Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Casio Fatso

Casio Fatso komnir með.......

Facebook síðu.........https://www.facebook.com/CasioFatso
soundcloud síðu.......soundcloud.com/casio-fatso
Bandcamp síðu.........http://casiofatso.bandcamp.com/

Reyndar er lítið komið inná FB og Bandcamp síðurnar en soundcloud er með nokkrum lögum sem við ætlum að æfa upp.

Erum byrjaðir að æfa þessi þrjú lög

I bleed
It's measured in tears
We should float....

Ætlum að negla þau fyrst. Fara hægt af stað og bæta svo smátt og smátt við.

Erum í raun með 15 fullkláruð lög og svo uþb milljón hugmyndir sem gaman verður að tékká.


Gott í morgunsárið

Fyrir óþolinmóða þá kikkar þetta fyrst inn á mín 2:15 og svo endanlega á mín 2:40

En alltaf gott að hlusta á allt lagið til að fá heildarmyndina. Mæli með því. 


Gæti hlustað á þetta endalaust

http://www.kitrae.net/music/Cherub%20Rock_Isolated_Guitars.mp3

Þetta er big muff gítarinn hans Billy's í laginu Cherub Rock. Einangraður frá öllu öðru í laginu.

Svona hljómar Big muff fyrir þá sem ekki vita

Epic fuzzness

Mæli með mín 3:05

Þetta er spilað á Strat en slóðin hér að neðan er spiluð í gegnum Les Paul

Báðir í gegnum Marshall JCM800

http://www.kitrae.net/music/CHERUB%20ROCK_V4_flat%20tone_w_comp.mp3

Les Paul mun þyngri og fallegri, að mínu mati

Hérna er svo Strattinn og Les Paul saman. Í raun eru þarna 5 gítarar samtímis. Þungt og fallegt.

http://www.kitrae.net/music/CHERUB_V4_Layered_LP_Strat_flat_tone_w_comp_1.mp3

Pínu moddaður þessi Marshall JCM800 sem hann notaði við gerð Siamese Dream. Svo mækaði hann Les Paul í efri vinstri keilu en strattann í neðri hægri keilu á hátalaranum.

Gúrmei stöff


Update

Beta var í myndatökum í dag þannig að við pungarnir þrír flúðum heimilið. Fórum í kringluna og komum svo við í æfingarhúsnæðinu.

Sebas fannst það gríðarlega spennandi. Við djömmuðum pínu á gítar og trommur og átum nammi. DK lá á teppi á gólfinu og fylgdist með rokkurunum.

Ég og Sebs ætluðum svo að fara niður á Gauk á Stöng og horfa á trommukeppni. 5 trommarar að keppast um hver sé bestur. Var auglýst kl 21 en ég hringdi til að tékka á hvort 5 ára gutti mætti koma og þá kom í ljós að þetta verður ekki fyrr en kl 23. Þannig að það verður ekkert úr þessu. En Sebas var velkomin að sögn framkvæmdarstjóra.

Erum búnir að skella Star Wars 3 í tækið í staðin og ætlum að poppa og hafa það kósí. Strákarnir í leikskólanum tala sín á milli um að númer 3 sé hræðilegasta Star Wars myndin þannig að Sebas er því mun spenntari.


Svaðilfarir DK

DK var í göngugrindinni þegar ég gerði hafragrautinn hans. Ég opnaði ískápinn til að ná í stoðmjólkina BEM!!!!!

DK var all

Drink all the milk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óð beint inn í ískápinn og á einum tímapunkti var hann kominn með eina höndina á vítamínbættu mjólkina og hina á nýmjólkina.

Ok, gott og vel, mjólk, saklaust

Þegar hann var hins vegar kominn með tómatsósu í eina höndina og hafði augastað á soyjasósunni þá var klárlega kominn tími á að loka ískápnum.

Tómatsósa, soyjasósa og Vítamínbætt mjólk? Er ekki hægt að gera einhverskonar sprengju úr þessum hráefnum?!!! 


Tíðindi

aaaa YEAH!

Það var þéttur pakki frá kl 19 til 24 í kvöld hjá Casio Fatso

Tókum tvo nýja gaura í prufu.

Mega stöff.

Alls þrír gaurar hafa núna komið í prufu og allir frekar góðir á gítar verð ég að segja.

Gott væb og allir í stuði

En

Það gleður mig að kynna að Casio Fatso samanstendur núna af þremur einstaklingum

Tveir gítarar og einn trommari

Lögin hljóma kúl svona læf

Núna vantar bara bassman.......eða konu.................


Stóri dómur

Talandi um að spá rétt fyrir. Það eru fleiri svona gaurar sem ég hef haft rétt fyrir mér um.

Til dæmis hann sorrí gamli gráni Niclas Bendtner. Maður sá það langar leiðir að sá gaur myndi aldrei rísa yfir meðalmensku. Hann var með yfirlýsingar um að hann ætlaði sér að verða bestur í heimi. Mig minnir að bloggfærsla mín um það mál hafi verið sirka á þessa leið ,,muahahahahah"

Ég man þegar Ballack var keyptur yfir. Ég efaðist stórlega um þau kaup á sínum tíma. Hann var svona classic case af big fish in a little pond. Var góður í þýsku deildinni á móti þýskum miðlungs liðum. Kemur svo til Elsa Fc og getur ekki rassgat.

Það leynist þó einn sem ég spáði vitlaust fyrir um.

Michael Branch
http://en.wikipedia.org/wiki/Michael_Branch

Can't win them all


Messi

Ég held að það finnist ekki lengur sá fótboltaunnandi sem efast um að Messi sé besti leikmaður sögunar.

Bara hlusta á Sigga litla fólk. Þetta vissi ég árið 2007 þegar ég var úti á Spáni og fylgdist vel með boltanum þar.

Hann var orðinn góður þá, en ekki svona ,,bestur ever" góður

Ég spáði þessu nákvæmlega svona. Þá fékk ég mótspyrnu frá sumum um að hann væri of lítill og smár til að eiga séns í þessa lurka sem stundum eru í vörnum. Þeir myndu bara stjaka við honum og hann detta.

Þeir stjaka við honum alright....nema bara að hann dettur ekki. Það sama er ekki hægt að segja um félaga hans Ronaldo og fleiri.

Messi FTW


Bada Búm!

Það vill svo til að ég spila mikið á gítar þannig að þessir strengir koma sér eiginlega bara vel. BÚM TISS!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband