Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
6.3.2011 | 12:43
Leikur dagsins
LP gegn óvinunum í Manure í dag.
Steindautt jafntefli
Kalt mat
Eða 1-0 fyrir LP og tveir með rautt.
Annað hvort. Klárt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2011 | 10:40
Beta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 15:57
Flameboy
Jæja, árshátíð í kvöld. Blue Lagoon. Capacent. Keyra í yaris á Slysanesbraut með farþega. Ætla láta þá skrifa undir disclaimer um að vera ekki fúl ef bíllinn fýkur útaf.
Það er rokkabillí þema í kvöld. Mun mæta í rauðri skyrtu með svart lakkrísbindi og greiðslu til að deyja fyrir. Hún gengur undir nafninu ,,Flameboy".
Spurning hve margir henda sér út í lónið þegar líða tekur á ballið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 20:53
Íslenskt sjónvarp
Hvað eru Íslendingar búnir að vera lengi með sjónvarpsútsendingar? 30 ár? 40 ár? 50 ár?
Er of mikið til þess ætlast að fá eina friggin live útsendingu án þess að fá aulahroll eftir aulahroll vegna ,,tæknilegra bilana".
Bilun í hljóði, stamandi þulir, myndavélaklúður. Alltaf skal eitthvað ófagmannlegt koma upp í íslenskum útsendingum.
Er virkilega ekki hægt að fá starfsfólk sem getur gert þetta á einhvern máta þannig að ekkert komi upp og þetta renni í gegn eins og friggin venjuleg útsending!
Verst er þó þegar þessi þulir eru að reyna að kreista upp hressleika á vitlausum stöðum.
Edda Andrésar! Seriously! kommon pípúl!
Flott framtak engu að síður og ég mun leggja mitt af mörkum.mmhmmm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 16:11
Big Muff
Þetta er mynd af The Big Muff sem Billy notaði með Smashing Pumpkins á Siamese Dreams og fleira stöffi. Hinn eini sanni. Þetta er stillingin sem hann fílaði best og gaf þennan hunangs-flæðandi þykka Kremtón sem SP eru hvað þekktastir fyrir.
Allavega, er að fara kaupa mér svona um helgina.
Þessi gæji húkkaður í Marshall skrímslið mitt......ekki að hata það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2011 | 10:44
Rómverjinn ég
Ég á vekjaraklukku, sem er ekki frásögu færandi nema hvað að hún talar, sem er ekki frásögu færandi nema hvað að hún er með rómverskum tölum!
Ég er svo disorienteraður á morgnana að ég bara get ekki lesið á klukkuna. Þarf alltaf að spurja Betu sem er ekki frásögu færandi nema hvað að ég hata að tala þegar ég er nývaknaður.
Heilinn á mér registerar ekki rómverskar tölur fyrstu 5 mínúturnar á morgnana!
Ég hefði verið frekar lélegur Rómverji.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2011 | 14:34
Sicko
Ég er algjör sökker fyrir góðum heimildarmyndum.
Var að ljúka við að horfa á Sicko sem er heimildarmynd eftir Michael Moore. Hún er góð.
Ótrúlegt að sjá hvernig heilbrigðiskerfið er út í kanaveldinu.
Feginn að búa á Íslandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2011 | 14:25
Hystería
Er að lesa ævisögu Elvis Presley a.k.a. Elvis the Pelvis.
Það sem er náttúrulega gegnumgangandi er þessi hysteríska hrifning sem aðdáendur sýna honum.
Fólk er að rífa af honum fötin, rífa bílinn hans í sundur og þannig crazy shit.
Bara til að eiga eitthvað til minningar um hann!
Á þessu stigi málsins er hann aðeins búinn að vera mega frægur í sirka hálft til eitt ár!
What gives! Hvar er sjálfsvirðingin hjá þessu fólki?
Aldrei fyrir mitt litla líf myndi ég einu sinni vilja fá eina skitna eiginhandaáritun. Því ég bara skil ekki hvað málið er!
Ég kann alveg að meta listamanninn og það sem hann skilar tilbaka en fyrr myndi ég dauður liggja en að missa mig í hysteríu yfir einhverri manneskju. Sama hver það væri.
Fyrir utan náttúrulega Magga Mix. Myndi míga á mig, rífa af honum fötin, taka bílinn hans í sundur(á pottþétt ekki bíl og myndi ég þá rífa strætóinn sem hann tekur í sundur), fá eiginhandaráritun og falla samstundis í yfirlið.
Ekki endilega í þessari röð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2011 | 11:55
Fréttir
Sebas er núna á hitalausa deginum. Fer sennilega á Gullborg á morgun. Er currentlí að leika sér að bílunum sínum. Lausleg talning þaðan sem ég sit....16 bílar, einn þriggja hæða bílakjallara/bensínstöð og tómur dobbúl seríóspakki. Allt í notkun.
Í öðrum fréttum er það helst að ég er kominn í 5.sætið í fantasí deildinni. Allt skv plani. Hef mjakað mér hægt og bítandi uppá við og stefnan er að komast upp í 1.sætið í lokaumferðinni eins og síðast. En...það þarf allt að ganga upp til að það takist. Alveg eins og síðast.
Annars styttist í Þýskalandsferðina. Við fljúgum þrjú saman, ég, Beta og Sebas til Frankfurt, þaðan keyrum við til lítils bæjar við hliðiná Wiesbaden og verðum í sirka 10 daga. Gaman að breyta aðeins um umhverfi, svo finnst mér alltaf gaman að fljúga til útlanda. Flugvellir, flugvélar, útlendingar og ég á Hawaii skyrtu.......getur ekki klikkað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar