Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Toppleðja

Fór á Botnleðju í gærkvöldi. Það var góð skemmtun. Bara verst hve ég var þreyttur. Ég mætti tímanlega eins og miðinn sagði....kl 21.......Botnleðja steig á svið litlum 3 tímum seinna!

En fyrst, kl 23 byrjuðu Nolo að hita upp. Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þeir eru svo mikil krútt. Soldið svona Mgmt meets ekki neitt. Þeir fengu ekkert sérstaklega góðar viðtökur. Fólk vissi ekkert hvað þessir tveir gaurar voru að gera þarna og öskruðu og kölluðu á Botnleðju. Sem mér fannst hámóta dónalegt.

Botnleðja spilaði svo í rúma 2 tíma

Djöfull eiga þeir mikið af stöffi. Og það góðu.

Raggi er sennilega svalasti bassaleikari sem Ísland hefur átt

Heiðar maður fólksins og Halli trommari böggandi douchebag

Þeir enduðu giggið á fyrsta laginu sem þeir sömdu.....mamma,mamma,mamma,mamma,mamma.....það var geðveikt

Ég er ennþá örþreyttur og með fáránlega mikla tíðni í eyrunum á mér. Stöðugt bözz í hausnum sem fer ekki. Svona er að sitja svona nálægt hátalaranum.


Golfskálinn

Opið í skálanum í dag frá kl 11-16

Ég og Carrigo með Smashing Pumpkins í botni í allan dag

Hell yeah!


US wide Open

Það er unun að horfa á US Open

Loksins golfmót með velli sem er við hæfi fyrir þessa atvinnumenn

Ekkert gaman að sjá þá fugla sig í gegnum alla velli og mót og vinna 20 undir pari!

Völlur á að vera settur upp þannig að vinningsskor sé rétt undir pari að mínu mati

Þá er hann sanngjarn

Gaman að sjá þessa gaura taka svipuð högg og maður sjálfur. Þá meina ég að kúlan endar oft álíka langt frá pinna og þegar maður sjálfur spilar völl hérna heima

Hef alltaf verið pró refsingar og pró erfiðir vellir. Sérstaklega fyrir gaura sem hafa atvinnu af þessu


Oceania

Hlustaði á nýju Smashing Pumpkins skífuna áðan

Hún á að koma út 19.júní

Vil ekki byggja upp of miklar væntingar fyrir fólk þannig að það eina sem ég vil segja er að ég grét af gleði

.....og kannski ,,til hamingju tónlist með að byrja aftur að vera til"


silt

Botnleðjutónleikar á laugardaginn.....djöfull verður það sterkur leikur

Verður gaman að sjá 3 piece band vera þétt. Alltaf soldið trikki


his-und-los

jeminn eini hve þetta var leiðnlegur dagur. Á þann hátt að það gerðist ekkert skemmtilegt. Djöfull er gott að vera kominn heim.

En, ekki er öll nótt úti enn

Það er æfing í kvöld!

Djöfull verður það ógéðslega skemmtilegt

Þessi dagur verður því sennilega að meðaltali mjög venjulegur.

Mikil leiðindi plús mikil skemmtun um kvöldið.

Þetta jafnast út á endanum


Hringur

Tók hring í mosó

1.Par3. Lélegt kippt til vinstri högg með 54°. Yfir og framhjá gríninu. Bömpaði 8 inná grín. Rétt missti parpútt. Skolli.

2.Par5. Togaður ás til vinstri uppá sextándu. Lagði sexu upp. 54° 2 metra frá og rétt missti fugl. Par

3.Par4. Fullkominn ás beint upp brekkuna og oní glompu. Vippaði pw upp úr sandinum og inná grín á efsta pall. Púttaði niður á neðri pallinn en skildi eftir ömurlegt pútt sem klikkaði. Skolli

4.Par4. Lélegt fimmu högg í hægra röff. Sexa úr leiðinlegri legu sem var fullkomin og lenti 2 cm yfir skurðinum og endaði billjantlí 2 metra frá pinna. Setti fuglinn niður. Fugl

5.Par4. Fullkominn ás. Of stutt innáhögg og vippið lélegt en fullkomið pútt bjargaði parinu. Par

6.Par5. Blendingur á miðja braut. 3 tré pínu inn í hægra röff. Innáhögg með fimmu pin high en alveg hinu megin á gríni. 12 metra pútt. Meterspútt í fyrir pari. Par

7.Par5. Fullkominn ás. 4 járn 190m pin high en 3 metra vinstra megin við pinna. Högg dagsins. Rétt missti örninn. Fugl

8.Par4. Flottur ás. Togaði innáhöggið til vinstri. Vippaði sæmilega. Missti púttið. Skolli.

9.Par3. 140m og nía pin high en um 8 metra til vinstri. Tvípútt. Par

Fyrri níu á +1

10.Par4. Fullkominn ás. 50m högg með 60° í metersfjarlægð frá holu. ÍsÍ fugl.

11.Par4. Fullkominn ás. 93m með 54° uppá efri pall. Rétt missti fuglinn. Par

12.Par3. 140 metra högg með pw togað til vinstri. Lobb högg yfir bönker fer í stöngina og kastast 5 metra frá holu. Damn. Ísí þrípútt!!!!!! Dobbúl

13.Par4. Fullkominn ás niður brekkuna. 103 metra högg með 54° pin high. Tvípútt. Par

14.Par4. Ásinn vinstra megin og í nýslegnu röffi. Oní holu! Choppaði honum pínu áfram. Vippaði svo yfir glompurnar og tvípúttaði. Skolli.

Skyndilega kominn +3 eftir að hafa verið að krúsa á parinu án vandræða

15.Par3. 140m högg með áttu. Tvípútt fyrir pari. Par

16.Par4. Rétt sleikti vallarmörkinn og endaði fullkomlega á braut. Togaði níu til vinstri. Vippaði um meter frá. Klikkaði á púttinu. Rugl. Brjálaður. Gjörsamlega öllum að kenna nema mér! Eitt af þessum höggum sem maður skilur eftir á vellinum. Skolli

17.Par5. Beinn ás uppvið brekkuna. Reitt 3 tré pin high en niðri vinstra megin. Lobbaði 60° um meter frá. Ísí fugl.

18.Par4. Dúndraði ás á móti vindi og endaði í fullkomnu færi fyrir næsta högg. Notaði pw til að vera öruggur yfir vatnið og var pin high 5 metra til vinstri. Ísí þrípútt! Fokkin einbeitingarleysis skolli.

+3 á seinni og samtals á 4 yfir.

Allt í allt jákvæður hringur. Ás og pútt fín. Bara þessi innáhögg sem eru að togast til vinstri.


fugl

Flúðir skartar skemmtilegum golfvelli. Fengum rosalegt veður. Sól og logn, svo kom pínu vindur. Sólarvörn og læti.

Ég, Beta, DK, Sebs og mamma fórum í þetta road trip

Við löbbuðum öll saman fyrstu fimm holurnar svo fór non golfurunum að leiðast og þau splittuðu. Þau skoðuðu hesta og stöff á meðan við kláruðum hringinn.

Ég spilað líkt og engill. Flest frábær högg. Sirka tvö innáhögg, eitt pútt og eitt upphafshögg sem kostuðu samtals 5 högg

4 fuglar með b2b fuglum á sextándu og sautjándu.

Þetta var fín frammistaða

Sérstaklega ánægður með ásinn. Hann er orðinn helvíti stabíll og langur. Svo eru innáhöggin og pitchin að slípast til. Púttin fín.

Svo var brunað aftur í bæinn og grillað.

Uppskrift að góðum degi


Flúddagolf

Ætlum á Flúðir á morgun að spila golf

Þeir eru með tilboð í gangi út júní

1500 kr á kjaft á mánu og þriðjudögum

Aldrei spilað þar. Verður stuð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband