Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Skjótt skipast

Við vöknuðum eldhress í morgun og María og Sebastian skutluðu mér uppá völl. Þegar ég tek fyrstu púttstrokuna þá finn ég dropa niður smá rigningu. Greit. Það sem eftir lifði morgunin húkti ég inní klúbbhúsi að horfa á Tennis á Eurosport og kláraði eina Sudoku(erfiða). Það rigndi syndarflóði allan morguninn og ég án bíls þar sem María fór til Málaga að sinna erindum. Hún kom kl 12:40 og mér var bjargað.

Það stytti svo upp þegar við borðuðum og ég dreif mig aftur uppá völl og var til 18. good times.


Dautt Tv

Sjónvarpið okkar sprakk. Reykur og læti. Verst að ég missti af því. Eigandinn er í corte inglés í þessum skrifuðu orðum að kaupa nýtt fyrir okkur. Ég bjóst svo sem ekki við því, hélt að við myndum þurfa að punga út fyrir nýju tv en svona er lífið, lúxus.

Pabbi og mamma seldu bílinn okkar á Íslandi í dag. Hann var búinn að vera á sölu í 5 daga þá kom tilboð uppá 1.8, pabbi gerði gagntilboð uppá 1.9 sem var tekið. Við erum mjög ánægð með það. Það gefur okkur rúmlega 200 smakkarúnís eftir að eftirstöðvar lánsins eru greiddar upp, við höfðum ekki reiknað með nema um 50-100þ..........bónus.

Ég kom heim kl 18 og hef verið að leika með Seba síðan, svona rétt til að gefa Maríu pásu. Hann er duglegur á gólfinu með leikföngin sín eins og afi hans kenndi honum. Áðan var hann sitjandi, núna er hann komin á mallann og mjakar sér nær glerborðinu......verð að þjóta.


+8

Fór 18 í besta veðri sem við höfum haft hingað til. Var að slá mjög vel nema á fjórum brautum í röð þar sem ég fór samtals á +6. Restin af hringnum var mjög góð. 7 pör---3 fuglar---5 skollar---3 skrambar. Er bara frekar ánægður með sláttinn.

Núna er ég búinn að éta og ætla að pútta og vippa líkt og vindurinn.

 


Swing

Fann mig ótrúlega vel á range-inu í dag. Ótrúlega framför, ég sveifla á flatari ferli og held hausnum vel stöðugum í högginu. Var mjög beinn og lengdi mig um helling. hæ fæf fyrir mér.

 Sebastian er að borða í þessum skrifuðum orðum og líkar maturinn vel.

Á morgun fer ég snemma útá völl og hita upp í 40 mín. Svo fer ég hring á ameríkuvellinum. Spennandi verður að sjá hvort ég nái að nýta það sem ég hef æft. Það er ekkert gefið. Það er auðvelt að brillera á æfingarsvæðinu en svo þarf maður að sýna það á vellinum.

Eftir hringinn er matur. Eftir matinn fer ég í pútt og vipp í 120 mín. Svo er það ræktin í lok dags.

Maður er að prófa sig áfram með þetta plan, það á örugglega eftir að straumlínulagast betur þegar líður á.


Golf

vöknuðum öll kl 8:15 þar sem í dag er sunnudagur. María skutlaði mér útá völl kl 10.  Ég vippaði og púttaði til 13 og át svo tvær heimagerðar samlokur á la María. Fékk símtal kl 13:20 frá Gabriel sem bað mig um að koma og spila ameríku, ég hélt það nú. Við fórum bara 9 þar sem á seinni helmingnum var búið að myndast þónokkur bið. Við fórum því að æfa í staðin fyrir seinni 9. (btw við komum inn á sama skori á þessum 9 holum, jákvætt)

María kom kl 17:20 að ná í mig þar sem hún hafði verið í sunnudagsheimsókn hjá tengdó í allan dag.

skv. æfingarplaninu ætla ég að hafa helgarnar lausar fyrir Maríu og Sebastian með option um spilamennsku ef ekkert annað en hangs er á dagskránni. En þar sem þetta hefur aðeins skorðast fór ég bæði á laugard. og í dag í þetta sinn.

Á morgun byrjar svo fyrsta vikan skv. planinu.

Kallinn strax kominn með tan. hell yeah.


Ég á vin

Ég eignaðist nýjan vin í dag Wizard

Ég var mættur útá range kl 08:35 (skíta-ég er að tala um skítakuldi og vindur) sem gerði það að verkum að maður var stirður sem járnklumpur með stein ívafi. Fyrir vikið dugði ég bara í 60 mín þar og dreif mig svo niður á púttgrín þar sem betra var að vera. Þar var ég í ca 60 mín. Svo fór ég á leynivippgrínið mitt sem er í felum frá túristunum og er reyndar bara opið fyrir meðlimi (ekki að það myndi stoppa þessa tsjalla anyways).

Var búinn að vera þar í ca 30 mín. þegar einhver strákur kemur og byrjar einnig að æfa. Við byrjum að spjalla og það kemur á daginn að þessi strákur heitir Gabriel og er frá Svíþjóð. Hann er með nákvæmlega sömu forgjöf og ég(3.7) og er í nákvæmlega sömu erindagjörðum og ég í La Cala.

WIERD

Hann er búinn að vera í 1 ár og er flestu kunnugur hér. Hann er með sömu markmið og ég og mjög svipað plan. Hann er með sama galla í sveiflunni og ég, og er að vinna í að laga það. Hann ekur Ford Focus eins og ég. Hann talar reiprennandi spænsku eins og ég þar sem hann var fæddur hér í Málaga og bjó til 6 ára aldurs. Var ég búinn að minnast á að hann er með NÁKVÆMLEGA SÖMU FORGJÖF OG ÉG.

Þegar við vorum búnir að sjá alla þessa samlíkingu hjá okkur þá var manni nú hætt að lítast á blikuna. Við vorum báðir byrjaðir að líta í kringum okkur til að reyna að finna þessa földu myndavél sem hlaut að vera þarna einhversstaðar bakvið tréin. Þetta er OF mikil tilviljun.

Ég segi það því það er ekki eins og það eru margir þarna með sömu markmið og við. Áður en ég gerðist meðlimur í La Cala þá var hann einn þarna að pæla í þessum hlutum. Núna erum við tveir. Aðrir eru bara fólk á eftirlaunum, túristar eða vel efnað upper class fólk. Við stöndum soldið út.

Anyways....við vorum báðir í skýjunum yfir því að fá æfingarfélaga og héldum uppá það með því að fara fyrri 9 á evrópu seinna um daginn. needless to say, þá var hann mun betri en ég þar sem hann hefur núna æft í eitt ár stanslaust en ég í nokkra daga með hléum.

 


Heimkoma

Ég kem til Íslands 5.júní og verð til 31 júlí. Næstum því 2 mánuðir. Á þessu tímabili næ ég að keppa á 3 kaupþingsmótum, meistaramóti GKG og fara á ættarmót.

María og Sebastian koma 26.júní og til baka þann 17.júlí

Þetta er gert m.a. svo að mjási verði sem minnst einn heima. Með þessu móti verður hann bara solo í viku því mamma og pabbi koma út þann 2.júlí

Það var vissara að panta miðana strax því það eru örfá sæti laus sem stendur.

shit,,,, það eru bara fjórir og hálfur mánuður í þetta. Time is fun when your having flies.


Nix

Ekki mikið að frétta. Setti fleiri myndir inn. that´s all folks

 

RIP Hilmar


Myndir

Vill vekja athygli á myndunum sem ég er búinn að hlaða inn.

Hægt er að fara í myndaalbúmið hér á hægri hönd með því að smella á "myndir1"

Setti inn nokkrar random myndir, bara svona til að prófa. Í framtíðinni munum við skella öllum myndum af okkur þarna inn.

 

ps. svo er líka hægt að sjá vídeóið fyrir ofan myndirnar sem ég setti inn í byrjun. Þrátt fyrir að það sést bara rautt x þá klikkar maður bara á það og voilá, virkar þrátt fyrir x-ið. þetta er sveiflan í sumar 2007 á 16.braut á Ameríku vellinum á La Cala.


Svosum

Það er svosum ekkert nýtt að frétta. Mér líður ögn betur en í gær en samt kvefaður. Litli er að leggja sig og María notar tækifærið og liggur í sólbaði útá svölum.

María keypti stóra Sudoku bók fyrir mig í gær sem ég hef verið að dunda mér í, mannbætandi. Betra er að þjálfa hugann en að horfa á imbakassann, eins og skáldið sagði.

 Enn stendur leitin af írsku stelpunni Amy yfir, hún týndist þann 1.jan og hefur ekkert spurst af henni. Hún bjó í nágreni við okkur hér í Mijas Costa og það er ekki þverfótandi fyrir löggum og þyrlum. Það var frekar flott sjón að fylgjast með þyrlunni skima dalinn fyrir neðan okkur. Ég stóð á svölunum og horfði á þyrluna í ca 20 metra fjarlægð svífa neðar en íbúðin. mjög kúl. tók það upp á vídeó. Ég spjallaði við löggurnar og halda þeir að hún hafi annað hvort strokið heim til írlands eða verið rænt og löngu seld út úr landinu. Ég ætla að vona að það sé fyrri kosturinn. Allavegana, það er mikð fjallað um þetta í spænska sjónvarpinu og gott ef svalirnar okkar hafi ekki sést nokkrum sinnum fyrir alþjóð. soldið shallow, en hey


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband