Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Ævisaga

Er að lesa ævisögu David Bowie og hún er ein sú besta sem ég hef lesið. Fáránlega ítarleg, hlutlaus og laus við alla dýrkun og stæla.

Bókin heitir Strange fascination.

Það er bara eitt sem böggar mig. Höfundurinn talar svo rosalega niður til sölumennsku. Þá meina ég að hann er bara ekki að gúddera þegar Bowie gerir eitthvað sem vitað er að aðdáendur vilja.

Eins og t.d. að halda tónleika og taka gömlu slagarana og slíkt. Eins og það sé ekki nógu listamannslegt. Of mikið sell out.

Og eins og þegar hann fékk áhuga á drum n bass stefnunni sem var vinsæl 95-98 og gerði þannig plötu. Þá fannst höfundinum Bowie vera bara að geðjast aðdáendum.

Í fyrsta lagi þá fílaði hann bara þessa stefnu á þessum tíma
Í öðru lagi....hvað er svona hræðilegt við að geðjast aðdáendum?

Er það eitthvað slæmt?

Það er svo fyndið þetta listamanna snobb, eða bara snobb yfir höfuð. Mér finnst það svo mikill vanþroski.


Batman?

fra

gjemli

Ég get ekki horft á einn friggin fótboltaleik á HM. Ég sofna alltaf.

I'm gettin to old for this sczshjíííjiiii


Þunnur.is

Fór á djammið með gkg pungunum í gær. Það var tekið á því. Kom heim 5:30 sem er helvíti vel af sér vikið. Held að við höfum verið á dansgólfinu í tvo tíma stanslaust með ,,bitch viltu dick" og ,,geðveikt fínn gaur" á rípít.

Enda á óliver!

Meðalaldurinn hækkaði um 7 ár þegar ég gekk þar inn.


Frönsku þvottavélaleiðbeiningarnar

Þurfti á aðstoð að halda við að þvo Vaff háls máls peysurnar mínar og hringdi því út til Frakklands í Betu. Enginn svaraði í kastalanum og ég fékk bara franskan símsvara.

Nú er skóla franskan mín orðin soldið rygðuð en ég held að hún hafi sagt mér fyrst að fara til andskotans og svo að vera ekki að þessu væli.

Ég lagði því vonsvikinn (og móðgaður) á og leit á þvottavélina. Andstæðing minn.

Ég hring snéri takkanum til að rugla vélina í rýminu en endaði loks á einhverri funkí stillingu, með von um að hún fari delikeddlí með peysurnar mínar.

Eins og skáldið sagði......"When in doubt, go funkí"

Það var myndin við stillinguna sem seldi mér ákvörðunina. Hönd í vatni. Lúkkaði eitthvað svo guðdómlega.

Svo kom það mér ílla á óvart að þessi stilling gaf mér tímann 1:51 í lengd þvotts.

Ertu ekki að kidda mig!

Ég gæti flogið í Dordogne dalinn í frakklandi, látið Betu þvo peysurnar og komið tilbaka á undan þessum þvotti sem ég bíð nú eftir.

Ég meina, ríkið er ekki opið endalaust! Hver á þá að redda Baileysnum ef ég kemst ekki í tæka tíð!


Óvænt

E-I-G-U-M------V-I-Ð-----E-I-T-T-H-V-A-Ð-----A-Ð-----R-Æ-Ð-A-----S-V-I-S-S-----E-Ð-A!!!

Þeir eru ekki lengur litlir og hlutlausir. Þeir eru stórastir.

Hversu mikil írónía er að einhver sem heitir Fernandez skori sigurmarkið gegn Spáni!

Ég sofnaði náttla eftir um 5 mín leik og vaknaði svo þegar ég heyrði í einhverjum öskra ....,,og það er MARK!!!"

Ég bara ,,je je je, David Villa að pota honum inn"

Nei nei, þá er bara dökka súkkulaðið í sviss að koma sterkt inn.

Af hverju var Smellugasið ekki inn á? Lang kreatískasti gæjinn hjá Spáni. Nei....þeir settu Pedro inn á. Menn sem heita Pedro eru ágætir en það er bara ekki nóg.


Basic

Skutlaði Sebas í skólann og smellti mér svo út á völl. Spilaði Reverse Dead Ringer þar sem ég slæ tveim boltum og vel ávallt þann síðri.

Var kominn á fjórðu holu þegar ég mæti Alfreð, Hauknum og Bjögga sem voru að koma af tólftu holu.

Þeir nörruðu mig með sér og skipt var í lið. Ég og Alfreð gegn hinum tveim.

Bátur mánaðarins undir.

Þeir byrjuðu af krafti og fengu örn á fjórtándu og komnir 4 stig yfir.

Þá byrjuðum við Alfreð sálfræðihernað sem endaði á því að þeir chókuðu og ég setti 7 mtr extreme halla pútt í á átjándu. Game over.

núna er leikurinn næst á dagskrá, svo chill, svo að hrynja íða því Guðjón Henning býður í útskriftarpartí dauðans í kvöld. Ég endurtek.....Game over.


Sebas

Spilaði á +5 í dag sem er akkurat forgjöfin. Fín spilamennska og ekki ósvipuð og í mótinu. Engin vandræði en ekkert magic í gangi heldur.

Náði svo í Sebas og við horfðum á leikinn og héldum með N-Kóreu. Allavega fögnuðum við mikið þegar þeir skoruðu. Það var öskrað gooooool og svo fylgt á eftir með championes laginu spænska.

Við erum einir heima þar sem Beta er út í Frakklandi. Vinahópur hennar fer árlega í eitthvað chateau í Dordogne dalnum að leika sér. Ég komst ekki út af golfinu og Sebas.

Á morgun er stefnan sett á 18 í viðbót þegar rigningunni slotar. Sirka 9-12 leytið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband