósum og nokkrum Cuba Libre. Eldhress og dreif bara nokkrum sinnum inná braut af tíboxi.

Það er mjög mikill vindur hérna núna og það var frekar mikið challenge að spila. Fór hringinn á +4 með 6 skollum og 2 fuglum. Ég hefði verið sáttur við tveim höggum minna en þetta er samt allt í lagi í þessu veðri.

Man ekki hvort ég var búinn að segja það en ég er loksins kominn með rétta forgjöf. 2,5. Það er orðið mjög erfitt að lækka sig hérna í La Cala. Þessir vellir eru mjög strategískir,upp og niður og almennt erfiðir. Svo eru þeir ekkert frekar langir sem gerir það að verkum að slópið metur þá sem auðvelda. Þannig fæ ég 2 högg á Evrópu í forgjöf en 0 á Asíu og 0 á Ameríku. Þarf sem sagt að spila tvo síðar nefndu á pari og E. á tveim yfir pari til að hækka ekki.

Ég mun því hætta að spila til lækkunar á Asíu því hann er erfiður miðað við vallarmat. Ég mun halda áfram að spila á Evrópu og Ameríku og fara svo í mót á Lauro golf. Á teig kl 9 á morgun á Lauro og ætla að spila undir pari!!!!!!!!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband