Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Joke of the day

Einhver lét það út úr sér að ég væri með mjög barnalegt tippi á dögunum. ,,Það er laukrétt hjá þér" svaraði ég samstundis, ,,hann er 52cm og 16 merkur".

Bada bing


Pamela

Ég prufukeyrði Pamelu, eins og ég kalla Titleist kylfurnar mínar. Tit....leist.

Þetta svínvirkar og ég er orðinn ástfanginn. Þessar kylfur virka ekki bara vel heldur eru þær svo fallegar að ég ætla að sofa hjá þeim í kvöld.

Ef ég héti Tommy Lee væri ég löngu búinn að leka út svæsnu vídeói af mér og kylfunum í sexí stellingum.

Ég fór fyrst í hraunkot og sló 70 kúlum útí snjóinn. Það var mikill draw vindur en höggin voru mjög flott og ég er mjög spenntur fyrir Pamelu. Get ekki beðið að komast útá völl.

Fór svo beint á æfingu og vippaði undir vökulu auga Simma sérfræðings. Hann er mjög detail orienteraður og tæknilega sinnaður. Frábært að fá tilsögn frá honum.

Svo kíkti Derrick á sveifluna með nýju kylfunum og allt virkar fínt. Pínu laid off í topp stöðu í aftursveiflu og of mikill hasar í fótum í niðursveiflu en lookin pretty good.


Vajazzle

Nýjasta æðið í hinum vestræna heimi er eitthvað sem heitir Vajazzle. Það er verið að prómótera þetta til helvítis núna. Þetta er uþb það mest useless heimskulegasta thing sem ég hef heyrt um í langan tíma.

Ég get allavega sagt ykkur að ég mun ekki fara á stúfana og vajazzla mig neitt í bráð. Enda er þetta aðallega hugsað fyrir stelpur.

Gúgglið þetta bara. Nenni ekki að útskýra hvað þetta er.

ps hvað ætli þetta heiti ef þetta er gert við strák....pungjazzle? sennilega bara Dijazzle (dick+bejazzle).


Besta lag í heimi?

http://www.youtube.com/watch?v=I2sBFJA9st0

Þetta lag var valið besta lagið í heiminum í dag. Það er með hljómsveitinni The Big Pink og heitir Dominos.

Það er ekkert að gerast í þessu lagi fyrir utan kórusinn. Hann er töff en versin sjúga feitan gölt. Mér er þetta óskiljanlegt.

Í fyrsta lagi er ekki hægt að velja besta lag í heimi því það meikar ekki sens. Í öðru lagi, ef þú ætlar að gera það, veldu þá eitthvað remotely flott lag....Idiots.


Useless knowledge of the day

In ancient Greece, prostitutes wore sandals with nails studded into the soles so that their footprints would leave the message "Follow me."

The Fantastic Mr Fox

Sá Fantastic Mr Fox í gær. Þetta er teiknimynd um refi þar sem Clooney, Meril Streep, Jason Schwartzman (gæjinn úr rushmore), Willem Dafoe, Owen Wilson, Bill Murray og fleiri tala. Gerð af Wes Anderson sem gerði Rushmore, Tennenbaums og Life Aquatic...

Myndin er í hans stíl og fín fyrir vikið. Fáránlega vel gerð og allt það. Sæmileg skemmtun og ég horfði á hana alla.

Samt ekkert meistarastykki.

Hún fær 3 af 5.


« Fyrri síða

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband