Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Símtalið

Ring ring........ring ring, heyrist í fjarska og ég rumska.

Ring ring......ring ring, heyrist á ný og ég rís upp og ýti á græna takkann.

Rödd: Sigursteinn?
Ég: Talar
Rödd: Þróunin hjá þér er óvenjuleg og gildið er enn allt of hátt.
Ég: móttekið
Rödd: INR gildið er 4.2
Ég: --------*gulp*
Rödd: Í ljósi þess þá tekur þú bara 2 töflur í dag. Tvær og hálfa á morgun. Tvær og hálfa á sunnudaginn. Tvær á mánudaginn. Ferð svo á þriðjudaginn aftur í blóðrannsókn.
Ég: Móttekið
Rödd: Gangi þér vel
Ég: Takk

*Click*

duuuuuuuuuuuuu

línan var dauð og ég sat uppréttur í rúminu hálf ringlaður. Símtólið var enn upp við vinstra eyrað en slaknaði niður með tímanum þegar ég áttaði mig á því að þetta var ekki slæm martröð heldur blákaldur veruleikinn.

Ég fór fram úr rúminu og kjögraði inn í stofu. Engin Elísabet né Sebastian. Allt var hljótt. Ég leit út um gluggann. Rigning og rok.

"Holy moðða of frigg", hugsaði ég, þar sem ég stóð þarna á miðju stofugólfinu. "Djöfull vona ég að þau snúi tilbaka með Tower Zinger borgara í farteskinu á eftir, því á svona degi vil ég helst..................borða til að gleyma".


blóðflæði

Er með Sebastian hjá mér. Leikskólinn hans er lokaður útaf skipulagsdögum.

Það er alltaf fjör í kringum Sebas. Hann stoppar ekki. Ég komst að því að um leið og ég tek venjulegan dag aftur án þess að hvíla þá er eins og blóðið sé að berjast við að komast út um allt í líkamanum.

Ég byrjaði að finna stingi í fætinum og það er sennilega blóðið að renna of skarpt sem ég má ekki við því æðarnar eru enn bólgnar og aumar útaf tappanum. Ég actually sá æðarnar þvílíkt bólgnar út og útþanndar.

Ég er enn á því stigi máls að þurfa að hvíla og reyna að halda blóðflæðinu í lágmarki. Sem er leiðinlegt. Sérstaklega ef maður á eitt stykki Sebastian til að leika við.


Inception Leo DiMjáPrio


Ný könnun

Kom mér lítið á óvart að Chandler hafi fengið 56% atkvæða.

Ný könnun spyr hvenær bækurnar frá Amazon koma(til pabba).

Esteban kom með þessa góðu tillögu og að sjálfsögðu varð ég snöggur til og henti þessu inn.

Ég spái því að þær komi mun fyrr en 13.október eins og þeir hjá Amazon segja mér.

Hverju spáir ÞÚ!!!


Níu sýning í Þorláksbíói

Á meðan Beta fór í sturtu eitt kvöldið riggaði ég upp bíótjaldi inn í stofu. Þegar hún kom út þá var lúxus salur Þorláksbíós tilbúin til sýningar á ,,The Fifth element".

Hún hafði ekki séð hana og ég leit á það sem skyldu mína að kynna hana fyrir þessari mynd.

Til að gera langa sögu stutta þá rokkaði uppsetning bíótjaldsins en myndin bommaði.

Hún hefur elst alveg einstaklega ílla og Beta skildi ekki hvaða helvítis vitleysa þetta væri eiginlega.

Bíótjaldið samanstóð af stúdíóljósunum hennar Betu sitthvoru megin við sjónvarpsskjáinn og teppi sem ég breiddi yfir allt draslið til að skapa ambiance og stemmingu. Ég fóldaði sófann niður þannig að við gátum bæði legið þar eins og í lúxussölum bæjarins með sængunum okkar og koddum.

Svo var að sjálfsögðu poppað, old style.

Er að pæla að auglýsa þetta og hafa kannski bara opið í bíó alla þriðjudaga kl 21 í Þorláksgeislanum. Þúsund kjéll inn og málið dautt.


eitt besta cover af lagi. Ever!


Scott Pilgrim í bíó

Fórum á Scott Pilgrim vs the world í bíó í gær. Hún er osom.

Með henni er óhætt að mæla. Fjórar og hálf af fimm. Ekki skemmdi fyrir að sjötti meðlimur Radiohead sá um tónlistina. Nigel Godrich.

Það er þess virði að sjá hana í bíó.

Við fórum seint og vorum umkringd nördum. Enda er þetta nördamynd. Það var fínt. Fyrir utan að það var slökkt á loftræstingunni og allir voru í svitabaði. Einstaklega falleg sena því nördar mega nú ekki beint við því að auka á svitalyktina. En þetta reddaðist.


Blús

Er að niðurhlaða blúsnum. Muddy Waters, Howlin Wolf, Son House og Charley Patton. Góður skítur. Á svo náttla allt með Robert Johnson, enda bara tuttugu og eitthvað lög eftir hann plús endurtökur á þeim lögum.

Mæli með
Muddy Waters: Long distance call og Mannish boy.
Robert Johnson: Come on in my kitchen og Kind hearted woman.
Howlin Wolf: Back door man

Annars á ég eftir að kynna mér þetta betur. Reyndar búinn að lesa um Robert og þekki hans lög en hina ekki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband