Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
28.2.2011 | 08:54
Clarification disclaimer
Xtreme bending
Not to be confused with the lesser known indie sport
Extreme Bending (með stóru B-i og hefðbundnu extreme)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 14:05
Conversational Wizard
Svaf til hádegis með smá pissustoppi kl 09:06(bada bing).
Fínt að geta sofið aðeins eftir skrýtna þrjá daga. Fannst eins og þessir dagar hafi í raun verið einn langur funkí dagur. Mikið vakað á nóttinni og slíkt.
Oft áhugaverðar samræður á milli mín og Sebas um miðja nótt.
Eitt skiptið ræddum við soldið um kontrabassa og fiðlur.
Alexander Rybak kom við sögu ásamt Guðjóni Henning og Hauk.
Hann er að verða að algjörum conversational genius. Við vorum búnir að vera tala saman uppí rúmi eina kvöldstundina þegar hann átti að fara lúlla.
Svo allt í einu segir hann.
,,Pabbi, viltu láta mig núna í friði"
Hann sagði þetta mjög ljúflega. Þetta var bara hans leið til að segja að núna vildi hann fara að sofa.
Hann sýnir skýr merki þess að verða mjög skilvirkur piltur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2011 | 13:51
Scarlett
Fínt að það sé komið á hreint. Þá er bara 10 daga pensilínkúr eftir og málið dautt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 20:14
Hood
Sebas versnaði og honum var flýtt á bráðamótttökuna.
Hann er með Hettusótt og líður ílla.
Fer á pensilínkúr og ætti að koma tilbaka eftir nokkra daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 07:57
Veikindi
Ótrúleg þessi veiki sem hefur tröllriðið Íslandi. Nánast öll börn með þetta vesen. 3-4 dagar af háum hita, beinverkjum, hausverk og hálsbólgu.
Ekkert hægt að gera, bara gefa hitastillandi paratabs.
Seb er núna á þriðja deginum.
Verð feginn þegar þessu lýkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 07:42
MJ
Einu sinni var körfubolti skemmtilegur. Þá var þessi soldið góður.
Þessi og Tiger, sennilega bestu íþróttamenn sögunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2011 | 07:06
Vinna
Ég er kominn með vinnu. Mun hjálpa til við að opna nýja golfvöruverslun sem heitir Golfskálinn. Þar mun ég starfa ásamt tveim öðrum við að selja golfvörur.
Er mjög ánægður með þetta starf og lít á það sem rökrétt skref. Ég er búinn að vera spila golf non stop núna í 3 og hálft ár og núna fer ég í að selja vörur því tengdu. Alltaf gaman að vinna við hobbíið sitt.
Við opnum 7.apríl
Allir að mæta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2011 | 06:59
Sebas
Mjög erfið nótt yfirstaðin. Sebas búinn að vera í 39 stiga móki. Eitt það erfiðasta sem ég geri er að horfa upp á barnið mitt vera veikburða og geta gert neitt í því.
Hann er öllu jöfnu ótrúlega málglaður og hress þannig að það er mjög dramatísk breyting að sjá hann nánast ekkert hreyfa sig, horfa á þig tómum augum og ekki svara þegar maður talar við hann.
Algjör martöð.
Komnir rúmir 30 klst í svona ástandi. Var vakandi nánast alla nóttina.
En núna kl 6 þá var ég vakinn með ræðu að hætti Sebastians. Ekkert fallegra en hann að tala non stop eftir mók. Honum líður sem sagt pínu betur og er núna að horfa á Madagascar.
Þeir segja að þessi pest fari yfir á 3-4 dögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar