Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
21.1.2011 | 11:15
Svona varð afstæðiskenning Einsteins til
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 07:41
Morgunræður Sebas
Klukkan er 7:00 og nýja fína vekjaraklukkan mín með Stephen Fry glymur. Stephen byrjar að tala sem þjónninn Jeeves en ég fálma óður eftir takkanum til að slökkva.
En ekki nógu snöggur.
Sebas: ,,Pabbi, þú ert að trufla mig!"
Ég: ,,þetta er bara vekjaraklukkan"
Sebas: ,,ég var að sofa!"
Ég: ,,já kallinn minn"
Sebas: ,,en þú ert að trufla mig"
Ég: ,,ok"
Sebas: ,,má ég koma og lúlla hjá þér?"
Ég: ,,ok"
Staulast frammúr með koddann sinn og klifrar uppí til mín
30 sek síðar....
Sebas: ,,Pabbi, eigum við að fá okkur morgunmat!"
Ég: ,,ok"
Sebas: ,,ÉG VIL HORFA Á TOY STORY 3!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 07:33
Coby sökkar
Ég gaf Betu lítin mp3 spilara í jólagjöf sem heitir Coby. Ég er að nota hann í ræktinni(alltaf gott að gefa gjafir sem maður sjálfur getur notað, wink wink) og hann stinkar. Hann er með eitt lélegasta random sem ég hef orðið vitni að.
Það er ekki það sama random og random skal ég segja þér.
Ipoddinn minn er með helvíti gott random. En þessi litli djöfull er bara með eitthvað póser random.
Ég held að ég hafi hlustað á Plug in Baby 4 sinnum í morgun. Snilldar lag en samt ekki alveg málið að hlusta bara á sirka 4 mismunandi lög allt sessionið.
Mæli ekki með Coby. Eins gott að ég gaf henni fleiri gjafir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 17:47
banastuð
Allt að gerast í dag. Fyrst Gaupi svo Edda Björgvins. Ég hleypti henni inn í bílaröð. Hún actually skrúfaði niður rúðuna, rak út hausinn og blikkaði mig skælbrosandi.
Góð taktík. Ekki séns að ég hefði ekki geta hleypt henni.
Fræga fólkið kann þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 12:01
playlisti
Djöfull elska ég að hlusta á hvetjandi tónlist í ræktinni. Stöff eins og Plug in baby með Muse, Shinoby vs Dragon Ninja með Lost prophets, My Hero með Foo Fighters og sérstaklega send the pain below með Chevelle. Elska það lag.
,,MUCH LIKE SUFFOCATING!"
Mér líður eins og hetju þegar ég hlusta á þessi lög. Mér líður eins og það sé verið að finna upp lækningu við eyðni við hliðina á mér.
Allavega, svona lög hreyfa við mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.1.2011 | 11:32
Gaupi og ég
Sá Gaupa í ræktinni í morgun, hann kom labbandi til mín og mér fannst hann vera pælandi í tækinu mínu, sem er að gerðinni Cybex. Svona eins og að þetta væri hans tæki og hvaða helvítis skítapési væri að nota það.
Þetta var eitthvað stig meets skíða meets hlaupa tryllitæki.
Ég var meira að segja búinn að hugsa comeback á hann ef hann myndi segja eitthvað(sem ég veit að hann myndi aldrei gera).
Gaupi: ,,Afsakið, þú ert í tækinu MÍNU"
Ég: ,,Gaman að kynnast þér Cybex"
Hey, maður verður að gera eitthvað til að stytta sér stundir í þessari helvítis rækt.
Annars horfi ég alltaf á Discovery Channel á meðan ég púla. Þá á þátt um hvernig hlutir eru gerðir, svo er annar sem heitir held ég Junkyard wars eða eitthvað álíka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2011 | 20:47
SIR semur
Multi effektinn strax byrjaður að láta til sín taka. Núna er ég bara með heyrnatól og skít út riffum við trommuundirleik tækisins.
Mér finnst þetta betri leið til að semja lög. Klassískari allavegana. Í staðin fyrir að sitja fyrir framan tölvuna og spinna lag í cubase eins og vefmeistari þá er ég eiginlega bara eins og einn gaur útí bílskúr með trommara.
Það fer kannski eitthvað nýtt að koma frá eins manns hljómsveitinni SIR í bráð!
Svo er ég með nokkur járn í eldinu varðandi hljómsveit. Spurning hvað kemur úr því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 10:09
Rokk er dautt?
Það er mikið í umræðunni núna að Rokk sé dautt. Það eru fá rokklög á vinsældarlistum og R&B og Bieber tröllríða steríliseruðum markaði sem er hreint út sagt leiðinlegur. Hvað er að gerast spyr fólk sig. Hvar er rokkið! Er það dautt!
Mig langar bara að leggja orð í belg varðandi það:
K-J-E-F-T-I!
Halló! man fólk ekki lengra tilbaka en nokkur ár!
Ég meina, það sem er að gerast núna er bara það sem alltaf gerist.
Leyf mér að útskýra.
Núna standa mál þannig að á listum yfir vinsælustu lög víðsvegar um heiminn eru rokklög mjög fá. Og þau sem eru talin rokklög eru bara lög með Arcade Fire eða Florence and the whogivesacrap og slíkt. Ekkert rokk við það. Popp í besta falli.
Ok, rokk í lægð. So what else is new. Þetta gerist alltaf á áratuga fresti eða svo.
1980: Pönkið ruddi diskói og stöðnuðum old skúl rokkurum úr vegi.
1990: Grunge kom með Nirvana, Smashing Pumpkins, Soundgarden og Pearl Jam og ruddi soft poppi og viðbjóðs eitís krappi í burtu.
2000: Harðkjarna tónlist eins og Limp Bizkit og Korn ruddu næntís tónlist í burtu.
2011: ?
Þessi ártöl eru náttla ekki alveg upp á hár en við erum að tala um sirka. Alveg eins og lámarkinu núna var ekki náð 2010 heldur kannski, vonandi 2011 eða 2012.
Þessi fjarvera rokksins þýðir bara eitt. Núna erum við að verða vitni að einhverri stórkostlegri byrjun. Einhver ný og skemmtileg rokk sena að fæðast kannski? Hver veit. Kannski eitthvað allt annað.
En líklegt er þó að það verði andstæða við soft R&B og slíkt og það gleður mig. Það getur ekki verið annað en jákvætt. Við erum búin að vera hlusta á krútt / folk / póser /hip hop /R&B /Bieber /Beyonce /retro sökkass tónlist nógu lengi. Stöff sem er fjöldaframleitt og leiðinlegt.
Allavega, vonandi er botninum náð og vonandi stöndum við nú á barmi nýrrar senu sem verður actually skemmtileg, rokkuð og fersk.
Disclaimer I: Ég fíla ekki pönk, Limp Bizkit og slíkt. En kann samt að meta að þetta stöff hreinsaði aðeins til á tónlistarmarkaðinum.
Disclaimer II: Ég geri mér grein fyrir að það er fullt af snilldar tónlist líka til þarna úti, það veit ég best sjálfur. Hér er ég bara að tala um heildarmyndina og svona það sem er almennt séð talið vinsælt nú til dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 12:30
listin að tala við ókunnuga
Var að rölta inn í klefa í Hreyfingu og sá þá herbergi sem var merkt ,,viðhald".
Ég sá góðlátan eldri mann labba þaðan út og hann var klárlega svona allt muligt gæjinn á staðnum. Svona gæji sem skiptir um ljósaperur og lagar klósett.
Allavega, þá fór ég bara inn í klefa og var að klæða mig í stuttbuxur og slíkt þegar hann kemur inn í klefan.
Hann var eitthvað svo góðlegur að mig langaði að tala við hann.
Eftirfarandi er samtal okkar inn í klefa í Hreyfingu:
ég: ,,Ert þú með viðhald?"
Hann: ,,uuu já, af hverju?"
ég: ,,nei bara, það eru ekki allir svona opinskáir með slíkt, með sérmerkt herbergi og allt".
Það tók hann nokkrar sekúndur að fatta hvert þetta samtal stefndi en loks læddist bros yfir þetta gamla en góðlátlega andlit.
Við spjölluðum pínu meira og hann hafði gaman af unga stráknum sem þóttist vera fyndinn. Hann minntist á að það hafi ekki verið hans hugmynd að merkja herbergið svona en þetta væri nú orðið innanhúsbrandari.
Alltaf gaman að spjalla við ókunnuga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 09:09
VARÚÐ! Major gítar perra færsla: Digitech RP90
Ég gerði kaup aldarinnar með því að leita uppi Digitech RP90 á netinu. Miðað við að ég borgaði bara 7þ fyrir hann þá er þetta besti multi effect sem út hefur komið.
Hljómar ótrúlega vel, og mun framar vonum miðað við að það eru multi effectar sem eru á yfir 100þ kjell þarna úti. Þessir dýru verða nú heldur betur að hljóma eins og guð að prumpa í autotune til að réttlæta sig.
Undir húddinu er eftirfarandi:
100 presets (100 mismunandi hljóð sem líkja eftir frægum gítarhljóðum eins og Slash, AC/DC, Hendrix, Led Zep o.fl.), 50 factory og 50 sem ég get breytt og gert að mínum.
Það sem seldi mér þessa græju, fyrir utan verðið, var að maður rennir í gegnum öll 100 presettin með upp og niður fótpedölum. Það eru nefnilega margar græjur í þessum verðflokki sem maður þarf actually að beygja sig niður og skipta um bank. Eins og á Boss ME-20, þar sem maður hefur í raun bara þrjú presett í fótum og þarf svo að beygja sig niður til að skipta um bank til að komast í næstu þrjú.
Allavega, inn í þessu kvikindi eru 12 ampar. Eftirlíkingar af frægum ömpum eins og 57 Fender Tweed Deluxe, 68 Marshall (plexi), 83 Marshall JCM800, 63 Vox AC30 og 01 Mesa-Boogie Dual Rectifier(sem ég er spenntastur yfir).
6 Distortions eins og Ibanez TS-9 Tube Screamer, Boss DS-1 og EH Big Muff Pi (sem ég er spenntastur yfir).
15 Mods eins og Boss CE-2 Chorus, Flanger, Phaser, YaYa(tal effekt), Whammy og allt þetta basic stöff.
4 Delay, Analog, digital, Pong og Tape.
3 Reverb, Fender Twin Reverb(Spring), Room reverb og Hall reverb.
Svo er expression pedal sem maður getur notað til að stjórna hljóðstyrk, Dunlop Cry Baby Wah og styrk á öllum Moddunum eins og hve mikið tremoloið víbrar og slíkt. Svo er líka hægt að nota hann til að skipta úr humbucker hljóði yfir í Single coil og öfugt
Svo er náttúrulega EQ á þessu, Noise gate og compressor.
Mínusinn er sá að það er ekki loop og ekki usb tengi aftan á til að tengja við tölvu og taka upp í Cubase. Hljótum að geta reddað því. Tengi bara úr out-inu yfir í input jackið á tölvunni, þarf converter í það. Gæti líka bara keypt mér tæki sem er milliliður á milli gítars og tölvu.
Anyhú, takið alla þessa ampa, alla þessa effekta, mig, maníu og smá malt í glas og þið fáið út mann sem ekki mun baða sig næstu daga vegna tímaskorts til að gera eitthvað annað en að leika sér að þessu KVEK-ENDE!
P.s. svo er ótrúlegt hvað minn pís of shit magnari nær að skila öllum þessum hljóðum bærilega.
Ég segi nú samt bara eins gott að það er hægt að plögga heyrnatólum í græjuna. Þá getur greyið Beta allavega sofið á nóttunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar