Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
31.8.2011 | 22:25
Ráðagóði pabbinn
Sebas vaknaði kl 4 í nótt grátandi. Ég spurðist fyrir hvað væri að
Seb: snökktandi...,,það gengur ekki nógu vel að dreyma"
SIR: ,,æjæj kallinn minn, viltu ekki bara byrja uppá nýtt"
Seb fannst það fín hugmynd og hætti að snökkta.
Sir: ,,prófaðu bara að hugsa um þegar við fórum í golf á Geysi og þú fékkst að keyra golfbílinn"
Seb: ,,ok, góða nótt"
Svo sofnaði hann
Beta var að gefa litla uppí rúmi seinna í morgunsárið og sá Sebas vakna eftir þessa tilraun tvö. Að sögn settist hann upp og skælbrosti.
Klárlega verið málið að byrja bara uppá nýtt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2011 | 22:17
deadline
Ánægður með Liverpool þessa dagana. Út með pakkið og inn með potencially betri spilara.
Eitt sem hlægir mig, eða tvennt eiginlega.
Owen injurygraves seldur til city. Þessi gæji hefur ekki spilað fótboltaleik í sirka 28 ár útaf meiðslum. Hvað er málið. Hvernig getur einhver klúbbur viljað þennan meiðslapésa.
Bendtner seldur til sunderland. Sennilega versti framherji í heimi miðað við hans eigið sjálfsmat. Sorglegur.
Eitt sem ég er svekktur með. Mereiles til Elsa Fc. Ekki gott. Samt, ekki eins og við þurfum eitthvað að hafa áhyggjur af miðjunni með Gerrard, Lucas, Adam, Spearing, Henderson, Downing etc...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2011 | 21:34
Update á litla barnið
Hann getur ekki gefið hi-5, bara ,,klesst" hann. Enda alltaf með samankreptan hnefa eins og öll lítil börn.
Hann á sennilega heimsmet í reiðihröðun. Hann er 0.2sek að fara úr salírólegur yfir í mad-as-hell-reiður.
Hann verður fáránlega reiður ef hann fær ekki sínu framgengt. Svo insane að hann nær varla andanum.
Hann er búinn að taka sinn fyrsta bókarúnt (varð mad-as-hell-reiður á einum tímapunkti).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2011 | 00:25
RHCP með nýja skífu
Var að skrína nýju skífuna með RHCP. Bara nokkuð fín.
Á meðan konungur alls stígur niður þá hefur annar tekið yfir.
Frusciante nennti ekki að hlusta meira á Kiedes ríma hvert einasta fokkin orð og fór til að einbeita sér að alvöru tónlist. Hvað gerist?
Flea gjörsamlega ónar bandið. Hann er enn meira áberandi en áður. Og ekki var hann beint hlédrægur. Það er hver bassafants línan á fætur annarri. Samt smekklega gert. Ekkert farið yfir strikið í bassarúnki. Passlega mikið.
Kiedes er náttúrulega eins og alltaf veikasti hlekkur RHCP. Rímar allt sem hreyfist og með barnalega texta sem rista ekki djúpt. Fyrir utan eitt lag. Það er með því betra frá þeim.
Brendan´s death song. Það er um félaga þeirra sem lést sama dag og þeir mættu á fyrstu æfingu með nýjum gítarleikara. Þvílíkt lag. Vill ekki skemma það fyrir neinum en....hot-digittí-damn. Það hreyfði allavega við mér. Í ljósi textans og kringumstæðna.
Trommarinn solid.
En þá að máli málanna. Klinghoffer. Arftaki besta gítarleikara okkar tíma. Ekki auðvelt fyrir greyið að koma á eftir Frusciante.
Finnst hann komast sæmilega frá þessu. Fær ekki falleinkun en finnst samt pínu vanta í þetta. Fannst vera gegnumgangandi auðir partar í lögunu, sem að virtust vera til þess eins að lita með gítar. En gaurinn var greinilega með minimaliskar pælingar er varðar gítarrúnk og svona rétt rispaði yfir með ambiance atmói.
Nokkrar flottar rispur á köflum en eins og ég sagði þá vantaði pínu pung og sál sem Frusciante hefði deliverað auðveldlega.
Hlustið á gítarinn á Stadium Arcadium og berið hann saman við þessa skífu. Það var líkt og Frusciante væri með sprengjur í höndunum á Stadium en Klinghoffer lætur sér nægja hurðasprengjur.
Allt í allt....sæmilegasta afurð með miklum bassaþunga, rími og hurðasprengjum. Hápunktur: Brendan´s death song
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2011 | 22:45
Stóra brjóstabókin
Fórum bókarúnt í kvöld með litla. Hann byrjaði að gráta inní Iðu. Beta þurfti að vippa brjóstinu út og gefa. Nice.
Ekki myndi ég vilja vippa einhverjum líkamspart út svona allt í einu.
Í bókabúðinni Iðu eru bækur á víð og dreif.
Það var mjög stór bók á áberandi stað í búðinni. The big book of breasts eða eitthvað álíka. Hún vakti athygli mína.
Ekki nóg með að vera bók um brjóst, heldur þá var hún í 3D!!!!!!
BEST BOOK EVER!
Eftir að ég gluggaði pínu í hana (til að lesa greinarnar), fór ég að skoða annað. Þá tók ég eftir fullorðnum manni sem svona nokkurn vegin hoveraði yfir borðinu. Alltaf gjóandi augunum að bókinni. Labbandi framhjá og slíkt.
Þetta var náttúrulega hápunktur kvöldsins fyrir mig þannig að ég hætti að skoða bækurnar og fylgdist bara með manninum.
Svo lét hann loks vaða. Hann opnaði bókina og flétti mjög hratt.
Æðislegt móment.
Á þeim tímapunkti stóðst ég náttúrulega ekki mátið og labbaði framhjá honum og sagði frekar upphátt við Betu
,,Hey Beta sjáðu!, bók með fullt af brjóstum í 3D"
Gæjinn snarhætti að skoða bókina og labbaði skömmustulegur í burtu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2011 | 00:34
fokkin allt
Notaði wildcardið!
Djöfull er ég að re-acta í stað þess að pro-acta
þetta er fokkin alltaf svona fyrri hluta fantasí tímabils.
FOKK!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2011 | 17:01
wtf
holy moly!
Arsenal líta ekki vel út þessa dagana
Man u
City
Chelskí
LP
Þessi lið fara í meistaradeildina.
Þið heyrðuð það fyrst hér.
Done
Þarf ekkert að ræða þetta frekar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2011 | 20:42
Ball and Biscuit
Svona á að wörka fuzz til hins ýtrasta. Með hjálp digitech whammy og pog. Sést best á 3:43 hvernig hann wörkar pedalana.
Einn með gítar plús Meg á trommum og epic lag!
geri aðrir betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2011 | 20:20
yup
Ég og Sebas fórum á brambrölt í dag. Við byrjuðum í Toys r Us, uppáhaldsbúð okkar beggja. Eyddum dágóðum tíma þar í að skoða hugsanleg fórnarlömb.
Fjárfestum í bíl.
Sennilega númer fjögur milljón þrjátíu og sex í safninu hans Sebas.
Fórum svo í Tippalindina og fengum okkur pulsu og sælgæti.
Útrætt mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2011 | 20:44
vanmat
Það var athyglisverð umræða yfir kvöldmatnum.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útskýra fyrir henni hið gagnstæða þá heldur Beta að ég geti ekki lamið Annie Mist crossfit gelluna!
djöfulsins vanmat á manni alltaf hreint.
Er að pæla í að fara út að hlaupa og henda mér í nokkra froska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar